Orð og tunga - 01.06.2015, Side 47
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti...
35
maitresses de l'hombre' eða 'háspil í lomber', er spænskt tökuorð í
frönsku og er elsta dæmi þess að finna í spænsk-franskri orðabók
Oudins frá árinu 1660 (TLF; Cioranescu 1987:193).
Matador í spænsku í merkingunni 'spil' er sennilega frá 16. öld
en orðið hefur einnig merkinguna 'slátrari' og 'nautabani'. Matar er
sögn og þýðir 'drepa'; -dor er viðskeyti og vísar til gerandans. Elsta
ritdæmi orðsins samkvæmt ritmálsskrá spænsku akademíunnar, og í
þeirri merkingu sem hér er til umfjöllunar, er í Ijóði sem skáldið Luis
de Góngora orti í upphafi 17. aldar (CORDE).
3.7 Mort
Mort kallast það þegar fjórði spilamaðurinn, sá sem situr yfir, tekur
allan stokkinn, þrettán spil, og spilar gegn hinum spilamönnunum. I
ritinu Múlaþing er mort útskýrt á eftirfarandi hátt:
Mort er aðeins spilað þegar fjórir spila. Þegar allir segja pass,
eða sá, sem tekið hefur kaska, hefur gefist upp og vill ekki spila
hann, getur fjórði spilamaðurinn, [...] tekið allan stokkinn,
þrettán spil, og með þeirri tilraun reynt að fá það góð spil,
að hann geti spilað gegn hinum þremur spilamönnunum.
(Sigurður Magnússon (þýð.) 1985:195)
í dönsku er nú til dags alla jafna skrifað mar eða maar, í samræmi við
franskan framburð orðsins mort, þótt rithátturinn mort finnist í eldri
heimildum, til dæmis í spilabók frá 1847 (ODS). Ekki hefur reynst
unnt að finna orðið mort í þeirri merkingu, sem hér er til umfjöllunar,
í frönsku máli en í spænsku er það muerto og notað í þeirri merkingu
sem hér hefur verið rædd (DRAE).
3.8 Pass
Pass merkir 'lægsta sögn í spilum'; með því að segja pass 'lætur spila-
maður í ljós að hann óskar ekki eftir að ráða spilinu' eða 'segir lægstu
sögn' (ÍO:1122). Önnur merking orðarununnar er sú að 'vilja ekki
taka þátt í e-u, hætta við e-ð' (sama heimild). Sögnin passa merkir það
sama og 'segja pass' og passi er 'neðsta spil á stokki'. Asgeir Blöndal
Magnússon segir að ekki sé vitað með vissu hvaðan síðasta orðið er
upprunnið en að vísast sé um tökuorð að ræða. Hann telur aftur á
móti að pass sé tekið úr dönsku, pas, passe, orð sem á hinn bóginn er