Orð og tunga - 01.06.2013, Page 184

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 184
174 Orð og tunga Meðferð íslensku fyrr og síðar Stefán Pálsson, Anton Kaldal Agústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit. ð ævisaga. Reykjavík: Crymogea. 2012. (199 bls.) ISBN 978-9935-420-26-8. í bókinni er rakinn uppruni og saga bókstafsins ð sem er einn af hinum sér- íslensku stöfum í stafrófinu þótt ekki sé hann heimafenginn í upphafi heldur kominn úr engilsaxneskri rithefð á árdögum ritaldar á Islandi. Sjónarhomið er einkum á notkun hans í íslensku ritmáli fyrr og síðar, hvarfi hans í upphafi prentaldar og endurupptöku á 19. öld. Það var ekki síst Rasmus Kristian Rask sem stuðlaði að endurvakningu ð-sins á þeim tíma og ekki voru allir samtímamenn hans jafnsannfærðir um nauðsyn bókstafsins og ágæti. En ekki er einungis staldrað við sögu og málsögu heldur er einnig fjallað um bókstafinn ð frá leturfræðilegu sjónarmiði, gerð grein fyrir grafískum ein- kennum hans og glímunni við að fella hann að latneskum leturgerðum fyrr og síðar og loks baráttunni um að fá hann tekinn upp í alþjóðlega leturstaðla. Höfundar bókarinnar koma úr ólíkum áttum, einn þeirra er sagnfræðingur og hinir þrír grafískir hönnuðir, og stuðlar það eflaust að því hvað farið er víða í umfjölluninni. Bókin er ríkulega myndskreytt og allur ytri umbúnaður hennar ber þess merki að þar áttu hönnuðir hlut að máli. Það vekur líka athygli að hún er gefin út af forlagi sem er ekki síst þekkt fyrir útgáfu myndlistar- og Ijósmyndabóka enda er hinn sjónræni þáttur ekki síður mikilvægur þáttur í ritinu en textinn. Eiríkur Rögnvaldsson, Kristín M. Jóhannsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Steinþór Steingrímsson. Islensk tunga á stafrænni öld / The Icelandic Language in the Digital Age. (Hvítbókaröð MetaNet.) Berlin/Heidel- berg: Springer Verlag. 2012. (73 bls.) ISBN 978-36-42301-73-5. ISSN 2194-1416. Rit þetta er svonefnd hvítbók sem gefin er út í tengslum við verkefnið MetaNet, sem Islendingar og aðrir Norður-Evrópubúar eiga aðild að undir merkjum MetaNord, og útgáfa hennar er kostuð af áætlunum Evrópusambandsins í upplýsinga- og samskiptatækni. Hafa sambærileg rit verið gefin út fyrir önnur tungumál í álfunni. Tilgangurinn með þessum ritum er að lýsa stöðu málanna og möguleikum gagnvart nýjungum í upplýsingatækni og gera grein fyrir því sem unnið hefur verið í máltækni fyrir viðkomandi tungumál. Þar er stuðst við samræmd viðmið til þess að meta ýmsa þætti í stöðu mála á því sviði. Ritið skiptist í fimm meginkafla. Að loknum yfirlitskafla er fyrst fjallað um hættur sem steðja að tungumálinu í stafrænum heimi, í næsta kafla er stutt lýsing á helstu einkennum íslensks rnáls og málsamfélags, þar á eftir er kafli sem fjallar um máltækni fyrir íslensku þar sem gerð er grein fyrir því sem þegar hefur verið unnið á því sviði og loks er kafli sem segir frá MetaNet. Til þess að kanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.