Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 52
Náttúrufræðingurinn
52
þroskaðar við klak. Það má því segja
að þroskun fóstursins inni í egginu
sé að sumu leyti komin fram yfir
„lirfustigið“ og formbreyting yfir í
seiði að hluta til hafin þegar við klak.
Til dæmis eru uggageislar þegar
byrjaðir að myndast við klak, en oft
er upphaf seiðastigsins miðað við að
uggar séu fullmyndaðir. Þessi sér-
staða laxfiska er enn eitt atriðið, sem
hefur torveldað samræmingu í nafn-
giftum á fyrstu þroskastigum fiska.
Til einföldunar leggur höfundur þó
til að frá klaki og þar til uggar eru
aðskildir verði laxaafkvæmin nefnd
lirfur.
Að lokum
Stöku sinnum kemur upp þörf
fyrir að aðgreina fyrstu þroskastig
fiska nánar en einungis í egg, lirfur
og seiði. Í því sambandi má nefna
orðið kviðpokalirfa sem oft er
notað og á stundum rétt á sér, ef
þörf er á að aðgreina nýklaktar lirfur
með kviðpoka og eldri lirfur, sem
farnar eru að afla sér fæðu. Út frá
þroskunarfræði er hins vegar rangt
að tala um kviðpokaseiði, því að
þrátt fyrir leit hef ég ekki fundið
heimildir um neina fisktegund, sem
er enn með kviðpoka eftir að seiða-
stiginu er náð.
Að mínu mati ætti að þýða
enska orðið alevin (einkum notað
um laxfiska fyrst eftir klak), sem
laxalirfa eða kviðpokalirfa, en ekki
kviðpokaseiði, að minnsta kosti
þar til næringin í kviðpoka klárast.
Eins og áður segir hafa laxfiskar
strangt til tekið ekki lirfustig (af-
kvæmin ekki nægilega ólík for-
eldrum), en til einföldunar tel ég þó
eðlilegra að útvíkka lirfuhugtakið
á íslensku, frekar en að kalla þau
seiði eða „frítt syndandi fóstur“, svo
vitnað sé bókstaflega í þroskunar-
fræðina. Eflaust þykir einhverjum
hér of langt gengið í einföldun og að
bein og óbein þroskun séu sitt hvor
hluturinn, en allt eru þetta samt lit-
brigði á sama þroskunarrófinu og
til eru mörg millistig þarna á milli.
Uppbygging og starfsemi nátt-
úrunnar er æfinlega flóknari en
við viljum vera láta og öll flokkun
á náttúrunni, kenningar, kerfi
og nafngiftir eru settar fram til
einföldunar, svo við náum að skilja
helstu drætti hennar. Ég tel að á ís-
lensku sé eðlilegt að einfalda eins
og kostur er, vísindamennirnir sem
þurfa að flokka nánar og kafa dýpra
nota hvort eð er nánast eingöngu
ensku (eða jafnvel latínu), til að lýsa
undrum náttúrunnar.
Ég legg því til að í hrognasekk-
num verði hrognin hér eftir sem
hingað til nefnd hrogn, en egg eftir
frjóvgun. Úr fiskeggjum klekjast fisk-
lirfur (stundum nefndar kviðpoka-
lirfur) og þær myndbreytast síðar í
seiði. Hvort seiðin breytast í ungfisk
nákvæmlega um næstu áramót eftir
klak er meira á reiki, en þegar ung-
fiskurinn verður kynþroska breytist
hann í kynþroska fisk, sem þroskar
hrogn og svil, hrygnir og sagan
endurtekur sig.
Þakkir
Jónbjörn Pálsson, Margrét Auðunsdóttir og yfirlesarar Náttúrufræðingsins
fá bestu þakkir fyrir hjálplegar athugasemdir við greinina.
Heimildir
1. Bjarni Sæmundsson 1926. Fiskarnir. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Reykjavík. 528 bls.
2. Balon, E.K. 1975. Terminology of intervals in fish development. Journal
of Fisheries Research Board of Canada 32. 1663–1670.
3. Muus, B.J. & Dahlström, P. 1964. Havfisk og fiskeri i Nordvesteuropa.
G.E.C. Gads forlag, Köbenhavn. 338 bls.
4. Muus. B.J. & Dahlström, P. 1968. Fiskar og fiskveiðar við Ísland og í Norð-
austur-Atlantshafi (Jón Jónsson þýddi og staðfærði). Almenna bókafélagið,
Reykjavík. 337 bls.
5. Gunnar Jónsson 1972. Fiskalíffræði. Iðunn, Reykjavík. 207 bls.
6. Gunnar Jónsson 1983. Íslenskir fiskar. Fjölvi, Reykjavík. 519 bls.
7. Gunnar Jónsson & Jónbjörn Pálsson 2006. Íslenskir fiskar. Vaka-Helgafell,
Reykjavík. 336 bls.
8. Guðni Guðbergsson & Þórólfur Antonsson 1996. Fiskar í ám og
vötnum. Landvernd, Reykjavík. 191 bls.
9. Ware, D.M. 1975. Relation between egg size, growth, and natural
mortality of larval fish. Journal of the Fisheries Research Board of
Canada 32. 2503–2512.
10. Mennta og menningarmálaráðuneytið 2013. Aðalnámsskrá grunnskóla:
Almennur hluti 2001 og greinasvið 2013 http://www.menntamalaradu-
neyti.is/nyrit/nr/7525, sótt 22.8.2013.
11. Ismennt.is 2013. Aðalnámsskrá grunnskóla, náttúrufræði. http://www.
ismennt.is/vefir/namskra/g/nattura/af01.html, sótt 22.8.2013.
um höfundinn
Konráð Þórisson fæddist (f. 1952) á Siglufirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá náttúru- og eðlisfræðideild Mennta-
skólans í Hamrahlíð 1972, B.S.-prófi í almennri líffræði
frá Háskóla Íslands 1976 og cand.scient-prófi í fiskifræði
frá Háskólanum í Bergen árið 1991. Konráð hefur starfað
hjá Hafrannsóknastofnun frá árinu 1976, mest að klak
og hrygningarrannsóknum, en var einnig útibússtjóri
stofnunarinnar á Húsavík 1979–1983. Hann vann fyrir
Þróunarsamvinnustofnun Íslands sem ráðgjafi á Hafrann-
sóknastofnun Namibíu 1997–1998 og sem aðstoðarskóla-
stjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna 2008–2009.
Gegnum tíðina hefur hann einnig sinnt útgáfumálum og
almannatengslum, svo og kennslu á öllum skólastigum.
Póst- og netfang höfundar/Author’s address
Konráð Þórisson
Blesugróf 17
108 Reykjavík
konrad@hafro.is