Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Side 20
VIÐTAL
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016
E
ftir að Veigar Margeirs-
son flutti heim fyrir
tveimur árum hefur
hann oft verið spurður
að því hvort hann hafi
verið búinn að fá nóg af Bandaríkj-
unum eftir tveggja áratuga búsetu
vestra. Svo er ekki. Þvert á móti leið
honum ljómandi vel í Los Angeles,
var hlaðinn verkefnum, stefndi á
ríkisborgararétt og átti ekkert frek-
ar von á því að búa aftur á Íslandi.
Þá gerðist það, fyrir fjórum árum,
að Ragnhildur, átján ára gömul
dóttir Veigars og eiginkonu hans,
Sigríðar Rögnu Jónasdóttur (alltaf
kölluð Sirrý), ákvað að flytja heim
til Íslands. „Þetta kom flatt upp á
okkur foreldrana enda hafði Ragn-
hildur alltaf verið svona „California
girl“,“ segir Veigar.
„Á móti kemur að hún hafði alltaf
haldið tungumálinu vel við og vildi
prófa að búa eitt ár á Íslandi, áður
en það yrði um seinan.“
Til að gera langa sögu stutta kol-
féll Ragnhildur fyrir Íslandi og
sýndi ekki á sér neitt fararsnið eftir
ársdvölina. Eftir að hafa lokið stúd-
entsprófi frá MH ritaðist hún inn í
skapandi tónlistarmiðlun í Listahá-
skóla Íslands og nýtur sín í botn.
Það var svo árið 2014 að Veigar
og Sirrý fóru að hugsa sér til hreyf-
ings, ásamt syni sínum, Viktori
Árna, sem nú er þrettán ára. „Fyrst
vorum við raunar að hugsa um að
færa okkur um set innan Los Angel-
es. Það var svo yfir kaffibolla einn
morguninn að ég varpaði fram þess-
ari hugmynd; að flytja heim til Ís-
lands. Frúin tók strax vel í það. „Þú
sagðir það. Ég tek þig á orðinu!“
Þar með var það ákveðið.
Útlendingar í eigin landi
Veigar viðurkennir að það hafi verið
mikil viðbrigði að koma heim. „Það
tók tíma að lenda á Íslandi og fyrsta
árið leið okkur á köflum eins og út-
lendingum í eigin landi. Þetta var
líka versti veturinn í langan tíma og
þótt ég sé enginn sóldýrkandi
spurði ég mig oft hvað ég væri að
pæla þegar húsið lék á reiðiskjálfi í
vetrarlægðunum. Við bjuggum of-
arlega í fallegu fjölbýlishúsi nálægt
Elliðavatni þar sem suðaustan-
vindarnir blésu óvenju kröftuglega.“
Hann hlær.
En öllum lægðum fylgja hæðir og
smám saman lagaði fjölskyldan sig
að gamla landinu. „Okkur líður
mjög vel núna og sjáum ekki eftir
neinu. Ísland er á margan hátt frá-
bært samfélag og ég nefni í því sam-
bandi heilbrigðis- og menntakerfið.
Í Bandaríkjunum er ekki sjálfgefið
að þú hafir aðgang að þessum kerf-
um. Möguleikarnir í námi eru ótrú-
lega margir hérna og fólki standa
allar dyr opnar. Ég sé það bara á
minni fjölskyldu; konan mín er í
fjarnámi í sálfræði við Háskólann á
Akureyri, dóttirin í LHÍ og sonur
minn var að komast inn í Tónlistar-
skóla FÍH, en hann spilar á raf-
bassa.“
Hann segir framfarir hafa verið
miklar undanfarin tuttugu ár; Ís-
land sé mun meira í takt við tímann
í dag. „Ég man hvað mér fannst ég
vera einangraður hérna þegar ég
var um tvítugt; að möguleikarnir
væru ekki miklir. Þessu finn ég ekki
fyrir lengur. Það er allt til alls á Ís-
landi og fólk farið að hugsa miklu
stærra.“
Það á meðal annars við um sam-
göngur, en margar flugferðir eru á
dag til Bandaríkjanna, svo dæmi sé
tekið. Það tengist sprengingu í
komu ferðamanna til landsins og
Veigar hefur ekki farið varhluta af
því, frekar en aðrir landsmenn. „Ís-
land er „hot spot“ þegar kemur að
ferðamennsku. Það fer ekkert á
milli mála. Það besta sem gat fyrir
okkur komið í þessu sambandi var
gosið í Eyjafjallajökli. Bandaríkja-
menn vita að minnsta kosti upp til
hópa miklu meira um landið eftir
gosið.“
Enda þótt Veigar hafi ekki upp-
lifað öryggisleysi vestra kveðst
hann að sjálfsögðu vera mun örugg-
ari hér heima, ekki síst um börnin
sín. „Ég missti einu sinni sjónar á
stráknum mínum í dýragarði í LA
þegar hann var fjögurra ára. Það
voru bara 45 sekúndur en þær voru
eins og hálftími. Ég varð reglulega
skelkaður. Mér hefði ekki liðið eins
illa í Húsdýragarðinum í Laug-
ardalnum.“
Túraði með Mezzoforte
Veigar fæddist árið 1972 og ólst upp
í Keflavík. Hann lauk burtfararprófi
í trompetleik frá Tónlistarskóla
Keflavíkur 1992 og ritaðist þá inn í
Tónlistarskóla FÍH. Ekki stóð á
verkefnum enda sár vöntun á
trompetleikurum sem spiluðu djass.
Viðar Alfreðsson hafði lengi sinnt
þeim verkefnum en eftir að hann
lagði hljóðfærið á hilluna myndaðist
gat.
Eitt eftirminnilegasta verkefnið
var að túra með Mezzoforte í nokkr-
ar vikur í Asíu, þar sem Veigar lék
bæði á trompet og píanó. „Eins
skemmtilegt og það ævintýri var
fann ég að ég væri ekki túrandi tón-
listarmaður. Minn metnaður stóð
meira til þess að semja tónlist og
vera í stúdíóinu,“ segir Veigar.
Haustið 1993 lá leiðin til Boston
ásamt unnustunni, þar sem Veigar
stundaði nám í eitt ár við Berklee.
Veturinn 1994-95 bjuggu þau Sirrý
hins vegar á Íslandi; hafði þá Veigar
misst föður sinn úr krabbameini,
auk þess sem unga parið eignaðist
sitt fyrsta barn haustið 1994.
Meðan Veigar bjó á Íslandi spilaði
hann meðal annars með Millj-
ónamæringunum.
Sumarið 1995 giftu þau sig og svo
lá leiðin aftur út. Veigar fékk þá
svokallaðan Fellowship-styrk gegn-
um fyrrverandi sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, Charles Cobb, til
náms í djasstrompetleik og útsetn-
ingum við Háskólann í Miami. Þar
Tók tíma að lenda á Íslandi
Veigar Margeirsson, tónlistarmaður og tónskáld, er fluttur heim eftir tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann starfar
þó mest vestra, þar sem hann á og rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndastiklur. Hann segir
íslenskt samfélag hafa breyst nokkuð mikið á þessum tíma og finnur ekki lengur fyrir einangrun.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Það var fyrir algera tilviljun að
Veigar Margeirsson fór að
starfa við það fyrir tæpum
tveimur áratugum að semja
tónlist fyrir kvikmyndastiklur.
Morgunblaðið/RAX