Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 29

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 29
29 Bókasafnið 39. árg. 2015 heildarsafninu til eigin nota. Frumútgáfum korta ásamt tölvu- skrám hefur nú þegar verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands til varðveislu. Aðgengi að Orkugrunnkortum og Jarðkönnunarkortum hjá Orkustofnun Með þeirri tækni sem komið hefur fram fyrir kortasjár á und- anförnum tveimur áratugum hefur orðið bylting í möguleik- um til að birta gagnaþekjur með afmörkun kortblaða í ein- stökum kortafl okkum. Orkuvefsjá Orkustofnunar er eina ís- lenska kortasjáin, enn sem komið er, sem veitir aðgengi að upplýsingum um útgefi n sem óútgefi n kort, gegnum þekjur með blaðskiptingum kortafl okka, þar sem fá má fram upp- lýsingar um einstök kort, kortafl okka (Orkugrunnkort og Jarð- könnunarkort) og myndir af kortum, með því að smella á reiti sem sýna hvaða svæði á landinu hvert kort þekur. Verkefnið hefur leitt til mikils hagræðis fyrir fj ölmargar stofnanir og sér- fræðinga sem nota kortin, en nú fæst góð yfi rsýn yfi r safnkost- inn og aðgengi fæst að kortunum á stafrænu formi (rasta- gögn). Með verkefninu hefur komið í ljós að mikilvægt er að ganga enn lengra í að afmarka og aðgreina sértækari korta- fl okka innan áðurnefndra yfi rfl okka og hefur Orkustofnun unnið að slíku tilraunaverkefni. Það er mikilvægt fyrir notendur korta að geta leitað í stórum kortaskrám á Netinu. Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka- safn rekur sérstakan vef „Íslandskort.is“ þar sem fl etta má í gegnum lista yfi r útgefi n eldri kort, kalla fram skrár og upp- lýsingatexta og hlaða niður myndum af einstökum kortum (Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, 2014). Landmæl- ingar Íslands og Orkustofnun veita aðgengi að leitarvalmynd- um á vefsíðum sínum þar sem mögulegt er að skilgreina leitir í skrám fyrir kortasöfn stofnananna, en þar má einnig skoða og hlaða niður myndum af kortum (Landmælingar Íslands, 2014; Orkustofnun, 2014a og 2014b). Æskileg þróun verkefna á landsvísu Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Þjóðskjalasafn Íslands bera lögum samkvæmt ábyrgð meðal annars á varð- veislu landfræðilegra gagna af Íslandi. Mikilvægt er að horfa til framtíðar og styðja söfnin í því að vinna meira saman á þessu sviði en hingað til. Til dæmis gætu þau stuðlað að upp- setningu á nýjum miðlægum vefl ausnum þar sem mögulegt yrði að leita að öllum íslenskum kortum eftir reitum í korta- vefsjá, hvort sem kortin hafa verið formlega prentuð og út- gefi n eða ekki. Einnig þyrfti að koma upp vefsíðu með leitar- valmynd þar sem mögulegt yrði að leita í heildarkortaskrá og fá þar upplýsingar um öll kort af landinu, hverrar gerðar sem þau eru. Þessi verkefni; (a) íslensk kortavefsjá og (b) leitarbær gagnagrunnur á Netinu yfi r öll íslensk kort, eiga þó líklega Kortasafn LMÍ - Valmynd fyrir leit í kortaskrá Landmælinga Íslands Aðgengi á Netinu að upplýsingum um kort Orkustofnunar fæst gegnum Orkuvefsjá og leitarvalmynd fyrir kortaskrá á vef stofnunarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.