Orð og tunga - 01.06.2015, Side 41
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti...
29
kæmi spilamönnunum að óvörum við iðju sína. f dag situr fjórði
maðurinn gegnt þeim sem gefur og bíður eftir að röðin komi að sér,
það er, situr yfir.
Elsta ritdæmi um orðið hombre 'lomber' í spænsku er frá lokum 16.
aldar (CORDE). Orðið kemur fyrir í vísum og kvæðum frá þessum
tíma sem og í bókmenntatextum af ýmsu tagi. Og víða rekumst við
á spilaorð, sem tengjast lomberspilinu, í verkum frá gullaldartíma
spænskra bókmennta (16. og 17. öld); má þar nefna verk eftir Lope
de Vega, einn þekktasta leikritahöfund í þá tíð, og Tirso de Molina,
skáldin Calderón de la Barca og Luis de Góngora og skáldsögur og
smásögur eftir Miguel de Cervantes, Francisco de Quevedo, Mateo
Alemán, Rojas Zorrilla og fleiri. Spilaorðin eru einnig víða notuð í
yfirfærðri merkingu eins og fræðimaðurinn Étienvre (1987, 1990)
bendir á í fróðlegri umfjöllun sinni um notkun spilaorða í gullaldar-
bókmenntum Spánverja.
Undir miðja 17. öld barst lomberspilið til Frakklands og var ákaft
spilað við frönsku hirðina; það voru einkum hefðarkonur sem spil-
uðu lomber en upp á frönsku kallast það „jouer á l'hombre" (Cio-
ranescu 1987:165; Étienvre 1987, 1990; TLF; Depaulis 1987/1988a).
Frá Frakklandi hefur spilið líklega borist yfir til Þýskalands (Kluge
1999:525; Húbner (útg.) 1695; Depaulis 1987/1988a), Norðurlandanna
og annarra landa álfunnar (Depaulis 1978/1988a, b og c). Spilsins er
getið í dönskum spilabókum og heimildum undir lok 17. aldar og frá
18. öld (ODS) og um svipað leyti skýtur það upp kollinum í Svíþjóð
(SAOB).
Nú má gera ráð fyrir að flestir spilaleikir hafi borist til Islands í gegn-
um Kaupmannahöfn og að lomberspil sé þar engin undantekning.
Lombers er fyrst getið í íslenskum textum frá miðri 19. öld (ROH);
um aldamótin 1900 og í byrjun 20. aldar mun hafa verið afar vinsælt
meðal alþýðu landsins að spila lomber sem einnig gekk undir heitinu
heldrimannaspil vegna þess að „það spiluðu upphaflega einungis
embættis- og verzlunarmenn" (Lúðvík Kristjánsson 1985:204).
Lomber hefur nú víðast hvar vikið fyrir ýmsum afbrigðum spilsins
eða hreinlega horfið úr spilamenningu Evrópuþjóða. Það hefur þó
varðveist á Spáni sem afbrigðið tresillo 'þriggja manna spil'.1 I Dan-
mörku er l'hombre enn spilaður sem og í Færeyjum þar sem spilið
heitir lumbnr (í Skála og Mikkelsen 2007) og á Islandi er lomber víða
spilaður eins og áður sagði. Einnig mun afbrigði lombersins spilað
Reyndar eru afkomendur lomberspilsins fleiri í hinum spænskumælandi heimi.