Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 35
35 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þetta virðist vera ákveðið, einstakt eldgos. Fjölmörg fyrirbrigði ein- kenna það, önnur atriði sem fylgja sumum gosum vantar. Jarðskjálftar verða og skriðuföll í fjöllum, svo brýst eldur upp í fjalllendi í eða við jökul, kvikustrókar og gosmökkur eru áberandi, hraun rennur og fólk ferst, hraunhellar koma við sögu, á þornar upp og heit vötn koma fram sem hægt er að baða sig í. Ekki er talað um umtalsvert öskufall, ekki er minnst á neitt sem líkist jökulhlaupi eða jakaburði. Þau einkenni goss- ins sem hér eru talin upp mætti e.t.v. nota til að finna út hvaða eldstöðvar á Íslandi koma helst til greina. Síðustu atriðin, vöntun á öskufalli, vatns- hlaupi og jakaburði, dæma Kötlu úr leik og aðrar eldstöðvar undir jökli. Áin og heitu vötnin dæma eld- stöðvar á Reykjanesskaga einnig úr leik því þar eru engin umtalsverð vatnsföll. Ys og þys meðal manna, mannskaði o.fl. bendir til nándar goss eða hraunflæðis við byggð og það útilokar miðhálendið sunnan og norðan jökla, þ.e. Tungnáröræfi og Ódáðahraun. Hellar í hraunum eru ekki á Heklusvæði. Útilokunarað- ferðin skilur Hallmundarhraun eftir sem líklegasta kost og kemur heim og saman við öskulagagreiningu Hauks Jóhannessonar sem bendir til að hraunið sé runnið eftir landnám. Kolefnisgreiningarnar úr Surtshelli sem benda til hærri aldurs (3. mynd) virðast gefa villandi niðurstöðu. Aldur kviðunnar Hugmyndaheimur Hallmundar- kviðu er heiðinn, hvergi vottar fyrir kristnum áhrifum. Á hinum kristnu svæðum við Miðjarðarhafið þar sem eldgos voru vel þekkt fyrir- brigði töldu menn á miðöldum að eldfjöllin væru fordyri vítis eða víti sjálft þar sem sálir fordæmdra engdust í kvölum.22 Þessar hug- myndir virðast snemma hafa borist til Íslands og það er afar ólíklegt að skáld sem yrkir um eldgos á 12. og 13. öld taki ekkert mið af þeim en móti allt sitt skáldamál að fornum og heiðnum hugmyndum. Guðmundur Finnbogason skýrir hinn heiðna búning kvæðisins á þann hátt að hann hafi geðjast höfundinum vegna þess að hann veitti mest svigrúm til skáldlegra tilþrifa. Þetta stenst tæplega því dæmin sanna að fáir hafa fyllt skáldin meiri andagift en Kölski og árar hans. Skáldamálið, goðafræðin og öll hugsun kvæðisins bendir eindregið til heiðins tíma. Gos- lýsingarnar eru líka það sérstæðar og um margt nákvæmar, ef rétt er ráðið í vísuorðin, að ólíklegt virðist að langur tími hafi verið liðinn frá gosinu og þar til kviðan var ort. Hugsanlega nokkur ár eða áratugir en tæplega mannsaldrar og aldir. Í 4. vísu er gefur ljóðmælandi í skyn að skammur tími, vart meira en fáeinar vikur, sé liðinn frá því hægt var að þramma eftir (þurrum) árfarvegum sem áin var aftur farinn að falla um þegar kvæðið var kveðið. (Þytr fer um þundar Glitni, þrammak á fyr skömmu). Röksemdir fyrir því að kviðan sé frá 12. eða 13. öld eru ekki haldgóðar. Þetta eru óljósar til- vísanir til málfars, einnig skyldleiki við orðalag og líkingar í miðalda- 7. mynd. Hallmundarhraun. – A map of Hallmundarhraun lava. Kort/Map: Sveinn P. Jakobsson 2013.18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.