Orð og tunga - 01.06.2015, Side 172

Orð og tunga - 01.06.2015, Side 172
160 Orð og tunga því samtals yfir 100 orð og orðasambönd um sama fyrirbæri og þar af þrjú skáletruð sem tengja orðaforðann saman. Samheitum hefur fjölgað um næstum 20% frá fyrstu útgáfu, sem er góð vísbending um hvernig umfang bókarinnar hefur aukist; breytt röðun og frjálslyndi í stafsetningu er tvímælalaust til bóta. I dæminu hér að ofan eru þrjú skáletruð orð notuð til að flokka yfir hundrað orð sem hafa misalmenna eða misvíða merkingu. Vísað er frá hinu almenna orði, drukkinn, í augafullur og góðglaður og frá þeim aftur í almenna orðið eða yfirheitið. Þótt drukkinn eigi sér þessi tvö samheiti eru orðin augafullur og góðglaður ekki samheiti innbyrðis. Slík flokkun og tenging orðaforða á ákveðnu sviði er eitt mikilvægasta hlutverk og gagnsemi samheitaorðabókar. En tengsl orða eru ekki alltaf svona einföld. Stafrófsröðin leggur öll samheiti á sama sviði að jöfnu og hún er ekkert sérstaklega heppileg til að sýna að sum orð eiga meira sameiginlegt en önnur. Sígildur fróðleiksmoli í kennslubókum um tungumál er að hvert mál lagi sig að þörfum málsamfélagsins og því til staðfestingar er oft tekið það dæmi að mál inúíta hafi mun fleiri orð um snjó en enska (sjá til dæmis Fromkin, Rodman og Hyams 2011:312). Ætla má að íslenska sé í sama flokki og mál inúíta að þessu leyti. Fletti maður upp orðinu snjór verða ekki fyrir nema fjögur orð: fónn, hjarn, mjöll, snær, og við bætist nýfallinn s. lausamjöll, nýsnævi; ft. snjóar, snjóa leysir verð- ur autt. Sem sagt, niðurstaðan er heldur fátækleg við fyrstu sýn. Til þess að komast að auðlegð íslenskrar tungu á þessu sviði þarf að fara í töluverðan leiðangur um bókina. Flest samheiti má finna undir flettunni snjókoma, eða 45 talsins, og þar af eru átta orð skáletruð: bylur, drífa, él,fjúk, kafald, logndrífa, ofanmjöll og skafrenningur. í bókinni eru samtals 60 önnur orð sem byrja á snjó- og undir sumum þeirra má finna fleiri samheiti, en heildarsýn á orðaforða á þessu sviði er alls ekki auðfundin í bókinni. Þarna hefði verið gott að taka mið af áðurnefndu brautryðjendaverki Jóns Hilmars og reyna að flokka orðaforðann betur eftir skyldleika í merkingu, sem smám saman verður til í kolli lesanda sem leggur í að elta skáletraðar tilvísanir. Hér má greina orð um snjó á jörðu og snjókomu, fallinn snjó og fallandi eða fjúkandi, blautan og þurran, snjókorn og snjóalög. Hér eru merkingartengslin miklu flóknari en við orðið drukkinn og sömu samheitin skjóta upp kolli hér og þar, að því er virðist án þess að orðaforðinn hafi verið skipulega greindur og flokkaður eftir merk- ingu. A þessu merkingarsviði er töluvert um að sama orðið komi fyrir í mörgum samsetningum sem fyrri eða síðari liður, til dæmis snjór/
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.