Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 6
6
Bókasafnið 39. árg. 2015
is. Skráningarráð hefur það hlutverk að marka stefnu, fylgjast
með þróun og setja verklagsreglur um RDA skráningu. Einnig
á það að ákvarða túlkun og beitingu RDA reglna með tilliti til
ítarleika og frávika. Því er ætlað að móta aðferðir við að fylgj-
ast með skráningu í kerfinu í því skyni að tryggja gæði og
samræmingu bókfræðilegra gagna. Skráningarráð mun einn-
ig skipa í vinnuhópa um skráningu eftir því sem þörf krefur og
skera úr um ágreining varðandi skráningu. Gæðahópur Gegn-
is hefur það að markmiði að auka gæði bókfræðiupplýsinga
og stuðla að aukinni skilvirkni í leitum og skráningu. Ritstjórn
Handbókar skrásetjara Gegnis mun í samstarfi við kennara-
teymið sjá um að uppfæra handbókina til samræmis við RDA.
Handbókin er einungis birt á vef og er mikilvægt uppflettirit
fyrir starfandi skrásetjara.
Tækifæri til símenntunar
Að innleiðingu lokinni verður öll frumskráning í Gegni sam-
kvæmt RDA og í framhaldi af því tekur við eftirvinnsla og tíma-
bil samhæfingar. Bókfræðigögn ýmist skráð samkvæmt
AACR2 eða RDA krefjast mismunandi úrvinnslu fyrir leitir og
birtingu. Leitarniðurstöður og birting, það er nýting gagnanna,
þarf að verða ásættanleg.
Meðal styrkleika skráningarumhverfisins á Íslandi má nefna
sameiginlega bókasafnskerfið Gegni og samþættu leitarvél-
ina leitir.is. Einnig felst mikilvægur stuðningur í ríkjandi sam-
starfsvilja í bókasafnasamfélaginu. Staðbundin frávik frá
reglum og stöðlum kunna að valda einhverjum erfiðleikum í
alþjóðlegu samstarfi um samnýtingu gagna. Má í því sam-
bandi nefna meðhöndlun íslenskra mannanafna þar sem hefð
er fyrir stafrófsröðun eftir skírnarnafni.
Árið 2007 var haldin á Íslandi tveggja daga alþjóðleg ráð-
stefna um RDA reglurnar sem þá voru í smíðum, Back to Basics
– and Flying into the Future. Ráðstefnan var fjölsótt og fyrirles-
arar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Íslandi, Noregi
og Þýskalandi reifuðu viðfangsefnið frá ýmsum hliðum. Síðan
hafa skrásetjarar Gegnis leitast við að fylgjast með. Nokkrar
ráðstefnur hafa verið sóttar erlendis og safnað í sarpinn.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er aðili að European
RDA Interest Group (EURIG) og þar myndast mikilvæg tengsl
við erlenda sérfræðinga. Tvö vefnámskeið á vegum ALA voru
sótt á árinu 2014, annað um innleiðingarferli RDA og hitt um
skráningu samkvæmt RDA. Á reglulegum fræðslufundum
skrásetjara Gegnis hefur verið vakin athygli á því sem í vænd-
um er með kynningum á fjórum fræðslufundum á árabilinu
2010–2014 og einnig á notendaráðstefnu Aleflis, notenda-
félags Gegnis, í maí 2014. Efni frá þessum kynningum kom að
góðu gagni við samantekt þessarar greinar. RDA reglurnar
voru því til skoðunar hér á landi í nokkur ár áður en innleið-
ingarferlið hófst. Nýjar skráningarreglur veita mikilvægt tæki-
færi til símenntunar sem mun efla fagþekkingu og tengsl við
upplýsingatækni samtímans.
Þekkingarveita í allra þágu
Hvar.is
Íslensk útgáfuskrá – þjóðbókaskrá
Ritstjórn bókfræðigrunns Gegnis
Handbók skrásetjara Gegnis
Lykilskrá – íslensk efnisorð og mannanöfn
Landsáskrift að Vef-Dewey
Millisafnalán
Ráðgjöf og samstarf
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
er forystusafn íslenskra bókasafna og skal stuðla að samstarfi,
samræmingu og þróun starfshátta þeirra og veita þeim faglega ráðgjöf.