Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 9

Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 9
9 Bókasafnið 39. árg. 2015 aðgengilegri en áður og notendavænni og flest tengjast þau merkingarvefnum með einum eða öðrum hætti. Allar merk- ingareiningar RDA (orðaforðinn eða vocabulary) hafa verið kóðaðar og merktar í Open Metadata Registry. Þar með eru þær aðgengilegar og nýtanlegar á vefnum. Strax árið 2009 birti Library of Congress hluta úr nafnmyndaskrá sinni á gagnasniði sem nýtist á merkingarvefnum (Library of Congress. LC Linked Data Service: Authorities and Vocabularies).2 Sífellt fleiri nafn- myndagögn eru nú aðgengileg á merkingarvefnum, til dæmis fyrir persónur og landfræðiheiti. ISNI-staðallinn (International Standard Name Identifier) og alþjóðlega nafnmyndaskráin VIAF (Virtual International Autority File) eru mikilvægar uppi- stöður fyrir merkingarvefinn. Hvað er merkingarvefurinn? Heilinn á bakvið Internetið, Tim Berners-Lee, hefur hvatt mjög til þess að merkingarvefurinn með sínum samtengdu gögnum verði þróaður áfram. Segja má að Netið snúist um að tengja saman tölvur. Veraldarvefurinn gerir tölvum kleift að tengja saman skjöl (e. documents). Á Netinu getum við skotist milli skjala og lesið þau án tillits til þess hvar þau eru staðsett. Merk- ingarvefurinn tekur þessa hugsun aðeins lengra og gerir okkur kleift að tengjast gögnum frekar en skjölum. Með orðum Ber- ners-Lee (2007): „Það eru ekki sjálf skjölin sem eru mikilvæg, heldur það sem þau fjalla um“.3 Tilgangurinn með samtengd- um gögnum er sá að gera þau samnýtanleg; að aðrir geti end- urnýtt þau og tengt við þau. Þannig er hægt að uppgötva önnur gögn og sjá nýja fleti á viðfangsefnunum. Eitt grundvallaratriði merkingarvefsins er veffangið eða URI- auðkennið (Unified Resource Identifier) sem ber kennsl á eða skilgreinir gögn og tengsl þeirra. Auðkennið er eins konar kennimark gagnanna, algerlega einstakt og heldur utan um upplýsingar um fólk, staði, viðburði og fleira. Vefurinn eins og við þekkjum hann í dag tengir saman skjöl og vefsíður sem við mannfólkið getum lesið. Vegna tæknilegra takmarkana og vegna þess að hugtakanotkun eldri lýsigagna býður ekki uppá vélrænan aflestur, hentar veraldarvefurinn ekki vel til að tengja saman gögn sem tölvur geta lesið. Eitt aðalmarkmið merking- arvefsins er að gera gögnin þannig úr garði að tölvur geti lesið þau. Hann tengir saman gögn en ekki vefsíður og notar vef- fang til þess. (Alemu, Stevens, Ross og Chandler, 2012, bls. 453). Í Tölvuorðasafni (2013) er merkingarvefur skilgreindur sem „Vefur gagna með vel skilgreinda merkingu, hugsaður sem viðauki við veraldarvefinn, þar sem tölvum er gert kleift að vinna úr merkingu gagna ýmist sjálfstætt eða í samvinnu við fólk.“ Hugtök merkingarvefsins eiga sér ekki íslensk heiti nema að litlu leyti. Það sama á við um hugtök FRBR-hugtakalíkansins og nýju skráningarreglnanna, RDA. Gögn merkingarvefsins eru enn sem komið er varla aðgengi- leg almenningi. Það vantar notendavænt viðmót fyrir fólk sem ekki hefur forritunarþekkingu. Segja má að merkingarvefurinn sé nú á því stigi sem veraldarvefurinn var á áður en vefskoðarar komu til sögunnar (Alemu o.fl., 2012). Á merkingarvef er beitt sérstakri tækni við að setja fram samtengd gögn. Þessar aðferð- ir eru margar og margskonar og hér eru örfá dæmi. RDF (Resource Description Framework) er stöðluð aðferð til að miðla gögnum á vef og er notuð til að lýsa hugtaki eða hlut. RDF er samsett úr þremur einingum og myndar þrenn- ingu (triplet) (W3C Semantic Web, e.d.). Þrenningin er eins konar setning eða fullyrðing og líkist þeim grunneiningum sem við þekkjum úr setningafræðinni, frumlag, umsögn og andlag. Frumlag/gerandi à umsögn/eiginleikar à andlag/ viðfang. Dæmi um slíkt er setningin Gerpla à á sér höfund à Halldór Laxness. Með öðrum orðum: Gerpla = gerandi eða fyrirbæri, á sér höfund = eiginleiki og Halldór Laxness = við- fang. Á ensku: Subject à Predicate eða Property à Object eða Value. Eiginleikinn (property) þarf að vera skilgreindur í RDF. Hver eining þrenningarinnar á sitt eigið veffang sem gerir það að verkum að hægt er miðla gögnum og tengja þau saman í ólíkum gagnasöfnum og kerfum. Þrenningin lýsir tengslum eininganna. Gerandinn er sú eining sem um er rætt, viðfangið er það sem sagt er um gerandann og eiginleikar eru tengslin milli þeirra (Coyle, 2012, bls. 11).4 Raunverulegt dæmi um RDF-þrenningu er: <http://libris.kb.se/resource/auth/94541>rdf:sameAs <http://dbpedia.org/resource/August_Strindberg> og þýðir að nafnmyndafærsla 94541 í Libris vísar til þess sama og til- tekin færsla í dbpedia; þær eiga báðar við Ágúst Strindberg. Þær eru tengdar saman (Malmsten, 2009). OWL, Web Ontology Language er byggt ofan á RDF og skilgreinir samband orðaforða merkingarvefsins eins og „equivalentClass“, „sameAs“, „differentFrom“, „inverseOf“. SKOS, Simple Knowledge Organizational System er not- að til að setja fram flokkunarkerfi, kerfisbundna efnisorða- lykla, flokkunarfræðileg hugtök, efnisorð og annað þessháttar sem þarf að setja í stigveldi. Þar eru skilgreindir merkimiðar fyrir þrengri, víðari og skyld heiti eins og tíðkast í efnisorða- lyklum og þar með verða til gagnkvæm tengsl. Þar er einnig hægt að setja fram skilgreiningar, umfangslýsingar eða leið- beiningar um notkun, dæmi um notkun og sögulegar upp- lýsingar um notkun hugtaksins og hvernig það hefur breyst í gegnum tíðina. Með OWL og SKOS er hægt að skilgreina margs konar tengsl milli eininda, til dæmis að tiltekin talna- runa sé kennimark ákveðins einstaklings (ISNI og VIAF). SPARQL, PROTOCOL RDF QueRy LAnguAge er leitar- mál ekki ósvipað og sql er fyrir vefinn og er notað til fyrir- spurnar í þrenningu rdf. það ákvarðar hvernig leitarniður- stöður eru settar fram á vefnum. 2. Sjá verkefni Library of Congress á vef þess, LC Linked Data Service: Authorities and Vocabularies: http://id.loc.gov/. 3. „It‘s not the documents, it is the things they are about which is important.“ (Berners-Lee, 2007). 4. „The subject is what you are talking about, the object is what you are saying about it, and the predicate is a werb-like connector that states meaningfully what links the subject and object“ (Coyle, 2012).

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.