Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 3
3 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Á aðalfundi Hins íslenska náttúru- fræðifélags sem haldinn var 22. febrúar síðastliðinn gerðu félagið og Náttúruminjasafn Íslands með sér samning um útgáfu á Náttúrufræð- ingnum. Gjörningurinn var undir- ritaður af forstöðumanni Náttúru- minjasafnsins, þeim er þetta ritar, og varaformanni félagsins, Hafdísi Hönnu Ægisdóttur í fjarveru for- manns. Frá og með 1. og 2. tölublað í 84. árgangi, sem lesandinn hefur fyrir framan sig, verður Náttúru- fræðingurinn gefinn út á vegum Náttúruminjasafns Íslands og Hins íslenska náttúrufræðifélags. Náttúru- fræðingurinn verður áfram félags- rit Hins íslenska náttúrufræðifélags og í eigu þess en að auki tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Í samningnum, sem tók gildi 1. febrúar 2014 og er ótímabundinn, eru jafnframt ákvæði um að rit- stjóri Náttúrufræðingsins verði á launaskrá Náttúruminjasafnsins og með starfsaðstöðu í gömlu Loft- skeytastöðinni á Melunum í Reykja- vík þar sem Náttúruminjasafnið er með skrifstofur. Samkvæmt samn- ingnum stendur stjórn félagsins og ritnefnd tímaritsins einnig til boða fundaraðstaða í húsinu án endurgjalds. Kostnaður Hins ís- lenska náttúrufræðifélags felst í helmingnum af launagjöldum rit- stjórans og helmingnum af prent- og dreifingarkostnaði við tímaritið. Nýr ritstjóri Náttúrufræðingsins er Hrefna Berglind Ingólfsdóttir og hóf hún störf 1. febrúar síðast- liðinn Hrefna er lesendum Nátt- úrufræðingsins að góðu kunn en hún ritstýrði Náttúrufræðingnum á tímabilinu 2006–2012 auk þess sem hún lagði hönd á plóg við útgáfu á 83. árgangi tímaritsins. Það er vonandi að hið nýja um- hverfi Náttúrufræðingsins verði til þess að renna styrkari stoðum undir útgáfu tímaritsins og efli þar með náttúrufræðslu í landinu, ekki síst gagnvart almenningi eins og að er stefnt og lesa má út úr fullu heiti tímaritsins, Náttúrufræðingurinn – Alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði. Því er ekki að leyna og hefur komið fram í máli gjaldkera félagsins við ársuppgjör undanfarin ár, að útgáfa tímaritsins hefur verið í járnum og ekkert mátt út af bera. Megin- skýringin á þessu er að útgáfu- og dreifingakostnaður hefur hækkað í takt við almenna verðlagsþróun en hvorki félagafjöldinn né ið- gjaldið. Fjöldi félaga hefur staðið í stað og hækkun iðgjaldsins hefur dregist aftur úr þróun helstu við- miðunarvísitalna. Hvað náttúru- fræðsluna varðar er mikilvægt að hafa í huga að Náttúrufræðingurinn er eina tímaritið í landinu ætlað jafnt lærðum sem leikum þar sem helstu fræðimenn þjóðarinnar kynna niðurstöður og fjalla um eigin rann- sóknir á náttúru landsins á íslensku máli. Í sumum tilfellum eru merkar rannsóknaniðurstöður á náttúru Ís- lands hvergi birtar annars staðar. Þótt skrif í tímaritið séu á íslensku er þar einnig að finna ágrip á ensku og enskur texti fylgir einnig myndum og töflum. Miðlun upplýsinga með framan- greindum hætti um náttúru lands- ins, sem allir helstu atvinnuvegir þjóðarinnar hvíla á, er nauðsyn- legur og þýðingarmikill hluti af hinu óformlega menntakerfi. Niður- stöður nýjustu PISA-rannsóknar frá 2012, þar sem fram kemur að íslensk ungmenni standa jafnöldrum sínum í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við talsvert að baki í náttúrulæsi og stærðfræði, gefa jafn- framt eindregið til kynna að efla þurfi til muna miðlun þekkingar um náttúruna strax á fyrstu stigum í skólakerfinu. Hlutverk Náttúru- fræðingsins í þessu sambandi kann að felast í því að framreiða efni í meira mæli fyrir yngri lesendur en gert hefur verið. Ekki síður kann hlutverkið að liggja í því að virkja betur kennara og aðra uppalendur, þar með talda foreldra, til þess að nýta allan þann mikla og góða efni- við sem býr í Náttúrufræðingnum til að uppfræða æskuna. Hér gildir hið fornkveðna – hvað ungur nemur, gamall temur. Hvað Náttúruminjasafn Íslands áhrærir er mikill akkur fyrir stofn- unina að standa að útgáfu Náttúru- fræðingsins í samstarfi við Hið ís- lenska náttúrufræðifélag. Útgáfan gerir Náttúruminjasafninu kleift að sinna einu helsta lögboðna hlutverki sínu, miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru landsins, með býsna öflugum hætti jafnt í prent- sem raf- miðli nánast í einu vetfangi. Það er vonandi að þetta samstarf safnsins og félagsins megi vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Slík þróun sam- bandsins er eðlileg í ljósi sögunnar, en Náttúruminjasafn Íslands er, líkt og Náttúrufræðistofnun Íslands, skilgetið afkvæmi af starfsemi og baráttumálum Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, allt frá fyrstu tíð við stofnun félagsins fyrir 125 árum síðan. Með réttu má einnig segja að félagið eigi inni hjá ríkinu. Hér er vísað til samningsins frá 1947 milli félagsins og ríkisins, en þar er m.a. getið um skuldbindingar af hálfu ríkisins þess efnis að láta félaginu í té endurgjaldslaust aðstöðu undir skrifstofu, fundi og geymslur. Nátt- úrufræðistofnun Íslands efndi þessi samningsákvæði um árabil fram til 2004 en upp frá því veittu ýmsir félaginu aðstöðu, einkum þó Nátt- úrufræðistofa Kópavogs. Nú er komið að Náttúruminjasafni Íslands að gera sitt til að efna með veglegum hætti þessi ákvæði samningsins. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands Náttúrufræðingurinn í nýju umhverfi

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.