Orð og tunga - 01.06.2015, Page 172
160
Orð og tunga
því samtals yfir 100 orð og orðasambönd um sama fyrirbæri og þar
af þrjú skáletruð sem tengja orðaforðann saman. Samheitum hefur
fjölgað um næstum 20% frá fyrstu útgáfu, sem er góð vísbending um
hvernig umfang bókarinnar hefur aukist; breytt röðun og frjálslyndi í
stafsetningu er tvímælalaust til bóta.
I dæminu hér að ofan eru þrjú skáletruð orð notuð til að flokka yfir
hundrað orð sem hafa misalmenna eða misvíða merkingu. Vísað er
frá hinu almenna orði, drukkinn, í augafullur og góðglaður og frá þeim
aftur í almenna orðið eða yfirheitið. Þótt drukkinn eigi sér þessi tvö
samheiti eru orðin augafullur og góðglaður ekki samheiti innbyrðis.
Slík flokkun og tenging orðaforða á ákveðnu sviði er eitt mikilvægasta
hlutverk og gagnsemi samheitaorðabókar.
En tengsl orða eru ekki alltaf svona einföld. Stafrófsröðin leggur öll
samheiti á sama sviði að jöfnu og hún er ekkert sérstaklega heppileg
til að sýna að sum orð eiga meira sameiginlegt en önnur. Sígildur
fróðleiksmoli í kennslubókum um tungumál er að hvert mál lagi
sig að þörfum málsamfélagsins og því til staðfestingar er oft tekið
það dæmi að mál inúíta hafi mun fleiri orð um snjó en enska (sjá til
dæmis Fromkin, Rodman og Hyams 2011:312). Ætla má að íslenska
sé í sama flokki og mál inúíta að þessu leyti. Fletti maður upp orðinu
snjór verða ekki fyrir nema fjögur orð: fónn, hjarn, mjöll, snær, og við
bætist nýfallinn s. lausamjöll, nýsnævi; ft. snjóar, snjóa leysir verð-
ur autt. Sem sagt, niðurstaðan er heldur fátækleg við fyrstu sýn. Til
þess að komast að auðlegð íslenskrar tungu á þessu sviði þarf að
fara í töluverðan leiðangur um bókina. Flest samheiti má finna undir
flettunni snjókoma, eða 45 talsins, og þar af eru átta orð skáletruð:
bylur, drífa, él,fjúk, kafald, logndrífa, ofanmjöll og skafrenningur. í bókinni
eru samtals 60 önnur orð sem byrja á snjó- og undir sumum þeirra
má finna fleiri samheiti, en heildarsýn á orðaforða á þessu sviði er
alls ekki auðfundin í bókinni. Þarna hefði verið gott að taka mið af
áðurnefndu brautryðjendaverki Jóns Hilmars og reyna að flokka
orðaforðann betur eftir skyldleika í merkingu, sem smám saman
verður til í kolli lesanda sem leggur í að elta skáletraðar tilvísanir.
Hér má greina orð um snjó á jörðu og snjókomu, fallinn snjó og
fallandi eða fjúkandi, blautan og þurran, snjókorn og snjóalög. Hér
eru merkingartengslin miklu flóknari en við orðið drukkinn og sömu
samheitin skjóta upp kolli hér og þar, að því er virðist án þess að
orðaforðinn hafi verið skipulega greindur og flokkaður eftir merk-
ingu. A þessu merkingarsviði er töluvert um að sama orðið komi fyrir
í mörgum samsetningum sem fyrri eða síðari liður, til dæmis snjór/