Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Qupperneq 30
HEILSA Það er mjög mikilvægt að steikja hamborgara og alifuglakjöt alveg ígegn til að minnka líkur á matarsýkingum. Einnig er gott hafa það íhuga að þegar kjöt brennur á grillinu geta myndast efnasambönd sem talin eru krabbameinsvaldandi. Grillum rétt 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 Þetta eru fyrstu ís-lensku rannsóknirnarþar sem skoðað er samband loftmengunar við heilsuvísa með því móti sem Ragnheiður gerði þær. Að sögn hennar var markmið rannsóknanna að skoða hugsanleg heilsufarsáhrif skammtíma útsetningar loftmengunar af völdum umferðar og jarðvarmavirkjana á íbúa Reykjavíkursvæðisins. Ragnhildur Guðrún varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum þann 16. júní síð- astliðinn. Hún ber heitið: Skammtíma loft- mengun í Reykjavík og heilsufarsvísar, út- tektir lyfja, dánartíðni og komur á sjúkrahús. (Short-term air pollution in Reykjavik and health indicators drug di- spensing, mortality,and hospital.) Ritgerðin er samantekt á þremur lýðgrunduðum rann- sóknum sem birtar hafa verið í þremur rit- rýndum tímaritum erlendis. Niðurstöður allra rannsóknanna byggjast á íslenskum gagnagrunnum einstaklinga 18 ára og eldri sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu á rann- sóknartímanum. Versnandi heilsufar Ragnheiður Guðrún fann tengsl á milli um- ferðartengdrar loftmengunar og versnandi sjúkdómseinkenna þeirra sem þjást af hjartaöng. Ef umferðarmengunin hækkaði þá varð aukning á bilinu 10-14% í hjarta- lyfjaúttektum við þessum sjúkdómi. Um er að ræða óson- og niturdíoxíð-mengun í and- rúmsloftinu. Mengunargögnin eru fengin frá Umhverfisstofnun sem sér um loftgæðamæl- ingar á ákveðnum svæðum í höfuðborginni. Þau voru borin saman við fjölda daglegra hjartalyfjaúttekta á tímabilinu 2005-2009. Einnig fannst samband á milli brennisteins- vetnismengunar og dauðsfalla af nátt- úrulegum sökum í Reykjavík á tímabilinu 2003-2009. En það fannst ekkert samband á milli umferðarmengunar og dauðsfalla. Aukningin sem fannst var einkum yfir sum- armánuðina og hjá eldri einstaklingum og karlmönnum. Tengslin voru sterkust þegar styrkurinn fór yfir lyktarmörkin (7 míkróg- römm á rúmmetra). Úr gögnum frá árunum 2007-2014 fannst einnig samband á milli brennisteinsvetnismengunar í andrúmsloft- inu og koma og innlagna á Landspítala há- skólasjúkrahúsi vegna hjartasjúkdóma. Þeg- ar brennisteinsvetni fór yfir lyktarmörkin var 5-10 % aukning í komum og innlögnum vegna hjartasjúkdóma. Eins og í fyrri rann- sókn, þá var sambandið sterkara hjá eldri einstaklingum og karlmönnum. Þónokkuð vitað um loftmengun Helstu niðurstöður eru því þær að það fannst samband á milli brennisteinsvetn- ismengunar og dauðsfalla, einkum yfir sum- armánuðina, meira hjá körlum og eldri ein- staklingum. Eins fannst samband á milli brennisteinsvetnismengunar og koma og innlagna á spítala. Ragnheiður segir að þó- nokkuð sé vitað um heilsufarsleg áhrif um- ferðartengdrar loftmengunar en ekki er eins mikið vitað um möguleg áhrif brennisteins- vetnismengunar á heilsu. „Vegna þess að þetta er fyrsta rannsóknin sem hefur verið gerð á þennan hátt hér á landi þarf að álykta með varúð hvort um sé að ræða raunverulegt orsakasamband eða ekki. Samt sem áður gefa niðurstöðurnar til kynna möguleg neikvæð heilsufarsleg áhrif um- ferðarmengunar og brennisteinsvetnis á heilsu manna. Til að geta ályktað frekar um sambandið er nauðsynlegt að rannsaka þetta nánar,“ segir Ragnheiður. Loftmengun og heilsufar Ragnhildur Guðrún Finn- björnsdóttir Niðurstöður rannsókna Ragnhildar Guðrúnar Finnbjörns- dóttur á mögulegum áhrifum loftmengunar á heilsufar benda til tengsla tvennskonar umferðartengdra loftmeng- unarþátta við versnandi sjúkdómseinkenni þeirra sem þjást af hjartaöng, í formi úttektar hjartalyfja. Einnig fundust tengsl á milli brennisteinsvetnis og heilsufarsbresta, einkum meðal karlmanna og eldri einstaklinga. Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Ragnhildur fann tengsl á milli umferðar- tengdrar loftmengunar og versnandi sjúk- dómseinkenna. Embætti landlæknis gaf út safn lýðheilsuvísa í fyrsta sinn þann 6. júní síðastliðinn. Tilgangurinn með því er að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Einnig að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjón- ustu að greina stöðuna í sínu umdæmi. Með því móti er betur hægt að finna styrk- leika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna saman að því að bæta heilsu og líðan. Samkvæmt heimasíðu Landlæknisembættisins liggur mikil vinna að baki safni lýð- heilsuvísa. Við val á þeim var sérstaklega horft á þá þætti heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Birting lýðheilsuvísa er liður í því að bæta heilsu og líðan með markvissum hætti. Morgunblaðið/Eggert VEITIR YFIRSÝN YFIR LÝÐHEILSU LANDANS Lýðheilsuvísar Í fyrstu greininni sem birt var voru tveir um- ferðartengdir loftmeng- unarþættir tengdir við versnandi sjúkdóms- einkenni þeirra sem þjást af hjartaöng, í formi úttektar glyceryl trinitrate-lyfsins. Þegar styrkur loftmengunar- efnisins NO2 eða O3 hækkaði varð aukning í úttektum á lyfjum við sjúkdómnum hjarta- öng. Einnig benda nið- urstöðurnar til að hægt sé að nota hjartalyfja- úttektir sem útkomu- breytu þegar könnuð eru möguleg heilsufars- leg áhrif loftmengunar. Niðurstöður úr grein- um 2 og 3, gefa til kynna möguleg neikvæð heilsufarsleg skamm- tímaáhrif brennisteins- vetnis á heilsu manna, sérstaklega ef 24ra stunda meðaltal efnis- ins fer yfir lyktarmörkin 7 míkrógrömm á rúmmeter. LOFTMENGUN OG HJARTALYFJA- ÚTTEKTIR Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.