Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 94

Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 94
84 Orð og tunga betri skil í tvímála orðabókum en almennt hefur tíðkast eins og leitast er við að gera í islex veforðabókinni en þar er rík áhersla á að sýna fjöl- breytileg orðasambönd, fasta orðanotkun svo sem orðastæður og dæmi með þýðingum á markmálunum (Aldís Sigurðardóttir et al. 2008:780). Eins og Jón Hilmar Jónsson hefur bent á mætti auka við hefðbundna tvímála orðabókarlýsingu með orðastæðum á borð við hundurinn geltir og hundurinn urrar undir nafnorðsflettunni hundur (sjá orðsgrein í við- auka) þótt ekki sé hægt að gera ráð fyrir öðrum upplýsingum en þeim sem eiga við flettiorðið (2005b:30). Orðastæður eru því sérstaklega mikilvægar í orðabók sem eink- um er ætluð sem málbeitingarorðabók en öðru máli gegnir um orða- sambönd. Ekki er ljóst af hverju Kromann telur að föst orðasambönd séu mikilvæg í orðabók sem eigi fyrst og fremst að miðast við þarfir notenda sem vilja tjá sig á erlendu máli. Olíklegt er að notendur sem vilja koma hugsun sinni frá sér á öðru máli taki útgangspunkt í föstum orðasamböndum með yfirfærðri merkingu og þar að auki er óvíst að þau eigi sér beina samsvörun í markmálinu. Föst orðasambönd eru hins vegar mikilvæg þegar kemur að því að skilja og þýða texta og tilheyra því fremur skilnings- og þýðingarhlutverki tvímála orðabóka. Til að taka tillit til bæði frönskumælandi og íslenskumælandi not- enda í nýrri íslensk-franskri orðabók mætti hugsa sér að auka við lýs- ingu viðfangsmáls í tvímála orðabókum með því að veita aðgang að orðasamböndum í gegnum hugtakaheitalista, hvort heldur sem er á viðfangsmálinu eða markmálinu líkt og Jón Hilmar Jónsson hefur lagt til (2005b:36) og eins og gert er í Stóru orðabókinni um íslenska málnotkun (Jón Hilmar Jónsson 2005a). Anna Helga Hannesdóttir og Jón Hilmar Jónsson hafa einnig fjallað um hvernig auka mætti að- gang að orðasamböndum í íslensk-sænskri orðabók með slíkri hug- takaflokkun (2001). Með því að hafa hugtakaheitalistann einnig á er- lenda tungumálinu er erlendum notendum jafnframt veittur beinni aðgangur að íslenskum orðasamböndum og orðastæðum. Sem dæmi hér má nefna ýmis orðasambönd sem venjan er að flokka undir nafn- orðsflettuna hundur (sjá viðauka). Ef þessi orðasambönd, eins og til dæmis að fara i hundana eða <eitthvað> fer í hund og kött, eru tengd hugtakalista má finna þau með því að leita að hugtakinu „ógæfa" og frönskumælandi notendur hefðu aðgang að þeim í gegnum franska hugtakið „malheur".20 20 Við val á orðasamböndum voru orðabækurnar islex og Stóra orðabókin um íslenska málnotkun (2005) hafðar til hliðsjónar en einnig var tekið mið að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.