Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags skv. þessari rannsókn, og í öðrum norðlægum uppsjávarvistkerfum eins og við Svalbarða.59,60 Ljósátu- tegundirnar augnsíli, sporðkríli og náttlampi, tilheyra fæðuþrepi 2,5–2,7 og má álykta að þær séu alætur og smávaxið dýrasvif sé líklega mikil- vægt í fæðu þeirra. Ólíkt öðrum tegundum í þessari rannsókn reyndist mjög lítið af Calanus-fæðu- vísum (þ.e. fitusýrum sem fylgja orkunni (fæðunni) um fæðuvefinn) hjá ljósátunum augnsíli og sporð- kríli20 og eru Calanus-tegundir því ekki mikilvægar sem fæða fyrir þær. Í Íslandshafi eru Calanus-tegundir þó mikilvægar í fæðu náttlampa sem reyndist hins vegar ekki vera tilfellið suður af landinu.20,61 Frekar há gildi af þörungafæðuvísum bentu einnig til þörungaáts.20 Það er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna nátt- lampa vera alætu.61,62,63 Af þeim marflóm sem rannsakaðar voru til- heyrir G. wilkizkii heldur lægra fæðu- þrepi (2,4) en T. libellula og T. abys- sorum (2,6–2,9), sem gefur til kynna að G. wilkizkii éti einnig plöntusvif. Búsvæði G. wilkizkii eru við og undir ís þar sem hún étur ísþörunga og krabbaflær skyldar rauðátu.64,65,66 Einnig hefur hún fundist í opnu hafi, þar sem ís hefur bráðnað,66,67 eins og í þessari rannsókn, og er fæðan þá aðallega Calanus-tegundir. Út frá mælingum á stöðugum samsætum og fitusýrum20 má álykta að Calanus- tegundir séu mjög mikilvæg fæða pílormsins E. hamata sem flokkast sem kjötæta. Á norðurheimskautinu tilheyrir E. hamata sama fæðuþrepi og hann gerir í þessari rannsókn og Calanus-tegundir eru þar einnig mikilvægur hluti fæðu þeirra.50,68 Fiskseiði í þessari rannsókn, þ.e. loðna, þorskur, ýsa og sandsíli, hafa svipað fæðuþrepsgildi (3,2). Þetta bendir til svipaðs fæðuvals, mjög líklega til dýrasvifs sem aftur étur svifþörunga. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir á fæðu fiskungviðis í hafinu kringum Ísland, sem sýna að ljósátur og krabbaflærnar rauðáta og Acartia spp. eru aðalfæða loðnu og þorsklirfa.69 Gildi stöðugra sam- sæta ásamt háum gildum af Calanus- fæðuvísum20 í fullorðinni loðnu, gefa til kynna að bæði Calanus-teg- undir og dýr á hærri fæðuþrepum, sem eru rík af Calanus-fæðuvísum (t.d. marflær og ljósátur) séu mikil- vægar í fæðu fullorðinnar loðnu. Eldri rannsóknir í Íslandshafi sýna að rauðáta og ljósáta eru mikilvægur hluti af fæðu fullorðinnar loðnu.70,71 Áhugavert er að marflær, og þá sér- staklega kaldsjávarmarflóin T. libel- lula, virðist vera mikilvægasta fæða fullorðinnar loðnu í Íslandshafi í ágúst 2007–2008,20 en rannsóknir á magasýnum sýna einnig aukningu á marflóm miðað við fyrri ár.31 Hliðrun á búsvæðum fullorðinnar loðnu til vesturs, og hugsanlega ólík samsetning dýrasvifs á nýja búsvæðinu miðað við þau fyrri, gætu verið ástæða breytinga í fæðu- vali loðnunnar. Niðurstöður RDA röðunar- greiningar benda til þess að síð- sumars í Íslandshafi séu þrenns konar samfélög dýrasvifs, þ.e. atlantískt, norrænt og samfélag með tengsl við landgrunnssvæðin og virðist skiptingin ráðast bæði af landfræðilegum þáttum (dýpi og hnattstöðu) og sjógerðum (sjávar- hita og seltu, 11. mynd).72 Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við fjölmargar fyrri rannsóknir á út- breiðslu og samfélögum dýrasvifs í tengslum við hitafar og sjógerðir bæði hér við land og á öðrum norð- lægum hafsvæðum.19 Þegar niður- stöðurnar eru skoðaðar ber að hafa í huga að gögnunum var safnað á þremur árum og á tveggja mánaða tímabili. Því er líklegt að hér sé ekki einungis um augnabliksmynd að ræða, heldur séu niðurstöðurnar að mörgu leyti dæmigerðar fyrir ástandið síðsumars í Íslandshafi. Árlegur lífmassi svifþörunga (blaðgrænu) var metinn 5,3 milljónir tonna, átu 29 milljónir tonna og fiska ~1 milljón tonn, sem er sambærilegt við niðurstöður í Noregshafi og Bar- entshafi.19,73,74 Stór hluti kolmunn- ans var í útjaðri Íslandshafs norð- austan lands og í hlýrri sjó með landgrunnsbrún Grænlands sunnan við Grænlandssund, sem er utan við eiginlegt Íslandshaf. Magn fullvaxta loðnu (2ja ára og eldri) var lítið. Líf- massi uppsjávarfiska í Íslandshafi var því aðeins brot af því sem búast mætti við með hliðsjón af lífmassa átu og stofnstærð uppsjávarfiska á fyrri árum.10,11 Magn (lífmassi) annarra fiska en kolmunna, síldar og loðnu var lítið. Þær breytingar sem orðið hafa á útbreiðslu loðnu í Íslandshafi frá lokum síðustu aldar hafa verið taldar eiga rætur að rekja til lofts- lagsbreytinga og þar af leiðandi breytinga á ástandi sjávar, þ.e. hlýnunar í efri lögum og millilögum Íslandshafs.11 Þær niðurstöður sem kynntar eru í þessari grein gefa til kynna að hlýnun hafi orðið á síðustu árum í Íslandshafi, einkum vegna aukins innstreymis í sunnanvert hafið en einnig vegna hlýnandi milli- sjávar. Minnkandi sumarútbreiðsla hafíss í Íslandshafi á þessari öld er skýrt merki um áhrif hlýnunar. Ætla verður að skilin milli hlýsjávar og pólsjávar hafi færst norðar og vestar í kjölfar hlýnunar og að búsvæði eldri loðnu hafi fylgt þeim skilum. Þá virðist sem aukið innstreymi í sunnanvert Íslandshaf hafi borið loðnuseiði norðar en áður og vestur á grænlenska landgrunnið. Nýliðun loðnu hefur minnkað á svipuðum tíma og breytingar verða á útbreiðslu eldri hluta stofnsins. Það gæti verið til marks um að orsakir nýliðunar- brests tengist breytingum sem leitt hafa af hlýnun sjávar. Það verkefni sem hér hefur verið lýst er fyrsta alhliða vistkerfisrann- sóknin sem gerð er í Íslandshafi. Niðurstöðurnar gefa skýra mynd af grunnþáttum í vistkerfi hafsvæðisins og mikilvæga viðmiðun við frekari rannsóknir. Samanburður við nálæg hafsvæði sýnir svipaða gerð og virkni vistkerfanna, t.d. varðandi tegundafjölbreytni, tímasetningu vorblóma, fæðuvefinn og samfélög dýrsvifs. Á hinn bóginn er frekara átaks þörf til að öðlast betri skilning á vistfræðilegum ferlum með tilliti til loðnu, ekki síst orsökum nýlið- unarbrests, þar sem sjónum væri beint sérstaklega að búsvæðum stofnsins á mismunandi þroska- stigum og þeim þáttum sem mestu skipta í lífsögu loðnustofnsins.31,76,77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.