Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 LESBÓK Jóhannes Ólafsson er menntaðurbókmenntafræðingur og lauk rit-listarnámi frá Háskóla Íslands í vor. Lífsýni er það fyrsta sem Jó- hann gefur út, en hann á reyndar ljóð í bókinni Tímaskekkjur, sem sagt var frá á þessum stað fyrir viku. Hann segist hafa prófað báða enda ritlistarinnar, ef svo má segja, skrif- in og fræðin, en hann hafi jafn mik- inn áhuga á báðum sviðum. „Ég fékk bókadellu í mennta- skóla, eins og svo margir, og hef ver- ið að skrifa síðan, prófa allskonar form til að reyna að finna mína rödd. Ég er reyndar ekki búinn að finna hana, en ég varð ofboðslega hrifinn af örsöguforminu þegar ég las Russ- ell Edson og Augusto Monterroso. Út frá því urðu svo þær sögur sem eru í Lífsýni. Hvað nafnið varðar þá heitir hún Lífsýni vegna þess að hún tekur sýni úr allskonar hlutum í samfélaginu, en skírskotar þó ekki í hversdagsleika sem við sjáum. Það er í sögunum töfratónn sem setur spurningarmerki við raunveruleik- ann.“ Íbbagoggur, Héðinn Finnsson, teiknaði myndir í bókina, en hann hannaði líka útlit hennar, braut um og pakkaði inn. Jóhannes segist hafa kynnst Héðni þegar þeir unnu sam- an í bókabúð og þeir hafi náð vel saman, þótt þeir væru að fást við ólík form, Jóhannes texta, en Héð- inn mynd- og tónlist. „Ég sá fyrir mér í sögunum einhverskonar grót- esku og myrkur, sem einkennir ein- mitt hans stíl, og hann sá það líka,“ segir Jóhann en Lífsýni er fyrsta bókin sem forlagið Rasspotín gefur út þar sem texti er í aðalhlutverki. Lífsýni er ekki gefin út í nema 66 eintökum og að sögn Jóhanns ræðst það að einhverju leyti af því hve mik- il vinna fer í að gera hvert eintak, sem er handsaumað og límt og síðan pakkað sérstaklega, „en líka vegna þess að það er mjög áhugavert að gefa bækur út á þennan hátt í ljósi þess hve bókaútgáfa er í skrýtinni stöðu í dag. Það hafa ýmsir verið að vinna með svo takmarkaða útgáfu eins og Partus með Meðgönguútgáf- urnar og Tunglið, sem eru að gefa út fá eintök en gera það veglega og að- gengilegt. Það gerir bók óneitanlega meira spennandi að vita að upplagið sé takmarkað, en það að eintökin séu 66 vísar til tölunnar 666 sem er verð- ið á Rasspotínbókunum.“ Jóhannes hefur ekki bara fengist við skáldskap, hann er líka bók- menntafræðingur, eins og fram kemur hér að ofan, og hann hefur fengist nokkuð við að skrifa bók- menntagagnrýni, til að mynda á vef- setrinu Sirkústjaldinu. Hann segir að það fari vel saman að vera rithöf- undur og skrifa um bækur annarra rithöfunda, enda mjög algengt að það sé gert. „Ég hef verið hrifinn af gagnrýni sem byggist á greiningu á verkinu, ekki of bókmenntafræði- legri, en þó þannig að verið sé að fjalla um verkið út frá því um hvað það er og hvar það stendur í bók- mennta- sögunni, en segja þó minnst af því hvað manni finnst sjálfum. Þess vegna hef ég verið hrifinn af Sirkústjald- inu því þar má menningarumfjöllun vera frjálsleg, en ég hugsa að ég þyrfti að skrifa minna af skáldskap ef ég ætla að starfa sem gagnrýn- andi,“ segir Jóhannes og bætir við að það sé kannski ekki beinlínis gagnlegt fyrir rithöfund að spreyta sig á gagnrýni, en menn græði þó alltaf eitthvað á því að glíma við ólík form. Jóhannes lauk ritlistarnámi í vor og segir að það sé hægt að læra til þess að vera rithöfundur. „Hug- myndin um snillinginn sem fær inn- blástur og verður að sökkva sér í skrifin er náttúrlega rómantísk, en það er hægt að læra til þess að verða sagnfræðingur, sem er að segja sög- ur, og líka blaðamaður, sem er að segja sögur. Hvað ritlistarnámið varðar þá kennir það manni aðallega aga í vinnubrögðum og svo líka textavinnslu sem er mjög gott að læra. Já, og læra að meta það að þetta er vinna, svolítið erfiði á köfl- um. Það var líka gott að hitta aðra sem eru á sömu slóðum, hitta fólk á öllum aldri úr öllum áttum sem er að glíma við það sama og tengjast því félagslega.