Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 28
Náttúrufræðingurinn 28 ekki í þættinum en eðlilegast er að álíta að þetta hafi verið Hallmundur sá sem nefndur er í fyrstu vísu kviðunnar og hún tekur nafn sitt af. Tildrög og vettvangur kvæðisins eru heldur ekki skýrð og svo er að sjá sem skrifari Bergbúaþáttar hafi ekki þekkt til þess og alls ekki skilið kveð- skapinn til hlítar. Sagan sem kviðan er felld inn í er í raun öll á skjön við innihald kvæðisins og augsýnilega miklu yngri en það. Þórhallur Vilmundarson bendir á þetta í for- mála sínum að Bergbúaþætti.3 Í út- gáfu sinni miðar hann stafsetningu lausamálsins í þættinum við að það sé frá 14. öld en að kviðan sé frá 13. öld. Eins og fram kemur hér á eftir er þessi aldursmunur líklega snöggt um meiri. Lausamálið, umgjörð kviðunnar, hefur yfir sér kristilegan blæ og söguhetjurnar eru guðhræddir menn sem eru á leið til kirkju. Kviðan sjálf er hins vegar rammheiðin og hvergi örlar þar á kristnum fræðum. Vettvangur Bergbúaþáttar er í Djúpafirði í Barðastrandarsýslu. Höfundur þáttarins hefur verið ókunnugur þar því hann gerir sig sekan um landfræðilegar villur og ónákvæmni. Hann nefnir heldur ekki frá hvaða bæ Þórður var né hvaða kirkju hann var að fara til. Hugsanlega var hann frá Hallsteins- nesi því sá bær er nefndur á nafn í þættinum. Aðrir bæir í firðinum eru Djúpidalur, Barmur, Miðhús og Gróunes. Þeir eiga allir sókn að Gufudal í Gufufirði, sem er næsti fjörður vestan Djúpafjarðar. Eðlilegast er því að hugsa sér að Þórður hafi farið til messu í Gufudal. Þetta er 15–20 km vegalengd eftir því hvaða leið er valin. Engir hellar eða skútar eru á þessum slóðum og þaðan af síður hraun. Vettvangur Hallmundarkviðu er hins vegar á eldfjallasvæði, fjöllum er lýst, hraun- hellum og árgljúfrum. Firðir, sjór og strendur koma hvergi við sögu. Hallmundarkviða er ærið tor- skilin og mikið skreytt með kenn- ingum og heitum hins gamla skáldamáls. Jafnvel í fornöld hafa menn átt fullt í fangi með að ráða í innihaldið eins og sést best á Þar segir frá Þórði bónda í Djúpafirði á Barðaströnd og húskarli hans, sem lentu í illviðri og villum á leið til kirkju. Þeir leituðu skjóls í helli undir háum hömrum og höfðust þar við um nótt. Brátt urðu þeir þess varir að jötunn bjó í hellinum. Hann amaðist ekki við þeim en kvað fyrir þá tólf vísna flokk og í síðustu vísunni segir að þeir muni hafa verra af ef þeir læri ekki flokkinn. Jötuninn fór þrisvar með kviðuna áður en dagur rann en hvarf þá inn í myrkrið en þeir fóru leiðar sinnar til kirkjunnar. Þórður lærði kviðuna og varð hamingju maður en húskarlinn gat ekkert munað og varð bráðdauður nokkru síðar. Jötuninn kynnir sig og víðar við Miðjarðarhaf. Og hér sem þar hafa menn sett náttúruöflin sem að baki bjuggu í goðsögulegt samhengi (1. mynd). Fræðimenn hafa ekki á miklu að byggja um hvert það samhengi var. Eldgos eru ekki víða nefnd í fornritunum fyrir utan þau sem annálar greina frá með stuttaralegum hætti. Hér er Hall- mundarkviða sennilega lykilheimild en hún hefur lengi verið vanmetin sem slík. Hallmundarkviða Hallmundarkviða er varðveitt í Bergbúaþætti sem er einn af stystu sagnaþáttum fornbók menntanna.3 1. mynd. Í fornum trúarbrögðum er víða að finna goðsögulegar skýringar á eldgosum og öðrum náttúruhamförum. Forngrikkir töldu að risinn Enkelados lægi í hlekkjum undir Etnu. Í hvert sinn sem hann braust um í fjötrunum gaus fjallið ógurlega. – According to Greek Mythology the giant Enceladus is buried under Etna volcano. Whenever the giant stirs the volcano erupts violently. Bernard Picart 1731, koparstunga í einkaeign – copper engraving, private collection.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.