Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 47
47 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Tilgáta um myndun hryggj- anna. Í henni felst a. framhleðsla setlaga, b. jöklun og rof og loks c. sjávarrof. Sjávar- borðshækkun í kjölfar hopunar íss hefur síðan tryggt varðveislu hryggjanna. – Our hypothesis on the origin of the transverse ridges. This consists of a) progradation of the shelf, b) glaciation, and c) marine ero- sion. Postglacial sea level rise has subse- quently reduced the influence of erosive forces. 6. mynd. Ysti hluti Lónsdjúps sýnt sem svart-hvít mynd með lýsingu úr norðaustri. Hér sjást vel ýmis línuleg einkenni, sem lýst er í textanum. Á myndina eru dregnar rauðar línu til að marka grópir, sem ganga þvert á hryggina. Svartar línur marka jaðra jökul- tungna. – The outermost part of Lónsdjúp lit from northeast. In addition to the transverse ridges, this illustration brings out several linear features considered to result from glacia- tion. It also shows crescentic terminal features. A fault scarp at the shelf edge is prominent. eins og hér er um að ræða, eru haf- straumar annars vegar og ís hins- vegar. Bæði þessi öfl hafa haft áhrif á botn Lónsdjúps fyrr á tímum og mótað hann að miklu leyti. Við teljum þó ekki, að þessir þættir hafi verið ráðandi í uppruna hryggjanna. Við teljum þvert á móti, að þeir hafi mótast af rofi. Lítum aftur á 2. mynd. Hún sýnir m.a., að hryggirnir eru skýrt afmarkaðir í láréttu plani. Þeir hafa brattar hliðar og „strikstefna” þeirra er bein. Á myndinni lítur hryggjasvæðið út eins og klettabelti. Við þekkjum engin dæmi þess að hafstraumar eða ís móti landform í þessari mynd. Við setjum því fram eftirfarandi tilgátu um uppruna hryggjanna í Lónsdjúpi. • Setbergið, sem myndar ysta hluta landgrunnsins, er kragi af framburði, sem sest hefur til og myndað setlinsu framan við storku- bergsmyndunina. Framburðarkrag- inn er gerður úr misgrófum set- lögum. Form lagskiptingarinnar ræðst af umhverfinu, en gert er ráð fyrir því að setmyndunin hafi orðið nálægt sjávarmáli. Við þau skilyrði leggst framburðurinn í nálega lárétt lög við sjávarmál (e. topsets), en ská- lög neðan sjávarmáls (e. foresets). • Eftir að setlinsan hafði myndast framan við storkubergið og náð að harðna, gekk ís yfir svæðið og gróf djúpin suðaustanlands. Í ysta hluta Lónsdjúps gekk hann yfir setlinsuna og skóf burt láréttu lögin og náði niður í skálögin. Þau eru úr misgrófu efni og því mishörð. Hörðu, grófu lögin veittu meira viðnám gegn rofi en fínkorna lögin og stóðu því hærra þegar jökullinn hopaði. Sjór gekk yfir svæðið í kjölfar jökulsins og lauk verkinu með því að skola enn frekar burt fínni setlögunum. Eftir stóðu hryggirnir, sem eru þá efstu hlutar grófra skálaga. Á 5. mynd er leitast við að sýna þætti í þessari atburðarás. Menjar um ísstrauma í Lónsdjúpi Samkvæmt framansögðu teljum við Lónsdjúp myndað af ís á jökulskeiði ísaldar (einu eða fleirum). Yst í djúp- inu teygist brattur austurkantur Lónsdjúpsins fram í bogalaga hrygg sem myndar eins konar þröskuld fyrir ysta hluta djúpsins og teygir sig í átt að landgrunns- brún. Þetta teljum við vera jökul- garð sem myndaðist framan við ís- strauminn sem gróf djúpið. Í þessu sambandi skal bent á einkenni sem ísstraumar skilja eftir sig. Það er hin 2 km
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.