Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 33
33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
orðið áður en gosið hófst með grjót-
flugi, skriðum og gný í fjallahlíðum.
2. vísa – Hinn dökkleiti eldur brýst um
drynjandi, áður en hann rýfur harð-
virkur dyngjur fjallgarðanna; gnýr er
í kring um hinn dökka mann; ég segi
dimma eimyrju þeytast skjótlega upp,
það verður hávaðasamt við klettana er
glóðirnar fjúka.
Lýst er hvernig jörð nötraði áður
en eldurinn braust út í óbyggðunum
en þegar það gerðist fylgdu því
miklir og dökkir kvikustrókar og
gosdrunur. Hér er sagt beinum
orðum að jarðskjálftar hafi verið for-
boðar eldsuppkomunnar.
3. vísa – Fólk laugast eftir það þar í
lindalækjum; vötn streyma heldur heit
yfir menn; menn vita að þau spretta
upp í jötnabyggðum; eldurinn er ekki
sárheitur þar sem menn una sér glaðir.
Vísan virðist eiga betur heima
aftar í kvæðinu t.d. á eftir 4. eða 5.
erindi. Sagt er frá því að menn baði
sig í heitu vatni sem komi úr djúpum
jarðar (jötnaheimi) og hafi unun
að. Miklar vatnslindir koma undan
Hallmundarhrauni. Má þar nefna
Hraunfossa og fleiri lindasvæði. Þótt
vatnið sé ískalt í dag má ljóst vera
að fyrstu árin og áratugina eftir gos
hafa þessar lindir verið snarpheitar
og þar hefur fólk gengið til lauga.
4. vísa – Stór björg og stinnar berg-
bungur springa; og hin dynjandi fjalla-
borg skelfur; þá farast margir menn;
þytur fer um árgljúfrin; ég þrammaði
eftir ánni fyrir skömmu, en fleiri menn
magna ókyrrðina með öllum hætti.
Hraunið flæðir fram og storknar
en brotnar upp á nýjan leik með
miklum brestum. Mannskaði verður.
Í seinni hluta vísunnar er vikið að
rennsli vatnsfalla. Fljót virðist hafa
þornað. Í stað árniðarins fór þytur
vindsins um árgljúfrin og ganga
mátti eftir vatnsfarveginum þurrum
fótum. Hér er sennilega átt við
Norðlingafljót sem hefur örugglega
þornað og horfið úr farvegi sínum
um tíma meðan á umbrotunum
stóð en síðar hefur það birst á ný.
Athyglisvert er að Hallmundur
segist hafa gengið eftir ánni fyrir
skömmu, sem er vísbending um
að kviðan sé ort skömmu eftir um-
brotin. Þys magnast meðal manna,
hugsanlega vegna þess að hraun
rann niður í byggðina. Í því sam-
bandi má minna á sagnir um byggð
í Geitlandi eða þar í grennd sem
hvarf í hraun á fyrri öldum og vikið
verður að síðar. Ljóst er að Norð-
lingafljót hraktist úr farvegi sínum
við gosið og raunar fylltist hann
af hrauni allt ofan frá Langjökli og
niður fyrir Gilsbakka.
5. vísa – Þýtur í þungu grjóti, þrír
öskustrókar þyrlast upp, menn telja það
enn undur er jöklar brenna; þó mun
maður fyrr hafa kynnst stórum meira
undri á Íslandi, því sem æ mun standa.
Hér er farið eftir skilningi Páls
Berg þórs sonar á vísunni, en hann er
sá eini sem sett hefur fram viðun-
andi skýringu á henni. Handrita-
fræðingar hafa lesið aðra hendingu
sem „þrír eskvinar svíra“ og þannig
er hún prentuð í fornritaútgáfum en
merking setningarinnar hefur mjög
vafist fyrir mönnum. Páll bendir
á að eðlilegra sé að lesa orðið sem
eskingar þ.e. öskustrókar. Orðið
eskingur kemur fyrir í Bárðar sögu
Snæfellsáss og þýðir þar stórviðri
eða öskubylur en hefur líklega upp-
haf lega átt við öskufok.17 Sögnin
að svíra þýðir að þyrlast eða hring-
snúast sbr. danska orðið svire. Þrír
eskingar svíra þýðir þá einfaldlega
þrír öskustrókar þyrlast upp. Það
kemur allvel heim við staðhætti í
upptökum Hallmundarhrauns en
það kom úr þremur samföstum
gígum undir Jökulstöllum norð-
austan Eiríksjökuls. Ekki er talið að
mikil gjóska hafi myndast í gosinu18
en kvikustrókar og gosgufur hafa
vafalítið stigið upp af eldvörpunum
mánuðum og jafnvel árum saman.
6. vísa – Svartir kletta springa (eða falla
fram); eldurinn færist í aukana, undar-
legur aur tekur að flæða úr jörðu; margir
jötnar munu lifna, þá rifnar himininn,
steypiregn gerir, það rökkvar af regni,
áður en heimurinn ferst.
Skáldinu finnst engu líkara en
ragnarökkur sé í nánd. Hraunið
byltist fram og gosið færist í aukana.
Hinn undarlegi aur er hugsanlega
þunnur hraunstraumur sem
flæðir úr hellisgöngum. Þursar
virðast lifna eða verða til (líklega
sem klettamyndir í hrauninu sbr.
6. mynd). Himnarnir opnast og
steypiregn verður. Í lokalínunum
teflir skáldið saman orðunum regn
og rökkur til að minna á ragnarökkur
(eða ragnarök), endalokin þegar allt
líf slokknar. Hér birtist skyldleiki
við heimsendissýn Völuspár þar
sem segir:
Sól tér sortna,
sígr fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;
geisar eimi
ok aldrnari,
leikr hár hiti
við himin sjalfan.
Gaman er að minnast þess að
Sigurður Nordal og Sigurður
Þórarinsson töldu hugsanlegt að
höfundur Völuspár hefði upplifað
eldgos og áhrifa þess gætti í þess-
ari vísu.19 Fleira minnir á texta Völu-
spár. Lokaorð vísunnar. „… áður
heimurinn slökkvisk“ kallast á við
ljóðlínu í 45. vísu Völuspár: „… áður
veröld steypisk“. Það má velta fyrir
sér hvort Hallmundarkviða sé undir
áhrifum frá Völuspá eða hvort Völu-
6. mynd. Höfundur ræðir við Hraunkarl í
Hallmundarhrauni. – The author discuss-
ing with Hallmundur himself in Hall-
mund's lava. The picture is taken near
Surtshellir Cave in Hallmundarhraun Lava.
Ljósm./Photo: Hrund Ólafsdóttir.