Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 28
28
Bókasafnið 39. árg. 2015
ingar og kortagerð Dana á Íslandi, eftir Ágúst Böðvarsson,
kom svo út lok aldarinnar. Þar er rakin saga kortagerðar
danskra landmælingamanna hér á landi og fjallað um upphaf
Landmælinga Íslands (LMÍ), en síðan sagt stuttlega frá nokkr-
um kortagerðar- og landmælingaverkefnum frá því um og
eftir miðja síðustu öld (Ágúst Böðvarsson, 1996). Kortagerð
og kortaútgáfa Íslendinga sjálfra á 20. öldinni á því enn eftir að
fá sína stöðu í sögunni. Um hana hefur lítið verið fjallað í bók-
um, ef undanskildir eru kaflar í bók Ágústar.
Kortaflokkarnir bíða
Auk fyrrnefndra rita hafa komið út nokkrar skýrslur og greinar
um afmörkuð kortaverkefni hér á landi. Á síðustu misserum
hefur bæst við efni á vefsíðum og í kortasjám stofnana um
nokkra kortaflokka, en þær upplýsingar eru bæði dreifðar og
ósamstæðar (Landmælingar Íslands, 2014; Landsbókasafn Ís-
lands – Háskólabókasafn, 2014; Orkustofnun, 2014a). Til að
gefa lauslegt yfirlit yfir nokkra kortaflokka sem lítið hefur verið
skrifað um, eru hér taldir upp flokkar sem samtals telja líklega
eitthvað á annan tug þúsunda titla, sú tala gæti allt eins verið
töluvert hærri ef öll kort í opinberum skjalasöfnum yrðu talin
með. Innan hvers kortaflokks eru oft minni kortaflokkar í mis-
munandi mælikvörðum, en kortin eru oft af ólíkum gerðum
og byggja á mismunandi blaðskiptingum. Skörun milli flokka
er óveruleg. Titlafjöldi eftirtalinna kortaflokka er oftast talinn í
hundruðum og í einhverjum tilfellum í þúsundum:
• Staðfræðikortaflokkar Bandaríkjamanna: Army Map
Service (AMS) og Defence Mapping Agency (DMA)
• Staðfræði- og ferðakort Landmælinga Íslands
• Réttmyndakort (Orthokort) Landmælinga Íslands
• Kortagerð 1:25 000. Samstarf Landmælinga Íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA)/Náttúru-
fræðistofnunar, Landsvirkjunar og Orkustofnunar (OS)
• Gróðurkort RALA og síðar Náttúrufræðistofnunar
• Jarðfræðikort Náttúrufræðistofnunar
• Orkugrunnkort Raforkumálastjóra og síðar Orkustofn-
unar, Landsvirkjunar og RARIK
• Jarðkönnunarkort: Jarðfræði- og vatnafarskort Orku-
stofnunar
• Götukort bæjarfélaga
• Skipulagsuppdrættir á Skipulagsstofnun
• Sjókort Sjómælinga Íslands
• Ferðakort af Íslandi útgefin af íslenskum fyrirtækjum á
markaði
• Ferðakort af Íslandi gefin út af erlendum fyrirtækjum í
kortaútgáfu
• Framkvæmdakort: vegir, flugvellir, hafnir, virkjanir • Lagnakort veitufyrirtækja: hitaveitur, vatnsveitur, raf-
veitur • Ýmis sérkort: segulkort, veiðikort, göngu- og reiðleiða-
kort • Kort í teikningasöfnum/skjalasöfnum íslenskra stofn-
ana
Hér er engan veginn um tæmandi lista að ræða, mikið verk er
óunnið og eru hér fyrst og fremst nefndir stærstu efnisflokk-
arnir. Margir kortaflokkanna eru vel skráðir, einkum þar sem
kort hafa verið prentuð og útgefin fyrir almennan markað,
aðrir eru minna skráðir, en margir eru óskráðir og jafnvel ekki
vitað um fjölda titla innan þeirra. Flestum er sameiginlegt að í
meginatriðum á eftir að skrifa sögu kortagerðarinnar. Á því
eru þó undantekningar þar sem nokkuð hefur verið ritað um
íslensk gróðurkort (Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
1981). Skráning og ritun sögu margra flokka á listanum ætti
að geta hentað vel sem námsverkefni á háskólastigi fyrir nem-
endur með bakgrunn í landfræði, upplýsingafræði og sagn-
fræði (Þorvaldur Bragason, 2013).
Kortaskráning og varðveisla
Til þess að gefa hugmynd um það hvernig hægt er að skrá og
varðveita skilgreinda íslenska kortaflokka og veita aðgengi að
upplýsingum um þá á Netinu, má taka þekkt dæmi. Orku-
stofnun er ein þeirra stofnana sem um áratuga skeið stóð að
öflugri kortagerð og kortaútgáfu, áður en hlutverki stofnun-
arinnar var breytt frá því að vera rannsóknastofnun yfir í að
verða stjórnsýslustofnun. Á síðustu árum hefur verið unnið að
viðamiklu varðveisluverkefni á sviði korta innan stofnunar-
innar og er nú lokið skráningu allra helstu korta sem unnin
voru á vegum Orkustofnunar. Þar er annars vegar um að ræða
kort Orkustofnunar og forvera hennar, Raforkumálastjóra,
ásamt samstarfsstofnunum, Landsvirkjun og Rarik (Gunnar
Þorbergsson, 1988), en þau hafa verið nefnd Orkugrunnkort,
og hins vegar jarðfræði- og vatnafarskort Orkustofnunar
(Freysteinn Sigurðsson o. fl. 1996), en þau hafa í seinni tíð
verið nefnd Jarðkönnunarkort. Upplýsingar um öll kortin hafa
verið birtar á Netinu (Orkustofnun, 2014a og 2014b). Þar er
bæði aðgengi að skrám gegnum leitarvalmynd fyrir kort á
vefsíðu stofnunarinnar og leit í Orkuvefsjá þar sem hægt er að
finna upplýsingar eftir landfræðilegri þekingu kortanna.
Mögulegt er að hlaða niður skönnuðum kortum (jpg) af Net-
inu, eða fá myndir af kortum í meiri upplausn (tiff) hjá Orku-
stofnun, en margar stofnanir og söfn hafa fengið slík afrit af
Íslandskort.is - Dæmi um framsetningu upplýsinga um kort í korta-
safni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns