Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 19
19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Árstíðabreytingar í tíðni
gróðurelda á Íslandi
Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 19–26, 2014
Þröstur Þorsteinsson
Upplýsingum um gróðurelda á Íslandi var safnað með ítarlegri leit í rafrænum
gagnasöfnum af fréttum, en fyrstu fréttir af gróðureldum voru frá 1943. Þá
var leitað í gagnagrunni frá Mannvirkjastofnun fyrir árin 2003–2010 og frá
brunavörnum Borgarbyggðar (2010). Flestir eldarnir eru litlir, en þó urðu tíu
eldar þar sem yfir hektari lands brann á árunum 2007–2013, þar af sex sem
voru stærri en 10 hektarar. Langsamlega flestir eldar kvikna vegna íkveikju
(72%). Greinilegur árstíðamunur er á hvenær gróðureldar kvikna hérlendis,
en langalgengast er að þeir verði á vorin (mars–maí, 70% gróðurelda), ef
tekið er tímabilið 1943–2012, með hámarki í maí (29% af eldum ársins), þar
á eftir í apríl (28%) og svo í mars (13%). Í janúar verða nokkuð margir eldar
(6%) og kvikna þeir augljóslega oftast vegna flugeldanotkunar kringum
áramót. Ekki eru til nógu nákvæm gögn til að meta nákvæmlega hvort tíðni
gróðurelda hafi breyst síðustu áratugi eða hvort dreifing þeirra á árstíðir hafi
breyst. Hins vegar virðist sem gróðureldar yfir sumarmánuði séu tiltölu-
lega nýleg þróun. Hún fer saman við hnattræna hlýnun, aukna skógrækt og
sumarhúsabyggð og minni beit, sem hefur aukið gróðurmagn víða á landinu.
Þetta gefur ríka ástæðu til að fylgjast vel með, skrá á skipulegan hátt gróður-
elda og undirbúa viðbragðsáætlanir og hættumat vegna þeirra.
1. mynd. Agnir í lofti vegna gróðurelda í Rússlandi í ágúst 2010. Kort af AOD (e. Aerosol Optical Depth) (A) í ágúst 2010 og (B) í
ágúst 2011. – Aerosols from the wildfires in Russia, August 2010. Maps of Aerosol Optical Depth in (A) August 2010, and (B) in
August 2011, show the impact of the wildfires.
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Inngangur
Gróðureldar eru vaxandi vandamál
víða um heim og meðal helstu
orsaka eru veðurfarsbreytingar og
aukin byggð í og við skógarjaðra.1
Þurrkar hafa undanfarin ár valdið
gríðarlega miklum gróðureldum, til
dæmis í Rússlandi 20102, Ástralíu
20133,4 og víðar. Gríðarleg mengun
fylgir gróðureldum og verður
oft það mikið af ögnum í lofti að
skyggni verður lítið og loftgæði
spillast á stórum svæðum (1. mynd).
Á Íslandi hef ur magn gróðurs víða
aukist töluvert á undanförnum árum,
sér í lagi á vestari helmingi lands-
ins.5 Meðal ástæðna eru minnkandi
beit, vaxandi skógrækt, sumar-
húsabyggðir og hlýnandi veðurfar.
Einnig hefur lúpína víða myndað
stórar og þéttar breiður með miklum
eldsmat. Samtímis hefur orðið veru-
leg aukning ferðamanna og úti-
vistar allt árið. Það eru því fleiri á
B
A