Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Síða 14
E rlendum ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega undanfarin ár og stefnir allt í að sumarið 2016 muni slá öll met rétt eins og hefur verið reglan að undanförnu. Ferðaþjónustan sem atvinnugrein vex samhliða þessu sem og þær fjárhæðir sem skila sér í þjóðarbúið úr vös- um ferðamanna. Kortavelta ferðamanna jókst um 51% í maímánuði í ár miðað við maí í fyrra, svo dæmi sé tekið, og skattskyld velta stóreykst með breytingum á virðisaukaskattskerfinu um áramót. Ríflega 10 prósent starfsmanna á ís- lenskum vinnumarkaði, eða um 22 þúsund manns, vinna í ferðaþjónustu, samkvæmt ný- legri könnun Stjórnstöðvar ferðamála. Í fyrra voru erlendir ferðamenn alls rúmlega 1,2 millj- ónir talsins samkvæmt Ferðamálastofu. Greinin er orðin burðug heils árs atvinnu- grein, að mati ráðherra, sem segir mikla vinnu hafa átt sér stað að undanförnu við að koma ólíkum aðilum að sama borði og móta stefnu í ferðamálum. Of mikil orka hafi farið í umræður um gjaldtöku á ferðamannastöðum á sínum tíma – í stóra samhenginu sé ávinningur af slíkri gjaldtöku brotabrot af því sem þegar skil- ar sér í þjóðarbúið. Ráðherra fagnar nýsköpun í greininni og telur grettistaki hafa verið lyft á kjörtímabilinu. Ekki er einungis um fjölgun að ræða, að mati fræðimanna, heldur hefur samsetning þeirra ferðamanna sem sækir okkur heim breyst. Með aukinni uppbyggingu til að mæta sívaxandi fjölda ferðamanna eykst hlutfall svokallaðra fjöldaferðamanna sem hafa mun meiri áhrif bæði á menningu og náttúru þeirra landa sem þeir heimsækja. Prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands harmar því að heildrænt skipu- lag á nýtingu lands fyrir uppbyggingu ferða- mennsku hafi ekki litið dagsins ljós og óttast af- leiðingar þess að ferðamaðurinn stjórni því hvar uppbygging eigi sér stað, en ekki þeir sem í landinu búa. Viðbrögð hafi hingað til verið fálm- kennd og einkennst af fyrstu hjálp frekar en skipulögðum fyrirbyggjandi aðgerðum. Aðilar sem starfa í ferðaþjónustunni fagna vitanlega ferðamannastraumnum, segir for- maður Samtaka ferðaþjónustunnar, og segja hann nánast hafa „útrýmt“ atvinnuleysi í land- inu. Félagslegum- og náttúrulegum þolmörkum sé á hinn bóginn næstum náð, sérstaklega á mestu annatímum, og bersýnilega sé ekki nóg að gert til að taka á móti auknum fjölda. Ekki sé samt sem áður um neyðarástand að ræða og mun meiri fjöldi geti sótt okkur heim sé álaginu rétt stýrt. Þriðja stoðin í atvinnulífinu „Þessi mikla fjölgun ferðamanna þýðir að ferða- þjónustan er orðin heils árs atvinnugrein, burðug atvinnugrein og ein af undirstöðunum í íslensku efnahagslífi. Hún er orðin þriðja stoðin og reyndar farin að skapa meiri gjaldeyr- istekjur en hinar tvær sem sögulega hafa verið stærstar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í samtali við Sunnudagsblaðið og vísar þar í sjávarútveg og stóriðju. „Fyrir okkur Íslendinga þýðir þetta aukin tækifæri.“ Ragnheiður segir að dreifa þurfi ferða- mannastraumnum betur um landið. „Þetta hef- ur okkur tekist ágætlega hér á suðvestur- horninu – mars á þessu ári var eins og júní fyrir örfáum árum. Við eigum engu að síður enn verk að vinna við að dreifa álaginu betur yfir allt árið og allt landið um kring og það eru næstu verk- efni.“ Heldurðu að ferðaþjónustan sé sú gullgæs sem bjargar íslensku atvinnulífi eftir hrunið? „Þessi aukning kom á mjög góðum tíma fyrir íslenskt efnahagslíf og það var kannski engin tilviljun.“ Ráðherra nefnir í því samhengi gengi krónunnar í kjölfar hrunsins, umfjöllun um Ís- land sem fyrst varð fyrir barðinu á heimskrepp- unni og markvisst átak sem ráðist var í til að kynna land og þjóð. „Viðbrögð við þessu í tíð þá- verandi stjórnvalda, til dæmis með Inspired by Iceland-herferðinni, vakti líka á okkur athygli og kveikti í þessum straumi.“ Ragnheiður blæs á allan ótta um að ferða- mannastraumurinn komi og fari jafnskjótt. „Sumir segja í þessu samhengi að „síldin kemur og síldin fer“ en ef við höldum rétt á spil- unum, erum samtaka í því sem við erum að gera og vinnum kröftuglega eins og okkur hefur tek- ist hingað til hef ég engar áhyggjur af því að okkur muni ekki farnast vel og halda vel utan um þetta allt saman,“ segir hún og nefnir að þrátt fyrir alla fjölgun komi hingað einungis 0,2 prósent af þeim ferðalöngum sem leggja leið sína til Evrópu ár hvert. Hún telur upp aðkomu ólíkra ráðuneyta og aðila að ferðaþjónustunni, þar á meðal umhverf- is-, fjármála- og innanríkisráðuneyti, Vegagerð- ina og ólíka aðila innan ferðaþjónustunnar. Eitt af stóru verkefnunum hafi verið að koma af stað samtali og fá ólíka aðila að sama borði. „Ferða- þjónustan er í eðli sínu víðfeðm og okkar starf hefur miðað að því að koma öllum að sama borð- inu til að við getum skipulagt okkur betur. Þetta samtal hefur skort, sem var kannski ekki eins mikið tiltökumál þegar ferðaþjónustan var minni og árstíðabundin atvinnugrein en núna eru breyttir tímar.