Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Qupperneq 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ágætur vinnufélagi minn fór út að viðra hundinn síðdegis á miðviku-daginn. Sól skein í heiði og vinnufélaginn undraði sig á því hversu fá-ir voru á ferli. Eiginlega ekki hræða. Vinnufélaginn kunni því svo
sem ágætlega og naut útivistarinnar í botn – þar til óvæntir atburðir áttu sér
stað. Heilu íbúðablokkirnar byrjuðu skyndilega að hljóða á hann. Það var
engu líkara en þær ætluðu að liðast í sundur. Vinnufélaganum varð ekki um
sel. Hvað þá hundinum. „Húsin hreinlega öskruðu á mig,“ trúði hann okkur
fyrir morguninn eftir. Og var augljóslega ekki enn búinn að jafna sig að fullu.
Á allt öðrum stað í höfuðborginni
hrökk annar ágætur vinnufélagi
minn upp úr hugsunum sínum heima
í stofu þegar húsin í grenndinni
byrjuðu skyndilega að leika á reiði-
skjálfi. Vinnufélaginn spratt á fætur
til að kveikja á sjónvarpinu. Hvað
var eiginlega á seyði? Var brostið á
með Suðurlandsskjálfta? Nei. Var
Hekla byrjuð að gjósa? Nei. Var
Ástþór Magnússon að ausa úr skál-
um reiði sinnar yfir fjölmiðla? Nei.
Það var einfaldlega mark. Nýja
þjóðhetjan, Arnór Ingvi Traustason,
var að tryggja íslenska karlalands-
liðinu í knattspyrnu sigur á Austurríki í uppbótartíma á EM í Frakklandi.
Þeim er þetta ritar er til efs að íslenska þjóðin hafi í annan tíma komist í eins
mikið uppnám á sama augnablikinu – eins og hún leggur sig. Tja, fyrir utan
þessa tvo ágætu vinnufélaga mína. Þeir missa ógjarnan svefn út af fótbolta.
Sáu þó endursýningu á marki Arnórs, alla vega annar, jafnvel báðir, og þótti
það huggulegt.
Já, ekki er um að villast. Sparkæði er runnið á íslensku þjóðina. Ótrúleg-
asta fólk er byrjað að fylgjast með knattspyrnu sem er í senn göfugust og
vinsælust allra íþrótta í þessum heimi. Er það vel!
Eflaust hefur þetta eitthvað með samkennd og þjóðarstolt að gera. Þessi
þjóð hefur jú gengið í gegnum erfiða tíma. En fyrst og fremst er það samt
fegurðin í leiknum. Hvað jafnast á við að sjá víking eins og Birki Bjarnason
renna sitt skúlaskeið á lokaandartökum gríðarlega erfiðs og krefjandi leiks?
Með faxið beinstíft út í loftið. Eins og sjálft lífið væri í húfi.
Og næst er það England. Sem er á harða kani út úr Evrópu(mótinu)!
AFP
Þar sem
húsin hljóða!
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Þeim er þetta ritar ertil efs að íslenska þjóð-in hafi í annan tíma kom-ist í eins mikið uppnám á
sama augnablikinu – eins
og hún leggur sig.
Jón Arnar Jónsson
Ef ég fæ að ráða fer nautalund á
grillið. Hvítlauksristaður humar eða
sveittur borgari klikkar heldur
aldrei.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er best
á grillið?
Frans Garðarsson
Grísalund með heimatilbúinni bar-
becue sósu og svo að sjálfsögðu
nautalundin.
Rannveig Eva Snorradóttir
Fyllt kjúklingabringa með pipar- og
mexíkóosti er það besta sem ég fæ.
Ásamt grilluðum sveppum fylltum
með camembertosti.
Arnór Hafsteinsson
Nautalundin sem pabbi grillar. Svo
er það skötuselurinn og lúðan sem
er afbragð á grillið og klikkar aldrei.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/RAX
SIGNÝ EINARSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Jóga í
Reynisfjöru
Forsíðumyndina tók
Ómar Óskarsson
Jógaiðkunin fer fram dagana 24.-26. júní nk. Jógatímar eru í boði tvisvar
á dag, kl. 8:00 að morgni og 18:15 síðdegis. Á þessum tíma er náttúran
öll í hámarki og skemmtileg orka myndast sem auðvelt er að tengja við.
Af hverju ertu með
jógatíma í Reynisfjöru?
Ég er fædd og uppalin í Reynishverfi. Staðurinn er
mér einstaklega kær og hentar skínandi vel til jógaiðk-
unar. Fyrir framan þig ertu með jörðina, vatnið, eld-
inn og loftið. Undirlagið er dásamlegt og gefur ilj-
unum nudd og ef þig vantar stuðning þá klappar þú
bara saman jarðefnunum og býrð til púða. Betri en
nokkur jógasalur. Ég trúi að það að iðka á þessum
stað, þó það sé ekki annað en að setjast niður og anda,
veki okkur til vitundar um skynfæri okkar og um-
hverfið. Í hefðbundnum jógasal ómar falleg tónlist en
þarna er það tónlist náttúrunnar. Ég er t.d. alltaf
fyrst spurð um veðrið eftir þessar helgar en margir
eiga erfitt með að sjá fyrir sér jóga í rigningu og
roki en það er líka hægt. Hvort sem sólin skín eða
ekki þá er þetta hressandi og endurnærandi og gott
að finna fyrir sínum innri krafti.
Hvers konar jóga býður þú upp á?
Ég er með hefðbundið Hatha-jóga í bland við annað
sem mér finnst gott. Ég legg áherslu á meðvitað
jóga og að tengja við himin og jörð. Hentar fyrir
alla byrjendur og lengra komna. Tímarnir eru um
klukkustundar langir og í lokin leggjumst við niður
í slökun.
Nú hefur Reynisfjara mikið verið í
fréttum. Er eitthvað sem fólk þarf að
varast þegar það mætir í tímana hjá þér?
Það verða flögg sem vísa fólki rétta leið. Fjaran er stór en
við verðum á öruggum stað. Ekki ofan í flæðarmálinu og ná-
lægt ferðamönnunum þótt við sjáum þá tilsýndar.
Hafa tímarnir verið vinsælir
meðal ferðamanna eða eru það
heimamenn sem mæta í þá?
Þetta er 5 árið í röð sem ég býð uppá jóga í Reynisfjöru. Fyrstu
tvö skiptin var aðsóknin dræm, en svo hefur aðsóknin aukist ár
frá ári. Alls konar fólk kemur í tímana, Íslendingar og útlend-
ingar, börn og gamalmenni.
Eitthvað óvænt sem hefur komið upp á þau
ár sem þú hefur verið með jóga í fjörunni?
Það er ekkert fyrirséð í jógatímunum og margt sem fyrir augu og
eyru ber. Eitt atvik er mér minnisstætt. Allir voru í jógastöðu
með útsýni á haf út. Fyrir framan okkur blöstu við tveir háhyrn-
ingar sem þreyttu hrefnu. Þegar svona gerist þá stoppar maður
til að njóta og þakkar fyrir.