Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 62
Náttúrufræðingurinn
62
að ræða. Svartþrösturinn hefur aftur
á móti gerst hjálparhella hjá skógar-
þrastarparinu við uppeldi unganna
og stóð auk þess vaktina meðan á
útungun eggjanna var í gangi.
Rétt eftir að eggin klöktust í
hreiðrinu sáu húsráðendur kött
kominn upp í hreiðurrunnann. Hann
náði samt ekki inn að hreiðrinu því
runninn var svo þéttur auk þess
sem kettinum var stuggað í burtu.
Til frekari öryggis settu þau Björn
og Anna upp fínriðið net umhverfis
runnann. Skógarþrastarungar eru
ófleygir í hálfa til eina viku eftir að
þeir fara úr hreiðri og dreifast þá
vanalega um nærliggjandi garða.
Á þessu tímabili eru þeir sérlega
auðveld bráð fyrir ketti sem mikið
er af í sumum þéttbýlishverfum.
Meðan skógarþrastarungar eru
ófleygir en úr hreiðri telur fólk
gjarnan að þeir séu yfirgefnir. Þá
eru þeir oft handsamaðir því fólk
telur sig vera að bjarga þeim. Svo
er alls ekki og hið eina rétta er að
láta þá í friði. Foreldrarnir finna þá
auðveldlega því ungarnir láta heyra
til sín og nema foreldrar þau hljóð
langar leiðir. Hvað gera skal til að
stemma stigu við kattafári í þéttbýli
er svo önnur umræða.
Fyrstu tveir ungarnir stukku úr
hreiðrinu þann 9. júlí þegar þeir voru
9–10 daga gamlir. Þar eð netið var
umhverfis hreiðurrunnann komust
þeir ekki langt. Daginn eftir yfirgáfu
hinir ungarnir þrír einnig hreiðrið.
Merkti skógarþrösturinn og svart-
þrösturinn héldu uppteknum hætti
og fóðruðu ungana eftir að þeir voru
komnir niður á jörð. Báðir fuglar
komu hlaðnir smáskordýrum í nefi
sem þeir stungu gegnum netið og
tóku ungarnir greiðlega við innan
þess (3. mynd). Til er myndskeið af
svartþrestinum mata ungana innan
netsins. Netið var seinna fjarlægt
og dreifðust ungarnir þá til garða
tveimur til þremur húsum vestar.
Staðsetningu unganna hverju sinni
mátti ráða af atferli svartþrastarins
og varnarhljóðum sem hann gaf
frá sér. Ungarnir sáust hins vegar
ekki eftir þetta. En þar með er ekki
öll sagan sögð og hefst annar kafli
þessarar þrastarsögu.
Seinna hreiðrið
Þann 16. júlí, eða um það bil sem
ungarnir úr áðurnefndu hreiðri voru
að verða fleygir, ef þeir hafa á annað
borð lifað, sást skógarþröstur fljúga
inní sírenurunna framan við húsið
á lóðamörkum Naustahleinar 17 og
19. Svartþrastarkarlinn fylgdi fast á
eftir, smellti í góm og sást syngja
eins og á óðali. Þar var þá komið
nýtt hreiður og í því eitt egg. Næstu
tvo daga var ekkert um að vera í
hreiðrinu á svipaðan hátt og gerst
hafði með það fyrra. Þann 19. júlí
birtist skógarþröstur að nýju og fleiri
egg bættust í hreiðrið. Alls urðu
eggin fjögur og þann 25. var skógar-
þrösturinn örugglega byrjaður að
liggja á. Dagana sem eggjunum
var orpið söng svartþrösturinn í
trjátoppum í nágrenninu en eftir að
álega hófst lét hann lítið á sér bera.
Aldrei sást nema einn skógarþröstur
við hreiðrið.
Engum sögum fer af hreiðrinu fyrr
en 31. júlí þegar þrír ungar klöktust.
Þá var orðið ljóst að skógarþrösturinn
sem lá á var jafn gæfur og sá merkti
hafði verið áður við hreiðrið bak við
hús. Enda kom í ljós þennan dag að
um sama merkta fugl var að ræða,
þ.e. 882266. Fuglinn var sérstaklega
gæfur við Björn sem bæði mataði
hann og tók auðveldlega á hreiðrinu.
Við það skrækti fuglinn hátt og birtist
svartþrastarkarlinn þá samstundis
og renndi sér á aðkomumann. Lét
svartþrastarkarlinn sig augljóslega
jafnmikið varða þetta seinna hreiður
og hið fyrra.
Miðað við þessar staðreyndir
var augljóslega spennandi að vita
hvort svartþröstur og skógarþröstur
hefðu parast. Því var haldið áfram
að fylgjast með hreiðrinu og afkomu
þess. Þann 2. ágúst voru þrír ungar
í hreiðrinu en eitt egg hafði ekki
klakist. Það hafði fallið niður á jörð
undir hreiðurrunnanum, lá þar
brotið og innihaldið horfið. Ekki
varð séð annað en ungarnir væru
eðlilegir skógarþrastarungar. Svart-
þrösturinn sást ekki en hann hafði
sést á grasflötinni framan við húsið
um morguninn sama dag.
Fimm dögum síðar, 7. ágúst, eftir
hádegi voru ungarnir enn þrír í
hreiðrinu og fengu þeir álmerki á
2. mynd. Skógarþrastar kvenfuglinn sést hér við hreiðrið en hann
þekktist á merki sem hann bar á fæti. – This Redwing female could
be told apart because it had a metal ring on right leg. The un-
ringed bird disappeared around 7th July, when the young in nest
were about a week old. The male Blackbird and the female Red-
wing continued to feed the young. Ljósm./Photo: Björn Þ. Axels-
son, 01.07.2006.
3. mynd. Svartþrösturinn gefur skógarþrastarunga að éta gegnum
vírnet sem var umhverfis hreiðurrunnann. – The Blackbird feeding
a Redwing chick through the wire mesh around the bush, where the
Redwing nest was situated, to keep cats away. Ljósm./Photo: Björn
Þ. Axelsson, 10.07.2006.