Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 30
Náttúrufræðingurinn
30
3. mynd. Kolefnisgreiningar á tveimur kýr-
beinum úr Surtshelli.13 Myndin sýnir leið-
réttan aldur (Calib 7.0, Stuvier & Reimer ©
1986–2014). Greiningarnar gefa svipaðar
niðurstöður. Ef gjóskulagagreining Hauks
Jóhannessonar11 væri ekki fyrir hendi væri
eðlilegast að álykta sem svo að dýrin, sem
beinin eru úr, hafi verið felld á 8. eða 9. öld.
– Two radiocarbon dates of cattle bones sam-
pled in Surtshellir.13 They indicate a prehis-
toric age of the remains as the most likely
age.11
sinni, með skýringum Þórhalls að
mestu óbreyttum, en með útlegg-
ingum sínum og þar var margt
nýstárlegt og frumlegt, eins og
vænta mátti úr þeirri átt. Hann
horfir á kvæðið með augum nátt-
úrufræðings og finnur ýmislegt í
umhverfislýsingum þess sem fellur
vel að staðháttum á slóðum Hall-
mundarhrauns. Hann endurmetur
einnig aldur kviðunnar og færir rök
að því að hún hafi verið ort á 10. öld,
hugsanlega af sjónarvotti eldsum-
brota og hraun rennslis. Páll bendir
á að heiðin trúarbrögð og nátt-
úrusýn fornmanna hafi verið mjög
samtvinnuð og túlkar kvæðið í því
ljósi (1., 4. og 5. mynd). Þannig telur
hann að menn hafi séð fyrir sér jötna
og goð í gosmekkinum og túlkað
kynjamyndir í hrauninu á sama hátt
sem alskyns vætti. Þótt Páll nefni
það ekki berum orðum er augljóst
að hann hugsar sér kviðuna miklu
eldri en lausamálið í Bergbúaþætti.
Þórhallur Vilmundarson telur einnig
að svo sé en aðrir norrænufræðingar
sem fjallað hafa um Bergbúaþátt
gera það ekki.
Það nýjasta sem ritað hefur verið
um Hallmundarkviðu er grein
Heimis Pálssonar í Skírni 2013.16
Hann skýrir kvæðið frá goðfræði-
legum sjónarhóli og í því ljósi að
það kunni að vera frá heiðnum tíma.
Þar koma fram margar athyglis-
verðar nýjungar til skilnings á
hinum fora texta.
Leiðréttur aldur (e.Kr.) – Calibrated date (AD)
AAR-7413 1197±36 BP
Surt-S2
AAR-7412 1214±41 BP
Surt-S1
500 600 700 800 900 1000
árið 1948 og sendi það síðar til rann-
sókna og aldursgreininga í Svíþjóð.
Það reyndist vera úr smávaxinni
kú og kolefnisgreining gaf ártalið
940±100 ár. Þessi greining er ekki
nákvæm og skekkjumörkin það víð
að ástæðulaust er að styðjast við
hana eftir að nýrri og nákvæmari
greiningar komu til. Þjóðminjasafnið
stóð fyrir rannsóknum á beinaleifum
og fleiri minjum í Surtshelli árið
2004, bein voru aldursgreind með
nýjustu tækni og þá fékkst aldur
sem spannaði árabilið 700–950
e.Kr.13 Greiningarnar voru tvær og
bar vel saman (1. tafla, 3. mynd).
Eðlilegasta túlkunin á þeim er sú að
beinin séu af dýrum sem slátrað var
af hellismönnum og þau etin í hell-
inum einhverntíma milli 800 og 900.
Greiningarnar útiloka samt ekki að
þetta kunni að hafa gerst á 10. öld
þótt líkurnar séu sáralitlar (eða innan
við 5% miðað við 95,4% líkindi) sam-
kvæmt skýrslu Þjóðminjasafnsins.
Hér ber aldursgreiningum illa
saman, öskulagagreining bendir til
sögulegs aldurs, kolefnisgreiningar
benda fremur til forsögulegs aldurs
og því virðast ýmsir trúa því sem
fullyrt er á ferðamanna skiltum við
Hraunfossa að hraunið hafi runnið
fyrir landnám.
Páll Bergþórsson veðurfræðingur
skrifaði grein um Hallmundarkviðu
og Hallmundarhraun í Lesbók
Morgun blaðsins 2006 og tekur þar
undir kenningu Þórhalls Vilmundar-
sonar.16 Páll birti kviðuna í grein
hrauninu og efnagreindi gjóskukorn.
Niðurstaða hans varð sú að land-
námsgjóskulagið liggi rétt undir
hrauninu og að hraunið hefði runnið
á fyrstu áratugum tíundu aldar (2.
mynd).11 Aldur landnáms lagsins
hefur verið skilgreindur mjög ná-
kvæmlega með með greiningum á
gjósku í íslögum Grænlandsjökuls.
Það er talið hafa fallið 871±2 e.Kr.12
Þar með mátti ljóst vera að eldar
Hallmundarhrauns hefðu verið með
fyrstu gosum sem nýbúar Íslands
urðu vitni að. Þórhallur endurmetur
þó ekki aldur Hallmundarkviðu
í þessu ljósi sem þó virðist liggja
beint við að gera.
Kolefnisgreiningar á fornum
beinum úr Surtshelli stinga nokkuð
í stúf við vitnisburð öskulaga.
Almennt hafa menn talið að beinin
séu til vitnis um búsetu manna í hell-
inum og hafa tengt þau við Hellis-
menn þá sem Landnáma greinir frá
að hafi stundað ránsskap á þessum
slóðum um eða upp úr landnáms-
tíð.13 Hafa ber í huga að menn hafa
ekki getað sest að í hellum Hall-
mundarhrauns strax eftir að þeir
mynduðust. Fyrst í stað hefur verið
óverandi þar fyrir hita. Það hafa því
vafalítið liðið allnokkur ár frá gos-
lokum og þar til hraunið kólnaði
nægjanlega svo menn gætu þolað
við í hellunum. Aldur beinanna ætti
því að vera nokkru lægri en aldur
hraunsins. Halldór Laxness14 tók
með sér bein úr beinahrúgunni í
Vígishellinum þegar hann kom þar