Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 48
Náttúrufræðingurinn
48
Þakkir
Páll Reynisson Hafrannsóknastofnun hafði umsjón með tæknilegum hluta
fjölgeislamælinga og tók þátt í úrvinnslu gagna. Áhöfn á rannsóknaskipinu
Árna Friðrikssyni er þakkað fyrir gott samstarf. Loks þökkum við
Sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar fyrir heimild til notkunar á sjókorti
við gerð 3. myndar.
Heimildir
1. . Ottesen, D., Dowdeswell, J.A. & Rise, L. 2005. Submarine landforms and
the reconstruction of fast-flowing ice streams within a large Quaternary
ice sheet: The 2500-km-long Norwegian-Svalbard margin (57–80°). GSA
Bulletin 117, no. 7/8. 1033–1050.
2. Leó Kristjánsson & Geirfinnur Jónsson 1996. Aeromagnetic surveys off
South and West Iceland in 1990–1992. Skýrsla RH-06-96. Raunvísinda-
stofnun Háskólans, Reykjavík. 31. bls.
3. Clark, C.D., Tulaczyk, S.M., Stokes, C. & Canals, M. 2003. A groove-
ploughing theory for the production of mega-scale glacial lineations, and
implications for ice-stream mechanics. Journal of Glaciology 49. 240–256.
um höfundana
Kjartan Thors (f. 1945) lauk B.Sc.(Hons.)-prófi í jarð-
fræði frá Háskólanum í Manchester 1969 og Ph.D.-prófi
1974. Hann starfaði sem sérfræðingur á Hafrannsókna-
stofnun 1974–1995, og var stundakennari við Háskóla
Íslands 1974–1998. Ritstjóri Náttúrufræðingsins 1976–
1980. Frá 1995 til 2013 rak Kjartan eigin jarðfræðistofu,
sem nú hefur verið sameinuð Köfunarþjónustunni ehf.
Guðrún Helgadóttir (f. 1953) lauk B.Sc.-prófi í jarð-
fræði frá Háskóla Íslands 1979 og cand.scient-prófi
í jarðfræði frá Háskólanum í Osló 1985. Hún hefur
starfað á Hafrannsóknastofnun frá 1985, lengst af sem
sérfræðingur.
Póst- og netföng höfunda/Authors’ addresses
Kjartan Thors
Jarðfræðistofa Kjartans Thors/Köfunarþjónustan ehf
Héðinsgötu 1–3
IS-105 Reykjavík
thors.kjartan@gmail.com
Guðrún Helgadóttir
Hafrannsóknastofnun
Skúlagötu 4
IS-101 Reykjavík
gudrun@hafro.is
skarpa brún landgrunnsins í mynni
Lónsdjúps. Hér hefur fremsti hluti
landgrunnsins gefið sig og eftir
stendur brotsár, sem veldur því að
landgrunnshlíðin er mun brattari
en beggja vegna við djúpið. Sjá má
fyrir sér að ísinn hafi hlaðið upp
seti við landgrunnsbrún. Tiltölulega
hröð upphleðsla setsins hafi valdið
óstöðugleika þess, og því hafi það
hrunið undan eigin þunga.
Á 6. mynd má sjá ýmis atriði, sem
við teljum rekja uppruna sinn til íss í
ytri hluta Lónsdjúps og vera yngstu
ummerki íss á svæðinu. Þverhrygg-
irnir sjást greinilega, en þarna koma
yngri myndanir auk þess í ljós þegar
þessari tækni er beitt, þ.e. að nota
svarthvíta mynd með lýsingu úr
norðaustri. Mest eru þar áberandi
langir ásar, sem eru samsíða langás
Lónsdjúps, og liggja því hornrétt
á þverhryggina. Þessir ásar eru
2–8 metra háir og bil á milli ása er
300–600 metrar. Meðfram austur-
hlíð Lónsdjúps koma einnig fram
um 5 km langar rákir og grópir
sem mynda sveig samsíða hlíðinni.
Bil milli þessara grópa er um 100
metrar og dýpt þeirra um 2 metrar.
Myndanir af þessu tagi (þ.e. bæði
ásar og grópir) hafa til dæmis verið
kortlagðar í stórum stíl á landgrunni
Noregs, alla leið til Svalbarða og eru
nefndar á ensku megascale glacial lin-
eations og eru taldar einkenna hrað-
skreiða ísstrauma.1 Um er að ræða
mishæðir í seti myndaðar undir ís
á hreyfingu og þær fylgja stefnu
hans.3 Þessar myndanir geta verið
frá nokkur hundruð metrum upp í
tugi kílómetra að lengd. Breytileg
stærð þeirra ræðst meðal annars af
undirlaginu sem ísstraumurinn fer
yfir. Þannig hafa myndast tiltölu-
lega stórir ásar þar sem ísinn gróf
sig niður í þverhryggina í utan-
verðu Lónsdjúpi. Meðfram austur-
hlíð Lónsdjúps nær ísinn ekki niður
í þverhryggina og skilur einungis
eftir sig tiltölulega lága ása, grópir
og rákir. Af myndinni má ráða að
ísstraumurinn hefur greinst upp í
nokkrar tungur í utanverðu Lóns-
djúpi, og er leitast við að benda á
þær á 6. mynd. Stærsta tungan er
að vestanverðu og tvær minni að
austanverðu. Þessar síðastnefndu
mynda tungulaga garða við fram-
enda sína eins og sjá má á myndinni.
Summary
Transverse ridges in Lónsdjúp
Transverse ridges in the outer part of the
Lónsdjúp trough on the SE-Iceland shelf
revealed by a 2004 multibeam survey
give rise to questions of their origin. The
ridges, 8–11 in number, range in width
from 100 to 500 metres, and rise above
the surrounding floor by 30–40 metres.
Their observable lengths are of the order
of 9 km. We consider a morainic origin
for the ridges, but favour the idea that
they were formed as ice carved through
topset sediment layers into foresets,
where coarse sediments provided
greater resistance to erosion.
We also point out a broad ridge on
the shelf edge, forming a threshold at
the seaward end of Lónsdjúp. The
southern part of this ridge has been
trimmed by a fault scarp where the shelf
edge has slipped into deeper water.