Orð og tunga - 01.06.2013, Page 110
100
Orð og tunga
Ordbog eftir Ludwig Meyer frá 1844 sem er önnur útgáfa þeirrar bókar
en þangað sótti hann tökuorð í dönsku.
3.1 Samanburður við orðabók Molbechs
Vinnubrögð Konráðs má best sjá af samanburði við þær heimildir
sem hann tilgreinir. í formálanum fyrir orðabók sinni lýsir hann
nokkuð nákvæmlega hvernig hann fór að við framsetningu greina,
hverju hann breytti frá orðabók Molbechs (t.d. stafsetningu), hverju
hann hélt eftir og hvernig flettugreinar eru settar fram, t.d. hvernig
greinarmerki eru notuð, og hvað stendur innan oddklofa eða sviga.
Hann nefnir í þessu sambandi ekki orðabók Vísindafélagsins.
í skýringum notar hann víða tilvísanir til fornrita (sjá t.d. í töflu 1
undir Deeltagelse og Deger). Um þessa ákvörðun sína skrifar Konráð
(IV):
Einhver helzti kostur á bók þessari væntir mig að það sje, er jeg hef
vísað í fornbækur eða tekið dæmi úr þeim, þó mjer þætti ekki þörf á
að þræða rithátt þeirra. - „(fornt)", við íslenzkt orð, merkir ekki, að
þau sjeu úrelt, heldur að þau finnist í fornum bókum.
Á sama tíma og hann er að vinna við dönsku orðabókina er hann
að störfum við Icelandic-English Dictionary (sbr. kafla 2) og hefur því
væntanlega haft dæmi á hraðbergi sem að gagni komu að hans mati.
Rúmsins vegna valdi ég aðeins af handahófi fyrsta dálk á síðu 80 í
bók Konráðs, frá Deeltagelse til deiet, og bar hann saman við orðabók
Molbechs og orðabók Vísindafélagsins frá Deeltagelse til Degne (sbr.
töflu 1) og eftir það aðeins við bók Molbechs (sbr. töflu 2) þar sem í
ljós kom að bein tengsl virtust óveruleg við orðabók Vísindafélagsins
en aftur á móti talsverð við bók Molbechs. Flettiorðin í bók Molbechs
á síðum 160-161 eru nær öll hin sömu og hjá Konráði að öðru leyti
en því að Molbech birtir engin aðkomuorð. Konráð aftur á móti
stjörnumerkir allmörg flettiorð á síðunni, en um stjörnuna er þessi
skýring í formálanum (1851 :iv):
Stjarna (*) er sett a) við þau orð, sem ekki eru gotnesk3 eða ekki eru
komin í dönsku úr hinum gotnesku málum. - Þó er henni sleppt við
þau, sem orðin eru svo eiginleg dönskunni, að ekki ber á, að þau
3 Skýring í orðabók Konráðs við gothisk er 'gotneskur' og henni fylgja dæmin
„Den gothiske Folkestamme" og „En g. Bygning" (1851:173). I skýringunni við
notkun stjömunnar (*) er þó ljóst að þar notar Konráð gotneskur í merkingunni
'germanskur'.