“ Nefnir hún meðal annars Vegvísi í ferðaþjónustu, sem unninn var í sam- starfi ráðuneytisins og ferðaþjónustunnar í fyrra, og Stjórnstöð ferðamála, sem sé „verk- færið til að allir rói í sömu átt“. 2,3 milljarðar á kjörtímabilinu Þú ræddir snertifleti milli ólíkra aðila og ráð- herra, þar á meðal þín, umhverfisráðherra, sem sér um þjóðgarða og friðlýst svæði, og fjár- málaráðherra, sem er „maðurinn með budd- una“. Hvaðan kemur framkvæmdasjóður ferða- mannastaða og snýr hann ekki líka að uppbyggingu á þessum friðlýstu svæðum? „Jú. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er vistaður hjá mínu ráðuneyti og öllum er frjálst að sækja um í hann. Við erum búin að stórauka fjármagnið til hans og breyta regl- unum þannig að tryggt sé að verkefnin sem hljóta styrk klárist. Það hefur skort á eftirfylgn- ina,“ segir Ragnheiður og tekur einnig fram að kröfur um mótframlag frá sveitarfélögum og einkaaðilum hafi verið lækkaðar. Rúmlega 2,3 milljörðum hefur verið úthlutað úr sjóðnum á þessu kjörtímabili, en í heildina hafa um 3 milljarðar verið settir í sjóðinn frá því hann hóf göngu sína árið 2011, að sögn Ragn- heiðar. Hún nefnir meðal annars að rúmar 300 milljónir þar af hafi farið í að byggja salern- isaðstöðu víðsvegar um landið á kjörtímabilinu, en salernisaðstaða og skortur á henni var vin- sælt umræðuefni síðasta sumar eins og les- endur muna eftir. Ragnheiður lýsir sinni framtíðarsýn um hlut- verk sjóðsins. „Ég sé fyrir mér að ríkisfram- kvæmdirnar verði teknar út úr þessum farvegi. Við fengjum mun betri heildarsýn ef Fram- kvæmdasýsla ríkisins til dæmis sæi um þær framkvæmdir sem ríkið ber ábyrgð á, rétt eins og hún gerir hvað aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins varðar, eins og þegar byggja þarf skóla eða sjúkrahúsbyggingar.“ Tveir stígar sem ná ekki saman Er ekki heildarsýn einmitt það sem virðist vanta í uppbyggingu ferðamannastaða? „Jú, hana hefur vantað. En við erum að bæta stórlega úr því en við getum endalaust gert bet- ur. Það sem hefur kannski verið of mikið af er að hver hugsi um sinn blett – við höfum dæmi um að tveir aðilar leggja göngustíg sem svo ná ekki saman þegar þeir mætast. Þetta á að heyra sögunni til.“ Hún nefnir að framkvæmdasjóðurinn og stjórn hans, með Albínu Thordarson arkítekt sem formann, geri miklar kröfur til þess að fag- lega sé staðið að málum. „Við horfum líka til þeirra sem gera þetta best, Nýsjálendinga, Skota og Kanadamanna svo dæmi séu tekin. Þar er hvert svæði tekið og skipulagt í heild sinni og þannig viljum við vinna þetta. Að hvert svæði sé tekið fyrir og flokkað eftir því hvort við viljum hafa ferðaþjónustu, afþreyingu eða jafn- vel ekkert gera. Það er ekki allt sem á að vera uppbyggt; við viljum líka ósnortin svæði og að hver fái þá upplifun sem hann sækist eftir.“ Þegar maður sér að landið var markaðssett með markvissum hætti og þegar maður heyrir þig tala um heildarsýn og ramma utan um hvar Hér sést glitta í hluta af „þriðju stoð atvinnulífsins“ sitja í bílaleigubíl og ákveða hvert skal haldið næst. Ferða- mönnum hefur fjölgað gífurlega hér á landi með tilheyrandi áhrifum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, óformlega titluð „ráðherra ferðamála“, segir ferðaþjónustuna víð- feðmari en aðrar greinar og að vandamálið snúist fyrst og fremst um samvinnu ólíkra aðila. Morgunblaðið/Golli Engin grein skapar meiri gjaldeyristekjur Háannatími sumarsins 2016 er genginn í garð í túristabransanum og ríflega tíu prósent starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði vinnur við einhvers konar þjónustu þar að lút- andi. Sitt sýnist hverjum um þann gífurlega fjölda sem heimsækir land og þjóð en ljóst er að áhrifin eru gífurleg á íslenskt samfélag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem og formað- ur Samtaka ferðaþjónustunnar blása á allan ótta um að einhvers konar bólu sé um að ræða og segja ferðalanginn kominn til að vera – ef haldið er rétt á spilunum. Sérfræðingur sem rætt var við kallar aftur á móti eftir mun heildrænna skipulagi til að bregðast við álaginu sem fylgir ferðalöngunum og óttast um ósnortin víðerni landsins. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is FERÐAMENNSKA 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.