Orð og tunga - 01.06.2013, Side 120

Orð og tunga - 01.06.2013, Side 120
110 Orð og tunga Vel má hugsa sér Konráð hafi orðið annaðhvort frá honum eða öðrum Islendingum samtímis í Kaupmannahöfn. Eins og sjá má notaði Konráð fimm af nýyrðum Jónasar, sporbaugur, eldgler, Ijósfræði, Ijósvaki og sjónarhorn, en getur hans aðeins við orðið Ijósvaki þar sem hann er einnig með tillögur Björns Halldórssonar og Gunnlaugs Oddssonar. Frá Gunnlaugi hefur hann orðið vindblá en jafnheitið 'stækkunargler' sem Gunnlaugur gefur einnig á Mikroscop er ekki frá honum komið því að það þekkist að minnsta kosti frá síðasta þriðjungi 18. aldar (sbr. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans). 3.4 Viðtökur og ummæli Ekki virðist mikið hafa verið fjallað um Danska orðabók með íslenzkum þýðingum á íslandi þegar hún kom út. Við allnokkra leit í íslenskum samtíma ritum og blöðum hef ég ekki getað fundið eiginlegan ritdóm. Árið 1855 var dreift boðsbréfi sem eignað er Jóni Ingjaldssyni presti á Húsavík þar sem hann gagnrýnir bókina og boðar viðauka með nánari skýringum. Þeir komu þó aldrei út. Eins og fram hefur komið ritaði Björn M. Ólsen eftirmæli eftir Konráð látinn og kom þar m.a. að dönsku orðabókinni (1891: 65-66). Þar segir hann að það hafi einkum verið áhugi Konráðs að hreinsa dönskuslettur úr málinu sem hvatt hafi hann til þess að vinna orða- bókina. Honum hafi gramist að lærðir menn hugsuðu á dönsku „og klæddu því hugsanir sínar í danskan búning, jafnvel þegar þeir töl- uðu eða skrifuðu á íslensku" (66). Ekkert kemur fram í formála Kon- ráðs né í öðrum skrifum, sem varðveitt eru og ég hef farið yfir, hvers vegna þeir Jón Halldórsson ákváðu að fara af stað með verk af þessu tagi. Björn M. Ólsen var góður vinur Konráðs, samtíma honum í Kaupmannahöfn um skeið á þeim tíma sem hann vann að dönsku orðabókinni og íslensk-ensku orðabókinni (sbr. 2. kafla), og er ekki ólíklegt að hana hafi borið á góma í samtölum þeirra. Ekkert er þó til skjalfest um það svo vitað sé. Á sömu síðu hélt Björn M. Ólsen áfram: Engin bók, sem út hefur komið á þessari öld, hefur átt jafnmikinn þátt í að útríma dönskublendingnum úr tungu vorri eins og þessi. Áhrif hennar á ritmál vort hafa verið fjarska mikil og væri hægt að sanna það með mörgum dæmum, ef tími og rúm leifði. Hún hefur nú í 40 ár kent ungum og gömlum eigi að eins að skilja dönsku held- ur og að þíða hana á hreina íslensku. Þíðingar orðanna eru vanalega smellnar og rammíslenskar, og þó að það komi stundum firir, að það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.