Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 22

Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 22
22 Bókasafnið 39. árg. 2015 skilum. Stjórnendur svöruðu spurningu um skylduskil; einn sagðist ekki hafa afhent neitt, annar sagðist halda að það hefði alveg áreiðanlega verið gert, eins og hann orðaði það og þriðji stjórnandinn gaf skýringu á stöðunni: „Já, það eru eldri gögn en 30 ára sennilega vegna þess að Þjóðskjalasafn hefur ekki lagt áherslu á að fá þau inn og þar af leiðandi eru gögnin ennþá hér.“ Orðræða viðmælendanna tveggja í Þjóðskjalasafni fjallaði einnig um skylduskil og eldri landfræðileg gögn í stofnunum. Sérfræðingur safnsins sagði mjög lítið vera af landfræðilegum gögnum í Þjóðskjalasafni og bætti við, „ég veit ekki hvort það er mikið til af þeim yfirleitt hjá ríkisstofnunum“ og nefndi dæmi um gamalt kortasafn frá Stjórnarráði Íslands. Sérfræðingurinn taldi að flestir eða allir væru búnir að skila og að eldri skjöl væru ekki lengur úti í stofnunum, „það er þá einhver undan- tekning“. Stjórnandinn í safninu ræddi 30 ára regluna og lýsti sinni afstöðu til skylduskila þannig: „Það er engin ósk frá okkur um að þau séu þarna lengur, það eru þá stofnanirnar sjálfar sem vilja það“, og bætti við að vanskilin væru annað hvort vegna framkvæmdaleysis skjalamyndara eða af því að þörf væri fyrir gögnin í stofnununum. Húsnæðissaga Þjóðskjalasafns birtist í orðræðunni með breytilegum hætti innan safnsins. Sérfræðingur safnsins var spurður um innköllun skjala: „Við höfum ekki gert það, við höfum verið í vandræðum með húsnæði oft á tíðum sko til að taka við“. Stjórnandinn tjáði sig um innköllun og skylduskilin óbeint út frá plássleysi: „[...] bæði rukkum við og svo segja menn að nú þarf ég að skila og við semjum svolítið um það [...].“ Hann bætti við síðar að Þjóðskjalasafn hefði þokkalegt yfirlit yfir stöðuna og um innkallanir á skjölum kom fram að þær stofnanir sem hefðu sín mál í lagi og ættu húsnæði undir gögnin fengju að vera „svolítið í friði“. Stjórnandinn sagði einn- ig frá því hvernig byggingaráform nýs Þjóðskjalasafns á undir- búningsstigi hefðu runnið út í sandinn vegna bankahrunsins. Reglur um meðferð landfræðilegra gagna komu til umræðu í Þjóðskjalasafninu og lýsti sérfræðingur safnsins því yfir að litið væri á gögnin eins og hver önnur skjöl en að þau þyrftu sérhæfðar umbúðir og sérstaka meðferð við frágang og varð- veislu. Út frá umræðum um þessa sérstöðu gagnanna kom fram að ef til vill ætti safnið eftir að taka þessi gögn sérstak- lega fyrir í framtíðinni og gera þeim betri skil. Stjórnandinn í safninu ræddi einnig um vandmeðfarin gagnasöfn og að safn- ið hefði ekki getað tekið við einu slíku sérhæfðu gagnasafni sem hann tiltók sérstaklega, þegar skjalamyndarinn vildi skila því til framtíðarvarðveislu, „við vorum kannski ekki tilbúnir að gera það sko [taka við] á þessum tíma“. Fræðsluhlutverk Þjóðskjalasafns kom einnig til tals í safn- inu og þegar stjórnandinn var inntur eftir fræðslu fyrir stjór- nendur stofnana sagði hann þá ekki biðja um fræðsluna, hún væri frekar neydd upp á þá af hálfu safnsins, eins og hann tók til orða. Báðir viðmælendur í Þjóðskjalasafni nefndu regluleg námskeið og útgáfu handbóka en einnig manneklu og fjárskort sem hamlaði því að