Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 116

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 116
104 Orð og tnnga Nú má spyrja hver geti verið ástæða þeirrar merkingarþrengingar sem hér hefur verið lýst. Þegar rætt er um handhlífar sverða er orðið hjalt gjarna í fleirtölu, það er væntanlega sú mynd sem oftast heyrist. Aður fyrr hefur orðmyndin átt við efra og fremra hjalt saman (og jafn- vel meðalkaflann líka). En ekki er efra hjalt á öllum sverðum, aðeins hið fremra. Og á sumum sverðum telst efra hjalt varla vera þverstykki heldur nokkurs konar hnúður. Þetta kann að hafa valdið því að menn fóru að túlka fleirtölu orðsins hjalt sem fremra hjaltið eingöngu. Auk þess má nefna að fremra hjaltið er væntanlega „mikilvægari" hluti í lýsingum á vopnaburði, þ.e. það er oftar aðalatriði ef svo má segja (sem endurspeglar auðvitað að á sverðum er jafnan fremra hjalt). Þegar sverð er rekið á kaf er það upp að fremra hjalti, efra hjaltið skiptir litlu í lýsingunni. Samhengi þar sem orðið hjalt kemur fyrir er stundum nokkuð órætt (sjá nánar í 5.2); átt er við sverðshluta ofan brandsins en stundum skiptir litlu hvað átt er við nákvæmlega. Slíkt samhengi býður upp á nýja túlkun. Því má velta fyrir sér hvort eitthvað hafi auðveldað þá merkingar- þrengingu sem hér hefur verið lýst. Lögun fremra hjaltsins kann að hafa skipt hér máli. Það er, eins og áður segir, þverstykki og liggur hornrétt á brand og meðalkafla. Þótt þetta sé eitt stykki má segja að það vísi í tvær áttir. Kannski hefur mönnum af þeim sökum þótt eðlilegt að nota um þetta orðmynd í fleirtölu. Nefna má að fremra hjalt kallast á ensku (cross-)guard en einnig quillons. Síðara orðið er fleirtölumynd. Eintalan quillon merkir '[ejither of the two arms forming the cross- guard of a sword or dagger' (OED). Hér er því dæmi um að fremra hjalt sé hugsað sem stykki samsett úr tveimur örmum. 5.2 Samanburður við merkingu enska orðsins hilt Forvitnilegt er að bera saman merkingu íslenska orðsins hjalt og áþekks orðs í ensku, hilt. í Ensk-íslenskri orðabók (1984:471) er hilt sagt merkja 'meðalkafli á sverði; handfang á rýtingi o.þ.u.l.'. I orðabók Cleasbys (1874:265) kemur fram að hilt sé það sem heiti á íslensku meðalkafli; enska orðið sé úr norrænu en hafi aðra merkingu („the Engl. word is derived from the Scandin., but in a different sense."). í helstu orðabókum um ensku, t.d. Oxford English Dictionary (OED) og Webster's (1994), virðist koma fram áþekk merking. í þeirri síðarnefndu segir: 'the handle of a sword or dagger', 'the handle of any weapon or tool' (Webster's 1994:671) og orðalagið í OED um nútímamerkingu eða -merkingar er nær samhljóða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.