Orð og tunga - 01.06.2013, Page 124
114
Orð og timga
vinnunnar. Næsta bréf er skrifað 1. apríl 1862. Kaflinn um orðabókina
er stuttur, tíu handskrifaðar línur sem enda þannig:
troer jeg nu at kunne indskrænke mig til at udtale Haabet om i det
tilstundende Finantsaar at faae dette Værk - enten ganske, eller saa
godt som - færdigt i Manuscript.
11. mars 1863 skrifar Konráð enn bréf um stöðu verksins og sækir
um áframhaldandi styrk á fjárlagaárinu 1863-1864. Þar bendir hann
á að 18 arkir af orðabók Johans Fritzners séu þegar komnar út með
greinum frá a-hrímdrifog væntanleg sé á næstu vikum orðabók Eiríks
Jónssonar. Þessi tvö verk ásamt orðabók Sveinbjarnar Egilssonar muni
án efa bæta tímabundið þann skort sem sé á fornnorrænum orða-
bókum. Sjálfur hafi hann því ákveðið að auka sitt verk með því að
bæta við mikilvægum flokki orða sem í séu öll norræn viðurnefni og
eiginnöfn og val af landræðilegum nöfnum. I bréfi frá 16. mars 1864
nefnir hann aftur að hann hafi ákveðið að stækka sína væntanlegu
orðabók og telur sig þurfa tvö ár til viðbótar til þess. Prentun ætti að
geta hafist 1. apríl 1865. Óskar hann eftir 1000 ríkisdala styrk á næsta
fjárlagaári.
Síðasta bréfið til ráðuneytisins í þessari lotu er frá 6. febrúar 1865.
Þar gerir Konráð rækilega grein fyrir því hvernig hann hyggist stækka
verk sitt með áður nefndum viðbótum og sækir aftur um 1000 ríkis-
dala styrk til að búa það endanlega til prentunar.
Nú virðist hafa orðið hlé í vinnu við forníslensk-danska orðabók
en í bréfi dagsettu 27. september 1872 til kirkju- og menntamálaráðu-
neytisins gerir Konráð grein fyrir þessari töf:
Det vil være i det höje Ministeriums Erindring, at Regeringen i sin
Tid i en Række Aar (1856 fgg.) ydede mig Understottelse til Udar-
bejdelsen af en oldnordisk-dansk Ordbog. At jeg ikke kom til Ende
hermed, laa til Dels i de litterære Forhold paa den oldnordiske Lexi-
kografis Omraade.
Síðan getur hann þess að frá 1860 hefðu komið út fimm orðabækur
yfir íslenskt mál sem hann nefnir allar og fer um gagnrýnisorðum.
Þetta voru Lexicon poeticum Sveinbjarnar Egilssonar frá 1860 („et sær-
deles fortjenstligt Arbejde, der bragte Indsigten i oldnordisk Poesi
et stort Skridt fremad, er nu efter min Anskuelse for en stor Del
foræjdet."), Oldnordisk ordbog Eiríks Jónssonar frá 1863 („er udarbejdet
efter en meget utilfrædsstillende Plan, som blev forfatteren ligesom
'paaoktrojeret'"), Altnordisches Glossar eftir Möbius frá 1866 („Men det
ville dog være urimeligt her at forlange en fuldkommen Nöjagtighed