Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Side 41
við höfðum samið eitthvað,“ segir
hann en Hal David sá um að
smíða texta við mörg hver af lög-
um Bacharach.
„Því meira sem ég sá hana gera
í stúdíóinu, hversu mögnuð rödd
hennar var og hversu víðu sviði
hún bjó yfir, þá áttaði ég mig bet-
ur og betur á því hversu mikið við
gátum komist upp með við laga-
smíðarnar. Hún er klárlega ein af
þessum stóru ásamt söngvurum á
borð við Gladys Knight, Arethu
Franklin og Dusty Springfield,“
segir hann.
Semur kvikmyndatónlist
Tónskáldið kveðst lengi hafa viljað
koma til Íslands og stefnir hann á
að taka sér nokkra daga að tón-
leikum loknum til þess að skoða
náttúru landsins.
„Yfirleitt á þessum tónleika-
ferðalögum þá leggur maður land
undir fót dag-
inn eftir að tón-
leikunum er
lokið. Við
skipulögðum
þennan túr
minn aftur á
móti þannig að
tónleikarnir á
Íslandi yrðu
þeir síðustu í
röðinni. Ég er
með nokkra
fjölskyldu-
meðlimi með
mér og við ætl-
um að ferðast aðeins um landið.
Ég hef aldrei komið til Íslands áð-
ur en mér hefur verið tjáð af vin-
um og vandamönnum að þar sé
stórkostlegt um að lítast svo ég er
mjög spenntur,“ segir hann. Þrátt
fyrir að um síðustu tónleika Bach-
arachs í bili sé að ræða, þá er nóg
um að vera hjá skáldinu og er
hann meðal annars í óða önn að
taka upp tónlist fyrir kvikmyndina
Po sem er í leikstjórn John Asher.
„Ég tók upp lag fyrir þá mynd í
síðustu viku. Po er lítil og sjálf-
stæð mynd sem segir sögu föður
sem er að ala upp einhverfan son
sinn. Rosalega margir þeirra sem
koma að gerð myndarinnar eru
tengdir einhverfu á einn eða ann-
an hátt. Ég á til að mynda ein-
hverfa dóttur og leikstjórinn á
einhverfan son,“ segir hann en
með myndinni vilja aðstandendur
hennar vekja athygli á einhverfu.
Bacharach er eldri en tvævetur
þegar kemur að kvikmyndatónlist
en hann samdi meðal annars tón-
listina fyrir kvikmyndirnar Casino
Royale frá árinu 1967 og stórvirk-
ið Butch Cassidy and the Sun-
dance Kid frá árinu 1969 en Bach-
arach hlaut meðal annars tvenn
Óskarsverðlaun fyrir aðkomu sína
að þeirri síðari.
„Það er allt öðruvísi að búa til
tónlist fyrir
kvikmyndir
heldur en að
semja dæg-
urlög. Maður er
meira að ein-
beita sér að því
að tónlistin
þjóni því sem
er að gerast á
skjánum frekar
en að búa til
metsöluplötur,“
segir hann og
bætir því við að
lokum að það
að vinna Óskarsverðlaunin hafi
mögulega verið hátindur ferils
síns. Þess má einnig til gamans
geta að Bacharach hefur einnig
fiktað við leiklistina á síðari árum
og farið með lítil hlutverk í kvik-
myndum á borð við Analyze This
og Austin Powers-þríleiknum.
Tónleikarnir þann 12. júlí koma
til með að hefjast klukkan átta og
má nálgast miða á vefsíðu Hörpu.
26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Independence Day var frum-
sýnd í gær í Smárabíói, Háskólabíói,
Laugarásbíói, Sambíóunum Egils-
höll og Borgarbíói, Akureyri.
Geimverurnar eru komnar til að
drepa allt líf og eyða jörðinni.
Í Akranesvita
er menningar-
dagskrá um
helgina. Hilmar
Sigvaldason
stendur fyrir
tónleikum á
laugardaginn þar
sem atvinnu-
menn í tónlist
munu koma fram
og hefst dag-
skráin klukkan
23:45.
Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ sýn-
ing á verkum listamannanna Hreins
Friðfinnssonar og John Zurier.
Sýningin stendur til 30. júní og er
safnið opið alla daga nema mánu-
daga frá kl. 13 til 17.
Alþjóðlega orgelsumarið er byrjað í
Hallgrímskirkju en það stendur yfir
frá 18. júní til 21. ágúst.
Frumflutningur á orgelverki eftir
Hreiðar Inga Þorsteinsson
verður hápunkturinn á tónleikunum.
Á Kammertónleikum á Kirkju-
bæjarklaustri verða í boði þrennir
tónleikar og ókeypis tónlistarsmiðja
fyrir 2ja til 12 ára börn helgina 24.-
26. júní. Hátíðinni lýkur með fjöl-
skyldutónleikum þann 26. júní.
MÆLT MEÐ
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
VALS TÓMATSÓSA
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Burt Bacharach samdi mörg lög fyrir stórsöngkonuna Dionne Warwick og
segir hann samstarf þeirra tveggja standa upp úr á tónsmíðaferli sínum.
Morgunblaðið/Ómar
’ Ég mun, ásamt sveit-inni og söngvurunum,drepa víða niður fæti hvaðtónlistarferil minn varðar.
Ég mun þar að auki leika á
píanó, sjá um tónlistar-
stjórn og mögulega syngja
eilítið með. Ég mun þó ein-
ungis leggja í hið síðast-
nefnda ef áhorfendur
verða mér hliðhollir.“