Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 20
Náttúrufræðingurinn 20 ferð á öllum árstímum, t.d. í sumar- húsum. Þar sem nánast allir gróður- eldar hérlendis eru af mannavöldum eykst hættan á gróðureldum og tjóni. Óhætt er að fullyrða að hættan á því að slíkir eldar kvikni og valdi skaða minnkar ekki með hlýnandi veður- fari og auknum gróðri, sér í lagi í þéttum sumarhúsahverfum. Skorradalshreppur vann aðal- skipulagsáætlun á 10. áratug 20. aldar, en í því felst m.a. að skil- greina þarf svæði sem falla undir náttúruvá. Í þeirri vinnu var talsvert rætt um hættu af gróðureldum, en í dalnum er þétt sumarhúsabyggð á gróðursælum frístundasvæðum. Opinberlega falla gróðureldar enn ekki undir skilgreiningu náttúruvár og eldri skipulagsáætlanir á þessum svæðum voru ekki unnar með hættu af gróðureldum í huga. En þegar eld- arnir miklu urðu á Mýrunum vorið 2006 var ljóst að hættan er fyrir hendi í Skorradal. Sú hætta er ekki bundin við skemmdir á gróðri og eignatjón, heldur gætu mannslíf verði í húfi. Í aðalskipulagi Skorradalshrepps til 2022 var því mörkuð sú stefna að vinna skyldi áhættugreiningu/ hættumat og viðbragðsáætlun fyrir frístundasvæðin og huga að for- vörnum gegn gróðureldum, enda kemur fram í brunavarnaáætlun svæðisins6 að ,,ráðandi áhætta“ í Skorradal er náttúruumhverfi og sumarhúsabyggðir. Til að skilgreina þá hættu sem stafar af gróðureldum sem best þarf margt að koma til. Eitt af því er vitneskja um fyrri atburði, gagna- grunnur yfir gróðurelda og einnig er oft talað um brunasögu svæðis. Árið 2002 var tekinn í notkun svokall- aður útkallsgagnagrunnur Mann- virkjastofnunar (MVS, sem þá hét Brunamálastjóri). Fyrir þann tíma var lítil eða engin miðlæg söfnun upplýsinga sem vörðuðu gróður- elda. Hér eru gögn úr gagnagrunni MVS fyrir árin 2003–2010, auk frétta af gróðureldum, notuð til að meta tíðni gróðurelda hér á landi og fá hugmynd um helstu orsakir þeirra og staðsetningu. Hér eru einungis þeir gróður- eldar skoðaðir sem kvikna þegar síst skyldi og skapa hættu. Gögnin ná yfir tímabilið 1943–2013, en á fyrri hluta þess eru mjög fáir atburðir og því fá nýlegri atburðir meira vægi. Vinnan sem hér er kynnt er liður í lærdómsferli sem íslenskt samfélag er í gagnvart þeirri vá sem steðjar að landsmönnum öllum vegna gróðurelda. Sinubrunar á Íslandi Á Íslandi hafa gróðureldar væntan- lega helst fylgt eldgosum fyrir landnám enda eru eldingar fátíðar. Við landnám hófst stórfelldur bruni skóga og kjarrlendis. Frá þeim tíma hefur sina verið brennd til að eyða kjarri og bæta land til beitar.7 Í ann- álum má lesa um nokkra stórbruna, meðal annars Úlfhildarbrennu á 16. öld, þar sem talið er að 20–30 km2 lands í Biskupstungum hafi brunnið, og eld í Þingvallaskógi árið 1586.7 Dæmi eru einnig um skæða gróðurelda á Norðurlandi, til dæmis á Hvammsheiði, í landi Árbótar í Aðaldal þann 24. júní 1956.7 Árið 2012 varð gróðureldur í Laugardal við Ísafjarðardjúp, í umdæmi Súðavíkurhrepps, frá 3. ágúst til 11. ágúst. Þar urðu alls um 14 hektarar eldinum að bráð. Ýmis- legt var athyglisvert við þennan eld, meðal annars hve lengi hann brann og hversu mikinn mannskap þurfti til að slökkva hann, en fyrir vikið varð eldurinn mjög dýr fyrir sveitar- félagið, beinn kostnaður metinn á um 21 milljón króna.a Einnig vekur athygli að þessi eldur, sem kviknaði vegna gáleysis, varð síðsumars.8 Áætlanir um viðbrögð við gróður- eldum hefðu mögulega getað sparað töluverða vinnu og fjármuni. Veðuraðstæður Á sunnanverðu landinu er það einkum langvinnur norðaustan- vindur sem skapar kjöraðstæður til sinubruna, eins og sjá má af stóreldum fyrri alda sem og sinueldunum á Mýrum 2006 og mosaeldunum á Miðdalsheiði 2007.9 Þar er einnig víðáttumikið snjólétt land með gróskumiklum gróðri og viðvarandi þurraþræsingur að vori sem þurrkar upp sinu, kvist- gróður og mosa. Þegar spretta hefst dregur hins vegar úr eldhættu. Fyrir norðan fylgja þurrkar helst hvössum suðvestanvindi eða langvarandi suðlægum áttum. Úrkoma á landinu er allmikil (um 1100 mm á ári) en mjög breytileg milli staða og ára. Hér sýnum við úrkomu í Reykjavík á árunum 1961– 2013 þar sem flestir eldar verða á suðvesturhorni landsins. Meðal- ársúrkoman í Reykjavík er um 823 mm á þessu tímabili, mest 1125 mm árið 2007 og minnst 592 mm árið 2010. Almennt er úrkoman minnst frá apríl til ágúst (2. mynd). Úrkoma einstakra mánaða er mjög breytileg, a Ómar Már Jónsson 2013. Gróðureldur í Laugardal. Erindi á málþingi um gróðurelda, Borgarnesi. 2. mynd. Meðalúrkoma hvers mánaðar í Reykjavík fyrir tímabilið 1961–2013 (svarta línan). Einnig er sýnt staðalfrávik (rauð brotalína) og lægsta gildi (rauðar stjörnur). – Mean monthly precipitation (black line), standard deviation (red dashed line), and minimum monthly values (red stars) for the period 1961–2013 in Reykjavik. 2 4 6 8 10 12 0 20 40 60 80 100 120 140 Mánuður – Month Ú rk om a (m m /m án ) − Pr ec ip . ( m m /m )
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.