Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 43–48, 2014 Kjartan Thors og Guðrún Helgadóttir Hryggir sem liggja þvert á Lónsdjúp utanvert komu fram í fjölgeisla- mælingum Hafrannsóknastofnunar 2004. Þessir hryggir vekja athygli vegna þess hve beinir þeir eru og langir (allt að 9 km). Þótt lítið sé vitað um landgrunnið suðaustanlands, veltum við fyrir okkur uppruna þessara hryggja og getum okkur þess til að þeir séu myndaðir við rof á skálögum, sem myndast hafi við landgrunnsbrún fyrri tíma. Inngangur Á dýptarkorti Hafrannsóknastofn- unar af Lónsdjúpi (1. mynd) getur að líta nokkur áhugaverð lands- lagseinkenni. Sérstaklega áberandi eru þráðbeinir þverhryggir í ysta hluta djúpsins. Hryggirnir vekja vangaveltur um uppruna, en á kort- inu má sjá önnur landslagseinkenni sem einnig má nota til að ráða í þætti í sögu djúpsins. Rannsóknagögn varðandi jarð- fræði Lónsdjúps eru af skornum skammti og því styðjast hug- leiðingar okkar fyrst og fremst við dýptarkortið sem er afrakstur fjölgeislamælinga í leiðangri rann- samfelldir til þess að vera breiðir og slitróttir. Þeir eru um 100 til 500 metra breiðir og allt að 9 km langir. Með góðum vilja má telja allt að ellefu hryggi, misjafnlega heil- lega. Hæð hryggjanna yfir aðlægum botni getur skipt nokkrum tugum metra. Okkur er ekki kunnugt um sambærilega hryggi á landgrunnum annarra landa og því forvitnilegt að velta fyrir sér uppruna þeirra. Áður en við gerum það, er rétt að skoða upplýsingar um gerð landgrunnsins suðaustanlands. Landgrunnið suðaustanlands Lónsdjúp er ein af mörgum, grunnum, ílöngum lægðum, sem liggja yfir landgrunnið suðaustan- lands. Það nær frá landgrunnsbrún og langleiðina að landi í Lónsvík (3. mynd). Norðan djúpsins er Papa- grunn og sunnan þess er Stokksnes- grunn, bæði á 100–150 metra dýpi. sóknaskipsins Árna Friðrikssonar sumarið 2004. Leiðangurinn var liður í rannsókn á búsvæðum kórala og umhverfi þeirra. Knappur tími í leiðangrinum réði því að mælingin náði aðeins yfir miðbik Lónsdjúps og lítið sem ekkert upp á grunnin beggja vegna. Mælingin er öll neðan við 100 metra dýptarlínu sem hér liggur næst landi í um 20 km fjarlægð. Hryggirnir Yst í Lónsdjúpi eru áberandi og því sem næst beinir hryggir þvert á djúpið (2. mynd). Þeir eru mis- breiðir, allt frá því að vera mjóir og Hryggir í Lónsdjúpi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.