Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fjölgun bandarískra ferðamanna til
Íslands hefur nokkuð að segja um
aukna kortaveltu ferðamanna hér á
landi, en hún hefur aukist mjög frá
fyrra ári. Korta-
velta ferðamanna
nam um 14,6
milljörðum í apríl
sl. en 9,3 milljörð-
um í sama mánuði
árið 2015 og jókst
því um 57%. Í jan-
úar nam hún 60%,
65% í febrúar og
53% í mars.
Fjölgun er-
lendra ferðamanna nam aftur á móti
34,7% í janúar til apríl, samanborið
við árið 2015. Haft skal í huga að
hluti veltunnar endurspeglar þó ekki
veru ferðamanna hér á landi og er
tilkominn vegna flugferða íslenskra
flugfélaga milli flughafna erlendis,
en þeim fjölgaði mjög í byrjun árs.
Taka styttri og dýrari frí
Ásgeir Jónsson, deildarforseti
hagfræðideildar HÍ, segir margar
ástæður liggja að baki. Aukinn fjöldi
bandarískra ferðamanna sé einn
þeirra þátta sem hafi haft áhrif, en
þeim fjölgaði um 67,5% milli áranna
2015 og 2016.
„Það hefur verið mikil aukning í
komu Bandaríkjamanna og þeir eru
þekktir fyrir að eyða miklu. Aukn-
ingin er líklega vegna þess að doll-
arinn er tiltölulega hár og af því að
þetta er markaður sem Bandaríkja-
menn virðast fyrst nú hafa verið að
uppgötva,“ segir hann og bætir við
að Bandaríkjamenn taki sér oft stutt
frí þar sem þeir vilji upplifa sem
mest og eyði þar af leiðandi meiru.
Áfram mikil velta
Ásgeir segir að að því gefnu að
sama mynstur haldist milli háanna
og láganna í ferðaþjónustu megi bú-
ast við meiri greiðslukortaveltu nú í
sumar en á síðasta ári.
„Eins og fyrstu mánuðirnir á
þessu ári hafa verið, þá er þetta gríð-
arleg aukning. Ef við sjáum sama
mynstur milli háanna og láganna í
ferðaþjónustunni, þá erum við að sjá
mikla aukningu núna yfir sumarið,“
segir hann, en bætir þó við að lítið
framboð af gistiplássi hamli frekari
vexti ferðaþjónustunnar almennt.
„Það er orðið ódýrara að koma til
Íslands en áður þar sem áfangastöð-
um frá Íslandi hefur verið að fjölga
verulega. Til dæmis eru Bandaríkin
á við heila heimsálfu og um leið og ný
borg tengist Íslandi með flugi eru
þar milljónir manna sem verða
mögulegir viðskiptavinir,“ segir Ás-
geir.
Bandaríkjamenn sækja til Íslands
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna jókst mjög á fyrstu mánuðum ársins Bandarískum ferða-
mönnum fjölgaði um 67,5% milli ára Hagstætt gengi og stutt frí þeirra hafa nokkur áhrif á veltuna
Morgunblaðið/Ómar
Vöxtur Kortavelta ferðamanna jókst um 57% á 12 mánuðum.
Velta erlendra greiðslukorta innanlands
Heimild: Hagstofa Íslands
2013 2014 2015 2016
Janúar 4.353 5.490 7.277 11.657
Febrúar 4.564 5.728 7.968 13.151
Mars 5.488 6.869 9.789 15.044
Apríl 5.204 6.725 9.309 14.613
Maí 7.093 9.063 13.193
Júní 11.348 14.055 18.385
Júlí 15.446 18.507 24.046
Ágúst 14.235 17.035 22.146
September 7.495 9.366 13.639
Október 5.699 7.181 10.448
Nóvember 4.945 6.500 9.150
Desember 5.206 6.534 9.445
Ásgeir Jónsson
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Nýverið fékkst vilyrði fyrir því að
opna tvö barnahús að íslenskri fyr-
irmynd í Bretlandi. Annað verður í
Lundúnum en hitt í Durham. Mikill
áhugi er víða í Evrópu á að opna
barnahús eins og þekkist hér á landi
og sitja nú um 40 manns frá 13 ríkjum
tveggja daga ráðstefnu um málefnið á
vegum Barnaverndarstofu.
„Það er gríðarlegur áhugi í allri
Evrópu að taka upp þetta fyrirkomu-
lag,“ segir Bragi Guðbrandsson, for-
stjóri Barnaverndarstofu.
Norðurlöndin hafa alls opnað 48
barnahús, Svíar 30, Noregur 10 og
átta eru í Danmörku. Þá opnaði Bragi
eitt slíkt hús í Vilnius í Litháen fyrir
skemmstu. „Kýpur mun opna hús í
lok árs og ég er búinn að fara tvisvar
þangað að halda fyrirlestra og nám-
skeið. Núna ætla Bretar að opna tvö
og fleiri lönd eru með svona hús í píp-
unum.“
Nýverið komu starfsmenn breska
ríkisútvarpsins BBC hingað til lands
til að fræðast um stofnunina. Verður
fréttaskýringarþáttur sýndur á stöð-
inni en útvarpsteymi frá stöðinni var
einnig með í för. „Englendingar hafa í
nokkurn tíma haft áhuga á þessu fyr-
irkomulagi sem við höfum hér á landi.
