Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 38
Náttúrufræðingurinn 38 Örnólfur Thorlacius Sérstök kynhegðun dýra Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 38–42, 2014 band á milli kynlífs og æxlunar, þegar kynferli leiðir til frjóvgunar – samruna karllegrar og kvenlegrar kynfrumu – sem verður upphaf nýs einstaklings. Einfrumungar fjölga sér með frumuskiptingu. Annað veifið skiptast tveir einfrumungar á hluta erfðaefnis síns án þess að æxlun – fjölgun einstaklinga – fari fram eða erfðaefni annars rennur inn í hinn. Þessari uppstokkun verða hér ekki gerð nánari skil, en hún leiðir til arfgengrar fjölbreytni, sem er eiginlegt hlutverk kynferlis, og þar með kynjaðrar æxlunar hjá fjölfrumungum. Auk kynæxlunar þekkist kynlaus æxlun hjá mörgum dýrum. Ýmist vaxa afkvæmin þá af ófrjóvg uðum eggjum (geldæxlun), svo sem hjá blaðlúsum yfir sumarið, ellegar heilir einstakl ingar spretta út úr líkömum fullvaxinna dýra (vaxtaræxlun). Þannig fjölgar til dæmis ein stökum holdýrum (holsepum), svo sem smásepunum sem tengdir eru inn- byrðis í gríðarstórum sambúum kórala í hitabeltishöfum. Hér verður ekki fjallað frekar um kynlausa æxlun, en flestar dýrategundir sem fjölga sér kynlaust geta líka æxlast kynjað við aðrar aðstæður. Kynskiptingar og tvíkynja dýr a Hjá ýmsum dýrum myndar sami einstaklingurinn bæði karllegar kynfrumur, sáðfrumur, og kven- legar eggfrumur. Sum eru þessi dýr sérkynja, á tilteknum tíma annað hvort karl- eða kvenkyns, en geta skipt um kyn. Til dæmis verða ýmsar rækjur kynþroska sem karlar en breytast í kvendýr þegar á ævina líður (1. mynd). Nokkrir litprúðir fiskar í höfum hjá kóralrifjum hitabeltisins lifa við fjölkvæni, þar sem karlinn er stærri og skrautlegri en kerlur hans. Ef hann fellur frá eru þær ekki lengi í ekkju standi. Ýmist tekur aðvífandi hængur hrygnurnar þá að sér eða hin stærsta þeirra breytist í hæng og sinnir hinum (2. mynd). Eiginlegir tvíkynjungar hafa sam- tímis virka kynkirtla beggja kynja, eistu og eggja stokka. Fátítt er þó að dýrin frjóvgi eigin egg, heldur leggur einn einstaklingur öðrum til sæði. Oft eru þetta fastvaxin botndýr eins og hrúðurkarlar (3. mynd), eða dýr sem hittast sjaldan, svo sem ánamaðkar. Hrúðurkarlar lifa í þéttum breiðum á hafsbotni og hafa svo langan getnaðarlim að dýrin geta seilst með honum til granna sinna. Ánamaðkar hafa tvö kynop, hið karllega nokkru framan við hið kvenlega. Þegar tveir ánamaðkar mætast í moldar göngum sínum eða Þ að á við um menn, eins og öll dýr sem fjölga sér með kynæxlun, að aðlögunargildi kynhvatarinnar er fólgið í því því að hún leiðir til þess að afkvæmi fæðast. Flestir menn viðurkenna þá ánægju sem kynlíf sem slíkt veitir, þótt sumir setji þessum gleðigjafa strangari mörk en aðrir. Öll samfélög manna fella hegðun þegnanna í ákveðinn ramma, sem varðveittur er í formi skráðra laga eða boðorða þar sem ritmál er þekkt, en annars í munn- legri geymd. Margt í þessum ramma varðar kynhegðun og afleiðingar hennar. En þegar skyggnst er um utan mannheims kemur margt í ljós hvað varðar kynhegðun dýranna. Hvort hugtakið kynlíf eins og við skiljum það eigi við dýrin skal látið liggja á milli hluta. Eins og fleira í fari villtra dýra sem menn hafa í haldi, til dæmis í dýragörðum, þar sem aðstæður til mökunar eru oft annar- legar, er þessi hegðun oft ónáttúrleg hjá dýrum. En margt nýtt og for- vitnilegt í hátterni dýra hefur komið í ljós á síðari árum því nú fylgjast atferlisfræðingar óséðir með dýrum í þeirra náttúrulega umhverfi með ýmsum tækniaðferðum. Notaðar eru faldar myndavélar sem mynda jafnvel hátterni dýranna um nótt með innrauðum geislum sem þau sjá ekki, eða með því að festa á dýrin senditæki sem greina allar ferðir þeirra gegnum gervitungl. Kynferli og æxlun Hjá fjölfrumungum, jafnt dýrum sem plöntum, er augljóst sam- 1. mynd. Ýmsar rækjur verða kynþroska sem karldýr en breytast í kvendýr þegar á ævina líður. Myndin er af úthafsrækju (Pandalus borealis). Ljósm. Wikipedia. a Heimildir um tvíkynja dýr og náttúrlega kynskiptingu eru auðfundnar á netinu og í kennslu- og handbókum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.