Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Page 11

Bókasafnið - 01.06.2015, Page 11
11 Bókasafnið 39. árg. 2015 Grunnhugsun Bibframe-líkansins er lýst á mynd 1 (Library of Congress, 2012, bls. 9). Mynd 1: Grunnmynd Bibframe-líkansins. Þegar búið er að bæta „annotations“ við líkanið lítur það út eins og sýnt er á mynd 2 Library of Congress, 2012, bls. 12). Mynd 2: Bibframe-líkanið að viðbættum „annotations“. Þetta líkan er talsvert skylt FRBR-hugtakalíkaninu, enda var það lagt til grundvallar Bibframe-líkaninu. Library of Con- gress hefur tekið að sér að vera aðalumsjónaraðili með Bib- frame. Safnið sér um að tengja Bibframe-sniðið við önnur orðasöfn eins og Dublin Core og SKOS. Vefsvæðið verður einnig í umsjón Library of Congress á veffanginu http://bib- frame.org. Zepheira, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í merk- ingarvefnum og framsetningu samtengdra gagna, og Library of Congress vinna sameiginlega að því að þróa samtengd lík- ön, orðasafnið og þau tól sem þarf til þess að gera það að- gengilegt (Library of Congress. Bibliographic Framework Ini- tiative, e.d.). Skráningarsnið bókasafnanna verður í samræmi við það sem verið er að nota á vefnum almennt. Forritarar og kerfisfræðingar á upplýsingatæknisviði geta skilið og notað skráningarsniðið því það er það sama og notað er í þeirra vinnuumhverfi. Það eykur mjög líkurnar á því að bókfræði- gögn verði notuð í auknum mæli af öðrum en bókasöfnum, til dæmis af tímaritagagnasöfnunum. Á vefsíðu Bibframe-verk- efnisins eru verk sem hægt er að skoða í mismunandi út- færslum. Tvö dæmi um framsetningu á færslu eru sýnd hér á myndum 3-4.5 Mynd 4 sýnir framsetningu færslunnar eins og notendur sjá hana, mynd 3 sýnir lýsigögnin á bakvið. Fyrri myndin sýnir hvernig búið er að leysa bókfræðiupplýsingarnar upp í grunnþætti. Þar sést hvernig búið er að merkja hvern þátt með veffangi. Framsetning færslunnar fyrir notendur er síðan í höndum safnanna eða bókasafnskerfanna. Notendur sjá það sem búið er að merkja; xxx-in sem eru á milli merkimið- anna; <label>xxx<label> Mynd 3: Bibframe-færsla. Mynd 4: Bibframe-færsla eins og notendur sjá hana. 5. Vefsíðan er gagnvirk vinnusíða þar sem hægt er að skoða nokkur verk í mismunandi útfærslum. Vefslóðin opnast á upphafssíðunni, en dæmin eru fengin með því að skoða þessar tilteknu útfærslur: BIBFRAME.ORG Technical site. http://bibframe.org/resources/sample-bl/exhibit.html.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.