Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 36
Náttúrufræðingurinn 36 kvæðunum Harmsól og Plácítús- drápu.5,23 Þennan skyldleika er eðlilegast að túlka sem svo að höf- undar kvæðanna hafi þekkt til Hall- mundarkviðu. Einnig má benda á að höfundur Grettissögu hefur þekkt til kviðunnar því hann tekur Hall- mund upp í persónugallerí sitt og leggur Gretti ljóðlínur úr kviðunni í munn. Hann virðist líka hafa þekkt betur til Hallmundar en sjálfur höf- undur Bergbúaþáttar og veit að hann á heima í Hallmundarhrauni en ekki í Barðastrandarsýslu. Rök fyrir því að kviðan sé frá 10. öld eru mörg: 1. Lýst er gosi sem varð fyrir miðja 10. öld. Tólftu eða þrettándu aldar skáld sem yrkir um eldgos hefði valið sér annað gos að yrkisefni. 2. Lýsingar á hraunrennsli og breyt- ingum á rennsli vatnsfalla, brennheitum helli og því að menn böðuðu sig í heitum lindum sem tengdust hrauninu, benda til að kvæðið sé ort skömmu eftir gosið. 3. Hugmyndaheimur kvæðisins er heiðinn og án kristinna áhrifa. 4. Orðfæri, kenningar og bragar- háttur eiga vel við heiðinn tíma. Hvergi er neitt sem bendir til yngri kveðskapar- tíðar. 5. Í kvæðinu er reynt að skýra orsakir eldgoss í ljósi heiðinnar goðafræði. Yrk- isefnið var aðkallandi á 10. öld en mun síður á 12. eða 13. öld. 6. Setningin „… undur láta þar ýtar enn, er jöklar brenna …“ í 5. vísu bendir til hás aldurs. Á 12. og 13. öld voru Íslend- ingar hættir að undrast eldgos í jöklum. Niðurstöður Hallmundarkviða er einstök meðal íslenskra fornrita. Hún virðist ort af heiðnu skáldi fljótlega eftir gosið og meðan atburðir því tengdir voru mönnum í fersku minni. Í grunninn er hún goðakvæði og fjallar um átök Þórs við eldjötuninn Surt og aðra jötna. Jafnframt er kviðan náttúrulýsing sem segir frá eldvirkni og er elsta beina heimild sem þekkt er um eldsumbrot á Ís- landi. Bergbúaþáttur, sem Hall- mundarkviða er felld inn í, er miklu yngri en kviðan sjálf og hefur verið skáldaður í kring um hana eins og til skýringar á uppruna hennar. Svo er að sjá sem skrifarinn hafi hvorki þekkt tildrög kvæðisins né vettvang atburðanna sem það lýsir. Hallmundarkviða lýsir eldsum- brotunum þegar Hallmundarhraun rann. Náttúrulýsingarnar fylla vel upp í og bæta ýmsu við þá mynd sem jarðfræðingar geta dregið upp af eldgosinu, aðdraganda þess og afleiðingum, á grundvelli rann- sókna. Það hófst með jarðskjálftum og skriðuföllum í fjöllum, síðan braust út eldur í eða við jökul, gos- mökk lagði til himins, hraun runnu, hellar urðu til, vatnsföll breyttu farvegi sínum, rask varð í byggð og mannskaði, heitar lindir spruttu upp undan hrauninu sem menn böðuðu sig í. Kvæðið er ekki einungis lýsing á þessum atburðum, það er líka vitnisburður um vangaveltur og umræður landnámsmanna um eldvirkni, ástæður eldgosa og þau reginöfl sem þar leika lausum hala. Summary Hallmundarkviða, an ancient poem portraying a tenth century volcanic eruption Hallmundarkviða is a mythological poem included in the short Icelandic saga Bergbúaþáttur. It is made of twelve verses, eight lines each, composed in the old Norse metre called dróttkvæði. The first half of the poem describes an erup- tion along with earthquakes, fire foun- tains, ash plumes and a lava flow. After a realistic description of these natural hazards the poet seeks explanations to these exceptional events in the Norse mythology. He states that the eruption is caused by a violent struggle between Þór, the god of thunders and lightnings, and Surtur the giant of fire. The poet was most likely describing the 10th cen- tury Hallmundarhraun eruption and its consequences. It’s craters lie in the high- lands of Borgarfjörður in West Iceland, near to the glaciers Langjökull and Eiríksjökull. Most scholars have suggested that Hallmundarkviða was written in the 12th or 13th century, although an older age has also been proposed. The argu- ments for the younger age are debata- ble and the conclusion of this paper is that the poem was composed in the 10th century by a poet that most likely witnessed the eruption personally. Six arguments for the 10th century age are put forward: 1. The Hallmundarhraun eruption occurred in the first half of the 10th cent- ury. A 12th or 13th century poet would have chosen another more recent eruption as a theme. 2. The detailed description of a lava flow and the consequences of an eruption, such as changes in river courses and the appearance of warm springs, imply that the poem was written shortly after the eruption. 3. The The ideology of the poem is pag- an, no Christian influence can be found. 4. The language style, poetical metap- hors and metre are consistent with the pagan 10th century culture in Iceland. There is no evidence of any younger influ- ence. 5. The poet tries to explain the nature of volcanism in the light of Norse mytho- logy. The subject was essential in the 10th century but less important in the 12th and 13th century. 6. The poem includes the phrase: … people get amazed when the glaciers are burning …. This is in accordance with people’s experience in the first age of Iceland’s settlement. In the 12th and 13th century Icelanders were not surprised by burning glaciers any more. The people from Scandinavia and the British Isles that immigrated to Iceland during the age of settlement (AD 870– 930) had no experience of volcanism from their home countries. The Hall- mundarhraun eruption was among the first eruptions to be witnessed by the immigrants in the new country. This was before the skill of writing became common in Iceland and nothing can be found about the eruption in the Icelandic Sagas, the Book of Settlement or in the ancient annals. However, Hallmundar- kviða seems to be a contemporary de- scription of this volcanic event and has been preserved through oral transmis- sion until it was recorded in the 12th century or later.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.