hægt væri að gera nógu vel. Sérfræðingurinn nefndi dæmi um hve hægt hefði gengið að koma á virku verklagi í opinberum skjalasöfnum, „bara það að fá menn til þess að skila með geymsluskrá tilbúna, það tók mig sjálfsagt tíu ár“. Umræður beindust einnig að væntan- legum nýjum lögum um opinber skjalasöfn (Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014), þar sem helsta nýjungin er refsiákvæði fyrir óheimila grisjun skjala og með því fær ábyrgð stjórnenda meira vægi en áður. Í spurningakönnun rannsóknarinnar var spurt um þörf á sérstökum reglum Þjóðskjalasafns fyrir landfræðilegu gögnin. Svörun var 88,9%, já sögðu 75%, nei sögðu 25%. Þá var spurt hvort landfræðilegum gögnum hefði verið skilað í skylduskil til Þjóðskjalasafns. Svörun var 100%. Já sögðu 33,3% en nei sögðu 66,7%. Að lokum var spurt hvort Þjóðskjalasafn hefði sent áminningu um að skila inn gögnum sem komin væru á skilaskyldu. Svörun var 88,9%, öll svör voru neitandi. Beinar spurningar um skylduskil stofnana, áminningar eða innkallanir komu ekki fram í könnun um skjalavörslu ríkisins frá 2012 (Þjóðskjalasafn Íslands, 2013), aftur á móti var spurt hvort starfsmenn stofnana hefðu sótt námskeið (Þjóðskjalasafn Íslands, 2013, spurning 4.13.4). Því svöruðu 173, já sögðu 83 eða 48%, nei sögðu 90 eða 52%. Í næstu spurningu á undan (4.13.3) var spurt um ástæður fyrir því hvers vegna starfsmenn stofnana hefðu ekki nýtt sér leið- beiningarrit Þjóðskjalasafns. Gefnir voru þrír svarmöguleikar; svörin 69 sem bárust skiptust þannig að 27 (eða 39%) vissu ekki af þeim, 38 (eða 55%) merktu við Annað og fjórir gáfu engin svör. Enginn merkti við svarmöguleikann að leiðbein- ingar væru ekki nógu skýrar. Beinn samanburður á milli kann- ana um þetta efni á ekki við en hins vegar koma fram vísbend- ingar um skort á þekkingu í stofnunum og hlutleysi gagnvart reglum Þjóðskjalasafns (61% merktu við Annað eða svöruðu ekki). Skoða má svörin sem vísbendingu um skort á þekkingu og tengslum á milli stofnana og Þjóðskjalasafns. Í næsta og jafnframt síðasta dæminu um niðurstöður úr rannsókn á landfræðilegu gögnunum má sjá greinilegt hlutleysi í svörum við matsspurningu um frammistöðu Þjóðskjalasafns. Spurt var um mat svarenda á frammistöðu Þjóðskjalasafns gagnvart landfræðilegu gögnunum: „Hvernig telur þú að ÞÍ gegni hlutverki sínu varðandi landfræðileg gögn?“ Svörun var 100%, sjá mynd 3. Á mynd 3 (á bls. 23) má sjá dreifingu svara við spurningu um frammistöðu Þjóðskjalasafns gagnvart gögnunum. Flest svör (12) voru hlutlaus eða 66,7%, en 22,2% svara voru neikvæð og 11,1% svara voru jákvæð (Frekar vel). Enginn svaraði Mjög vel. 7 Dæmi um tillögur til úrbóta Tillögur til úrbóta vegna stjórnunarvanda, skráningar, afrit- unar og varðveislu: Hér að framan hafa verið nefndar nokkrar tillögur til úrbóta frá þátttakendum rannsóknarinnar. Benda má á tillögu frá einum sérfræðingnum (sjá 5. kafla) þar sem hann ræddi stjórnunarlegt vandamál og vildi sjá stofnanir standa sig betur í þjónustu við fræðimenn og gögnin þeirra. Í sama kafla var einnig bent á úrræði varðandi skráningu, af- ritun og varðveislu gagnasafna stofnana með því að koma á átaksverkefnum og fá námsmenn og fyrrverandi starfsmenn til slíkra verkefna.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.