Orð og tunga - 01.06.2015, Page 47

Orð og tunga - 01.06.2015, Page 47
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti... 35 maitresses de l'hombre' eða 'háspil í lomber', er spænskt tökuorð í frönsku og er elsta dæmi þess að finna í spænsk-franskri orðabók Oudins frá árinu 1660 (TLF; Cioranescu 1987:193). Matador í spænsku í merkingunni 'spil' er sennilega frá 16. öld en orðið hefur einnig merkinguna 'slátrari' og 'nautabani'. Matar er sögn og þýðir 'drepa'; -dor er viðskeyti og vísar til gerandans. Elsta ritdæmi orðsins samkvæmt ritmálsskrá spænsku akademíunnar, og í þeirri merkingu sem hér er til umfjöllunar, er í Ijóði sem skáldið Luis de Góngora orti í upphafi 17. aldar (CORDE). 3.7 Mort Mort kallast það þegar fjórði spilamaðurinn, sá sem situr yfir, tekur allan stokkinn, þrettán spil, og spilar gegn hinum spilamönnunum. I ritinu Múlaþing er mort útskýrt á eftirfarandi hátt: Mort er aðeins spilað þegar fjórir spila. Þegar allir segja pass, eða sá, sem tekið hefur kaska, hefur gefist upp og vill ekki spila hann, getur fjórði spilamaðurinn, [...] tekið allan stokkinn, þrettán spil, og með þeirri tilraun reynt að fá það góð spil, að hann geti spilað gegn hinum þremur spilamönnunum. (Sigurður Magnússon (þýð.) 1985:195) í dönsku er nú til dags alla jafna skrifað mar eða maar, í samræmi við franskan framburð orðsins mort, þótt rithátturinn mort finnist í eldri heimildum, til dæmis í spilabók frá 1847 (ODS). Ekki hefur reynst unnt að finna orðið mort í þeirri merkingu, sem hér er til umfjöllunar, í frönsku máli en í spænsku er það muerto og notað í þeirri merkingu sem hér hefur verið rædd (DRAE). 3.8 Pass Pass merkir 'lægsta sögn í spilum'; með því að segja pass 'lætur spila- maður í ljós að hann óskar ekki eftir að ráða spilinu' eða 'segir lægstu sögn' (ÍO:1122). Önnur merking orðarununnar er sú að 'vilja ekki taka þátt í e-u, hætta við e-ð' (sama heimild). Sögnin passa merkir það sama og 'segja pass' og passi er 'neðsta spil á stokki'. Asgeir Blöndal Magnússon segir að ekki sé vitað með vissu hvaðan síðasta orðið er upprunnið en að vísast sé um tökuorð að ræða. Hann telur aftur á móti að pass sé tekið úr dönsku, pas, passe, orð sem á hinn bóginn er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.