Þeir komu hingað fyrst fyrir um 18
mánuðum og í framhaldi var gerð
skýrsla þar sem tillögur voru settar
fram. Eitt leiddi af öðru og fyrir um
mánuði kom hingað sendinefnd, skip-
uð fulltrúum frá fimm ráðuneytum í
Bretlandi og í síðustu viku kom BBC
til að gera fréttaskýringaþátt.“
Allir vinna saman
Barnahús var sett á laggirnar hér á
landi árið 1998. Þar vinna stofnanir,
sem bera ábyrgð á rannsókn og með-
ferð vegna kynferðisofbeldis gegn
börnum, saman undir einu þaki. „Í
rauninni er þetta dómsathöfn og ef
það kemur til ákæru þá einfaldlega
eru til upptökur þannig að barnið þarf
aldrei að mæta fyrir dóm. Þetta hafa
löndin á Norðurlöndum tekið upp þó
það sé ekki dómsathöfn eins og hér.
En það er þó sama fyrirkomulagið.“
Barnahús opn-
uð í Bretlandi
Fulltrúar 13 landa sóttu fyrirlestur
um fyrirkomulag Barnahúss
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðstefna Um 40 manns frá 13 löndum voru samankomin á Grand Hótel til
að hlusta á fyrirlestur Braga. Barnahús er orðið að alþjóðlegri fyrirmynd.
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM
hjá volvo penta á íslandi
Öflug Volvo Penta þjónusta
Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi
teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum
Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt.
Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa.
HAFÐU SAMBAND Í DAG
• Sími: 515 7070
• Netfang: volvopenta@brimborg.is
• Ný heimasíða: volvopenta.is
Kauptu bestu varahlutina
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta
á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar
okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.
Innanríkisráðuneytið hefur unnið
drög að frumvarpi sem felur í sér
verulegar breytingar á gildandi lög-
um um mannanöfn. Segir frá þessu á
vef ráðuneytisins, en þar má einnig
nálgast frumvarpsdrögin og er til-
gangur birtingarinnar sá að hvetja
til áframhaldandi umræðu um málið.
Drögin fela í sér að gildandi lög
um mannanöfn verði felld á brott, en
í lögum um þjóðskrá og almanna-
skráningu verði færð tiltekin ákvæði
um nöfn og skráningu þeirra í þjóð-
skrá. Á brott myndu meðal annars
falla eftirtalin atriði:
„Ákvæði um hámarksfjölda nafna.
Ákvæði um að eiginnafn skuli geta
tekið íslenska eignarfallsendingu
eða hafa unnið sér hefð í íslensku
máli, megi ekki brjóta í bága við ís-
lenskt málkerfi og skuli ritað í sam-
ræmi við almennar ritreglur ís-
lensks máls nema hefð sé fyrir
öðrum rithætti þess. Einu kröfurnar
sem gerðar yrðu til eiginnafna væru
að þau skyldu vera nafnorð, auð-
kennd með stórum upphafsstaf og
án greinis. Væri eiginnafn af íslensk-
um uppruna skyldi það falla að ís-
lensku beygingarkerfi en sú krafa
væri ekki gerð ef um viðurkennt er-
lent nafn væri að ræða,“ segir í
drögum ráðuneytisins, en þar segir
einnig að ákvæði um að stúlku skuli
gefa kvenmannsnafn og dreng karl-
mannsnafn myndi líka falla út.
Ný ættarnöfn yrðu leyfð
Þá segir jafnframt í áðurnefndum
drögum innanríkisráðuneytisins að
ákvæði um að eiginnöfn megi ekki
vera þannig að þau geti orðið nafn-
bera til ama myndi falla út. Auk þess
myndu eftirtalin atriði falla á brott:
„Ákvæði um ættarnöfn, engar
takmarkanir yrðu á notkun ætt-
arnafna og því félli bæði á brott
vernd eldri ættarnafna og bann við
nýjum. Ákvæði um takmarkanir á
notkun erlendra nafna en kveðið
yrði á um að nöfn skuli rita í þjóð-
skrá með bókstöfum íslenska staf-
rófsins. Ákvæði um mannanafna-
nefnd og hlutverk hennar, sem og
ákvæði um mannanafnaskrá,“ segir í
drögunum. khj@mbl.is
Sérstök kven- og karl-
mannsnöfn gætu fallið út
Verulegar breytingar á gildandi lögum um mannanöfn
Morgunblaðið/Eggert
Krakkar Drögin fela í sér verulegar
breytingar á lögum um nöfn fólks.
„Ég get lítið annað sagt um þetta
mál en að við ræddum saman á
fundi í dag [í gær] og munum hitt-
ast aftur á fundi á mánudaginn sem
boðaður er eftir hádegi,“ segir Sig-
urjón Jónasson, formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF).
Vísar hann í máli sínu til þess að
samninganefndir FÍF og Samtaka
atvinnulífsins (SA), fyrir hönd
Isavia, hittust á árangurslausum
fundi hjá ríkissáttasemjara.
Kjaradeila flugumferðarstjóra
komst á dögunum á annað stig þeg-
ar stjórnvöld settu lög á aðgerðir
þeirra, en þá var félagsmönnum
FÍF gert að hætta aðgerðum sín-
um þegar í stað. Takist ekki að
semja nýjan kjarasamning fyrir 24.
júní nk. mun innanríkisráðherra
skipa þrjá aðila í gerðardóm sem
ákveður kaup og kjör félagsmanna
FÍF.
Hittast næst
eftir helgina