Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 66
Náttúrufræðingurinn
66
bændur á bökkum vatnanna sem stóðu í eldlínunni, og
unnu að lokum sigur 1973.
Veturinn 1969–1970 tóku andstæður að skerpast milli
Guðmundar Páls og Steindórs, og bar þar einkum tvennt
til. Í fyrsta lagi fannst Steindóri hann of nýjungagjarn í
kennsluháttum, en út yfir tók þó þegar Guðmundur fór
opinberlega að veita Þingeyingum lið í baráttu þeirra
gegn Gljúfurversvirkjun Laxár, sem stigmagnaðist
þennan vetur. Steindór var í stjórn Laxárvirkjunar og taldi
sér skylt að verja hagsmuni fyrirtækisins, sem var í eigu
Akureyringa.
Stofnað var Landeigendafélag Mývatns og Laxár, undir
forystu Hermóðs Guðmundssonar í Árnesi, Aðaldal.
Taldi Steindór að þar væri um hagsmunabaráttu að ræða,
er ekkert ætti skylt við náttúruvernd, og voru margir
Akureyringar á sömu skoðun.
Guðmundur ritaði grein um Laxármálið í Tímann 23.
apríl 1970: Hvað getur réttlætt Gljúfurversvirkjun? Hann
benti þar á gallaðan undirbúning, m.a. vöntun líffræði-
rannsókna. Þetta var frumraun hans á ritvellinum, en
síðar áttu greinar hans eftir að skipta hundruðum. Hann
hafði nú fengið nóg af deilum við Steindór og sagði upp
starfi sínu um vorið. Í ævisögunni segist Steindór hafa
orðið „harla feginn, er hann sagði upp störfum, eftir tvö
ár“ (Ævisaga I, 313). Þann 25. ágúst 1970 sprengdu Þingey-
ingar upp stífluna í Miðkvísl Laxár, sem frægt varð. Ekki
er Guðmundar getið við þá aðgerð, en hann var þá líklega
farinn úr landi.
Framhaldsnám í Stokkhólmi
Sumarið 1970 fór Guðmundur til Stokkhólms, og inn-
ritaðist í ljósmyndanám í Stockholms fotografiska skola og
kynnti sér m.a. gerð fræðslukvikmynda. Týli – Tímarit um
náttúrufræði og náttúruvernd var stofnað á Akureyri 1971.
Aðalritstjóri var höfundur þessa pistils, en Guðmundur
var í ritnefnd, og sama ár birtist þar grein hans: Vakna
þyrnirós. Um stöðu líffræðinnar í íslenskum skólum, skelegg
ádrepa um nýja kennsluhætti. Guðmundur vann þá að
samningu námsefnis fyrir unglinga, er hann kallaði Líf
Hann var þá 66 ára, og stýrði skólanum til 1972. Steindór
hafði verið helsti náttúrufræðikennari skólans frá 1930,
og stundað rannsóknir í grasafræði á sumrin en ritstörf á
vetrum. Gekk á ýmsu í stjórnartíð hans, enda voru þá við-
sjárverðir tímar.
Vorið 1968 hófust uppþot stúdenta í grannlöndum, sem
náðu hámarki í París, en teygðu anga sína um allan hinn
vestræna heim, jafnvel hingað til lands. Þau beindust í
fyrstu einkum gegn skólastjórnum, en síðan gegn hvers-
konar yfirvöldum og jafnvel siðum og hefðum. Ríkti um
tíma uppreisnarástand í mörgum borgum Evrópu. Margt
ungt fólk tók upp nýja lífshætti, nýjan klæðnað og tónlist.
Það var hin svokallaða „68-kynslóð“ eða „hippar“. Ungi
kennarinn var ekki ósnortinn af þeim byltingaranda sem
gekk yfir heiminn þetta ár.
Katla og SUNN
Ég hafði frá 1964 stýrt Náttúrugripasafninu á Akureyri og
leitast við að gera það að fræðilegri stofnun, og var líka
að koma á fót náttúrurannsóknastöð á Árskógsströnd, þar
sem ég var búsettur frá vori 1966. Þar eru þrjú smábýli og
hús í sama túni, er hétu Víkurbakki, Sólbakki og Ytri-Vík.
Guðmundur Páll hreifst strax af þessari áætlun, og varð
annar helsti samstarfsmaður við stofnun stöðvarinnar
og uppbyggingu, en hinn var Sveinn Jónsson, bóndi og
smiður í Kálfskinni. Við Sveinn höfðum í sameiningu
keypt Ytri-Vík og lagt stöðinni til. Nú bættist Guðmundur
í hópinn og keypti Sólbakka, sem hann átti til æviloka, og
kallaði „Höll sumarlandsins“. Árið 1971 var stöðin form-
lega opnuð og nefnd Katla; hún starfaði í tæpan áratug.
Við fengum strax nokkur viðbrögð í grannlöndum, m.a.
frá háskólum í Bretlandi, er sendu okkur stúdentahópa
næstu sumur (Sveinn Jónsson. Rannsóknastöðin Katla. Í
bókinni Á sprekamó, 2005).
Markmið okkar með Kötlu var að kanna lífríkið í
hinum ýmsu vistum, og kynna það fyrir skólanemum og
almenningi. Það var í anda fræðigreinar, sem þá var að
ryðja sér til rúms, og nefndist ökología, en fékk um 1970
heitið vistfræði á íslensku. Byrjað var á rannsóknum á
jarðvegslífi 1969. Guðmundur smíðaði tæki til að flæma
jarðvegsdýrin úr sýnunum. Þess háttar rannsóknir höfðu
ekki fyrr verið gerðar hérlendis. Niðurstöður birtust í
Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands. Auk þess skoð-
uðum við fjörulífið og söfnuðum dýrum og jurtum úr
fjörum og sjó, en það varð síðar helsta viðfangsefni Guð-
mundar. Enn fremur fórum við að kynna okkur vatnalíf,
sem leiddi til bókar minnar, Veröldin í vatninu (1979).
Um þessar mundir voru augu manna á Vesturlöndum
að opnast fyrir spillingu náttúrunnar af manna völdum
og bylgja náttúruverndar að flæða yfir heiminn. Að
sjálfsögðu hrifumst við með henni. Boðað var til ráðstefnu
um náttúruvernd á Laugum í Reykjadal, dagana 28.–29.
júní 1969. Ráðstefnan samþykkti einróma að stofna Sam-
tök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN). Um haustið
sendi stjórnin frá sér ýtarlega greinargerð um Laxármálið,
er varð stefnumarkandi fyrir framgang þess. Verndun
Laxár og Mývatns var þar með orðin helsta baráttumál
náttúruverndar á Íslandi, og gekk fjöldi manna fram
fyrir skjöldu með ræðum og greinaskrifum. Það voru þó
Guðmundur Páll ungur að árum við B.Sc.-útskrift í Ohio, sem
skólastjóri á Blönduósi og við ljósmyndanám í Svíþjóð.