Orð og tunga - 01.06.2013, Side 120
110
Orð og tunga
Vel má hugsa sér Konráð hafi orðið annaðhvort frá honum eða öðrum
Islendingum samtímis í Kaupmannahöfn.
Eins og sjá má notaði Konráð fimm af nýyrðum Jónasar, sporbaugur,
eldgler, Ijósfræði, Ijósvaki og sjónarhorn, en getur hans aðeins við orðið
Ijósvaki þar sem hann er einnig með tillögur Björns Halldórssonar og
Gunnlaugs Oddssonar. Frá Gunnlaugi hefur hann orðið vindblá en
jafnheitið 'stækkunargler' sem Gunnlaugur gefur einnig á Mikroscop
er ekki frá honum komið því að það þekkist að minnsta kosti frá
síðasta þriðjungi 18. aldar (sbr. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans).
3.4 Viðtökur og ummæli
Ekki virðist mikið hafa verið fjallað um Danska orðabók með íslenzkum
þýðingum á íslandi þegar hún kom út. Við allnokkra leit í íslenskum
samtíma ritum og blöðum hef ég ekki getað fundið eiginlegan ritdóm.
Árið 1855 var dreift boðsbréfi sem eignað er Jóni Ingjaldssyni presti
á Húsavík þar sem hann gagnrýnir bókina og boðar viðauka með
nánari skýringum. Þeir komu þó aldrei út.
Eins og fram hefur komið ritaði Björn M. Ólsen eftirmæli eftir
Konráð látinn og kom þar m.a. að dönsku orðabókinni (1891: 65-66).
Þar segir hann að það hafi einkum verið áhugi Konráðs að hreinsa
dönskuslettur úr málinu sem hvatt hafi hann til þess að vinna orða-
bókina. Honum hafi gramist að lærðir menn hugsuðu á dönsku „og
klæddu því hugsanir sínar í danskan búning, jafnvel þegar þeir töl-
uðu eða skrifuðu á íslensku" (66). Ekkert kemur fram í formála Kon-
ráðs né í öðrum skrifum, sem varðveitt eru og ég hef farið yfir, hvers
vegna þeir Jón Halldórsson ákváðu að fara af stað með verk af þessu
tagi. Björn M. Ólsen var góður vinur Konráðs, samtíma honum í
Kaupmannahöfn um skeið á þeim tíma sem hann vann að dönsku
orðabókinni og íslensk-ensku orðabókinni (sbr. 2. kafla), og er ekki
ólíklegt að hana hafi borið á góma í samtölum þeirra. Ekkert er þó til
skjalfest um það svo vitað sé.
Á sömu síðu hélt Björn M. Ólsen áfram:
Engin bók, sem út hefur komið á þessari öld, hefur átt jafnmikinn
þátt í að útríma dönskublendingnum úr tungu vorri eins og þessi.
Áhrif hennar á ritmál vort hafa verið fjarska mikil og væri hægt að
sanna það með mörgum dæmum, ef tími og rúm leifði. Hún hefur
nú í 40 ár kent ungum og gömlum eigi að eins að skilja dönsku held-
ur og að þíða hana á hreina íslensku. Þíðingar orðanna eru vanalega
smellnar og rammíslenskar, og þó að það komi stundum firir, að það