Orð og tunga - 01.06.2013, Page 171
Kirsten Wolf: Basic Color Terms in Old Norse-Icelandic
161
Lykilorð
grunnlitir, litaorð, litaflokkar, málvísindi, megindleg rannsókn
Útdráttur
í ritinu Basic Color Tenns (1969) halda Brent Berlin and Paul Kay því fram að orð um
grunnliti komi inn í tungumál í tiltekinni röð: 1: svart, hvítt; 2: svart, hvítt, rautt; 3a:
svart, hvítt, rautt, grænt; 3b: svart, hvítt, rautt, gult; 4: svart, hvítt, rautt, gult, grænt;
5: svart, hvítt, rautt, gult, grænt, blátt; 6: svart, hvítt, rautt, gult, grænt, blátt, brúnt; 7:
svart, hvítt, rautt, gult, grænt, blátt, brúnt, fjólublátt, bleikt, appelsínugult, grátt. Síðar
hafa hugmyndir þeirra verið þróaðar áfram og gagnrýndar nokkuð og til að bregðast
við því hafa þessir tveir málvísindamenn og mannfræðingar breytt þeim.
Forníslenska hafði orð um átta grunnliti. Nýlegar rannsóknir á þeim styðja í aðal-
atriðum þróunarröð Berlin and Kay þótt því hafi verið haldið fram að gera þyrfti ráð
fyrir því að grár komi snemma fram, að blár komi seint fram, að grœnn tilheyri fyrra
stigi en gulr og að brúnn komi tiltölulega seint fram.
í þessari grein er kynnt megindleg rannsókn á grunnlitaorðum í Islendingssögum
og Islendingaþáttum. Markmið hennar var að kanna hvort vensl væru á milli tíðni
hugtakanna og þeirrar þróunarraðar sem haldið hefur verið fram, þótt viðurkennt
sé að ekki þurfi endilega að vera bein tengsl milli samtímalegrar notkunartíðni og
sögulegrar stigskiptingar í tilkomu þeirra. Áberandi munur milli notkunartíðni og
þeirrar þróunarraðar sem Berlin og Kay halda fram birtist í því hvað rauðr er algeng-
ur. Ástæða þess að svartr og hvítr eru tiltölulega fátíðir í samanburði við rauðr kynni
að vera sú að þeir fyrrnefndu eiga sér ýmis nálæg samheiti en aftur á móti er rjóðr
eina nálæga samheitið við rauðr. Blár er líka algengur en þar sem það orð vísaði upp-
runalega til dökks litar en tengdist ekki bláa litrófinu beint fyrr en seint á 14. öld er
væntanlega rétt að flokka stærstan hluta dæmanna um blár með svartr. Könnun á
tíðni brúnn, grœnn og gulr styður þá röð sem stungið hefur verið upp á að því leyti
að gulr tengist síðbúnu stigi og kemur á eftir grœnn og brúnn. Niðurstaðan er sú að
jafnvel þótt ekki virðist vera nein vensl á milli (áætlaðs) ritunartíma einstakra sagna
og tíðni og fjölbreytileika grunnlitarorða í þeim, virðast vera vensl milli tíðni grunn-
litarorða í forníslensku og þróunar þeirra samkvæmt þróunarstigveldi Berlin and
Kay í þeirri útgáfu sem löguð hefur verið að forníslensku.
Kirsten Wolf
Department of Scandinavian Studies
University of Wisconsin-Madison
1370 Van Hise Hall
1220 Linden Drive
Madison, Wisconsin 53706
USA
kirstemoolf@wisc.edu