Orð og tunga - 01.06.2015, Page 116
104
Orð og tnnga
Nú má spyrja hver geti verið ástæða þeirrar merkingarþrengingar
sem hér hefur verið lýst. Þegar rætt er um handhlífar sverða er orðið
hjalt gjarna í fleirtölu, það er væntanlega sú mynd sem oftast heyrist.
Aður fyrr hefur orðmyndin átt við efra og fremra hjalt saman (og jafn-
vel meðalkaflann líka). En ekki er efra hjalt á öllum sverðum, aðeins
hið fremra. Og á sumum sverðum telst efra hjalt varla vera þverstykki
heldur nokkurs konar hnúður. Þetta kann að hafa valdið því að menn
fóru að túlka fleirtölu orðsins hjalt sem fremra hjaltið eingöngu. Auk
þess má nefna að fremra hjaltið er væntanlega „mikilvægari" hluti
í lýsingum á vopnaburði, þ.e. það er oftar aðalatriði ef svo má segja
(sem endurspeglar auðvitað að á sverðum er jafnan fremra hjalt).
Þegar sverð er rekið á kaf er það upp að fremra hjalti, efra hjaltið
skiptir litlu í lýsingunni. Samhengi þar sem orðið hjalt kemur fyrir
er stundum nokkuð órætt (sjá nánar í 5.2); átt er við sverðshluta ofan
brandsins en stundum skiptir litlu hvað átt er við nákvæmlega. Slíkt
samhengi býður upp á nýja túlkun.
Því má velta fyrir sér hvort eitthvað hafi auðveldað þá merkingar-
þrengingu sem hér hefur verið lýst. Lögun fremra hjaltsins kann að
hafa skipt hér máli. Það er, eins og áður segir, þverstykki og liggur
hornrétt á brand og meðalkafla. Þótt þetta sé eitt stykki má segja að það
vísi í tvær áttir. Kannski hefur mönnum af þeim sökum þótt eðlilegt
að nota um þetta orðmynd í fleirtölu. Nefna má að fremra hjalt kallast
á ensku (cross-)guard en einnig quillons. Síðara orðið er fleirtölumynd.
Eintalan quillon merkir '[ejither of the two arms forming the cross-
guard of a sword or dagger' (OED). Hér er því dæmi um að fremra
hjalt sé hugsað sem stykki samsett úr tveimur örmum.
5.2 Samanburður við merkingu enska orðsins hilt
Forvitnilegt er að bera saman merkingu íslenska orðsins hjalt og
áþekks orðs í ensku, hilt. í Ensk-íslenskri orðabók (1984:471) er hilt sagt
merkja 'meðalkafli á sverði; handfang á rýtingi o.þ.u.l.'. I orðabók
Cleasbys (1874:265) kemur fram að hilt sé það sem heiti á íslensku
meðalkafli; enska orðið sé úr norrænu en hafi aðra merkingu („the
Engl. word is derived from the Scandin., but in a different sense."). í
helstu orðabókum um ensku, t.d. Oxford English Dictionary (OED) og
Webster's (1994), virðist koma fram áþekk merking. í þeirri síðarnefndu
segir: 'the handle of a sword or dagger', 'the handle of any weapon or
tool' (Webster's 1994:671) og orðalagið í OED um nútímamerkingu eða
-merkingar er nær samhljóða.