“ Spurningarmerki við raunveruleikann Lífsýni heitir kver með örsögum eftir Jóhannes Ólafsson sem bókaforlagið Rasspotín gefur út næstkomandi fimmtudag í mjög takmörkuðu upplagi – ekki koma út nema 66 eintök, handsaumuð og límd og innpökkuð. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Skáldsagan Stúlkurnar eftir Emmu Cline gerist í Norður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratug- arins. Í bókinni segir frá unglingsstúlku, Evie Boyd, sem kynnist stúlkum sem heilla hana með frelsi sínu, kæruleysislegum klæðaburði og villtri og óheftri framkomu. Evie dregst inn í söfnuð sem er stjórnað af manni með gríðarlegt aðdráttarafl. Þau búa saman á niðurníddum búgarði, sem í augum Evie er framandi og ómótstæðilegur. Evie verð- ur reiðubúin að gera hvað sem er til að vera ein af hópnum, en smám saman færist óhugsanlegt ofbeldið nær. Þetta er fyrsta skáldsaga Cline og hefur vakið mikla athygli og meðal annars stendur til að gera kvikmynd eftir bókinni. Ingunn Snædal þýddi. Annað hefti Tímarits Máls og menningar 2016 er komið út og verður dreift til áskrifenda eftir helgi. Í tímaritinu er meðal annars grein Lars Lönnroths um bréf Sigurðar Nordals til Nönnu Boëthius, sænsks kennara og þýðanda, sem var fyrri eiginkona hans, en þau voru gift frá 1914 til 1921. Sigurður dvaldist erlendis frá 1913 til 1918 og Nanna er lítið þekkt á Íslandi, enda kom hún aldrei hingað til lands og hjónabandi þeirra var í raun lokið 1917 þó þau hafi ekki skilið fyrr en 1921. Einnig er í heftinu viðtal Kristínar Ómarsdóttur við Halldóru Thor- oddsen, Böðvar Guðmundsson skrifar um Gerði Kristnýju, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir segir frá ferð sinni til Gíneu, Hjalti Þorleifsson skrifar um átthagaskáldið Guðmund Gíslason Hagalín auk fleiri greina, ljóða og bókaumsagna. Af Nönnu Boëthius Hörkutólið Jack Reacher er hetja í bókaflokki eftir breska rithöfundinn Lee Child. Bækurnar um Reacher hafa selst metsölu víða um heim, en fyrir stuttu kom út á íslensku bókin Villibráð. Í Villibráð segir frá máli sem kemur upp þeg- ar Reacher er enn í bandaríska hernum. Hann er sendur til Mississippi þar sem lík ungrar konu hefur fundist við lestarteina. Grunur bein- ist að hermanni í nálægri herstöð sem á áhrifa- mikla vini í Washington. Rannsókn málsins gengur seint og flækir það mikill þrýstingur á Reacher að ljóstra ekki upp um eitthvað sem sé hernum óþægilegt. Jón St. Kristjánsson þýddi. Hörkutólið Jack Reacher Mánasteini, skáldsögu Sjón, hefur verið vel tekið ytra, en hún kom út í Bretlandi fyrir stuttu hjá forlaginu Sceptre, sem m.a. gefur einnig út Stephen King og David Mitchell. Breskir gagnrýnendur hafa tekið bókinni vel og tímarit breskra bók- sala, Bookseller, valdi bókina eina mest spennandi útgáfu ársins nokkru áður en hún kom út og gagnrýnandi bókakeðjunnar Wat- erstones spáði henni vinsældum. Í The Times Literary Supple- ment segir gagnrýnandinn Patrick Flanery að Bretar séu heppnir að lifa á tímum Sjóns og bætir við að verk hans séu hugsjónaverk sem slái öll vopn úr höndum lesandans og komi sífellt á óvart. Í dómi í stór- blaðinu Guardian segir að bókin sé glitrandi ævintýri um kynlíf og kvikmyndir þar sem textinn sé aldrei ofhlaðinn eða uppskrúfaður og í honum jafnvægi reiði og of- sjóna og ljúfs anda. Í haust kemur Mánasteinn út vestan hafs og frönsk útgáfa er einnig væntanleg. Mánasteinn Sjóns kom út í Bretlandi fyrir stuttu og hefur verið vel tekið. Hún kemur fljótlega út í Bandaríkjunum og Frakklandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mánasteini vel tekið ÆVINTÝRI Stúlka í slæmum félagsskap HVAR ER SÓSAN? Þegar þú ert að pakka niður fyrir útileguna er mikilvægt að hafa forgangsröðunina á hreinu. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.