Bókasafnið - 01.06.2015, Side 33
33
Bókasafnið 39. árg. 2015
bárust voru góðar og gildar en um sumt gætti nokkurs mis-
skilnings.
Varðandi rannsóknarfrelsi akademískra starfsmanna er
skýrt tekið fram í stefnunni að sækja megi um undanþágu frá
birtingu í opnum aðgangi ef nauðsyn krefur. Slíkar undan-
þágur ná meðal annars til birtingar í tímaritum með háum
áhrifastuðli, sem eru ekki í opnum aðgangi, og reynslan frá
erlendum háskólum, svo sem Harvard, sýnir að slíkar undan-
þágur eru yfirleitt veittar. Það er alls ekki ætlunin að koma í
veg fyrir birtingu í hágæðatímariti. Þar að auki leyfa flestir út-
gefendur núorðið að greinar, sem birtast í tímaritum sem þeir
gefa út, séu birtar í opnum aðgangi í rafrænu varðveislusafni
viðkomandi stofnunar. Stundum kemur til ákveðin birtingar-
töf en yfirleitt er ekki um að ræða nema 6, 12 eða 18 mánuði.
Birting í varðveislusafni er reyndar algengasta leið flestra há-
skóla til að fullnægja kröfunni um opinn aðgang.
Í öðru lagi er einnig skýrt tekið fram í stefnunni að hún nái
hvorki til bóka né bókarkafla. Þegar talað er um opinn aðgang
er yfirleitt eingöngu um að ræða vísindagreinar og í stefnu
Háskóla Íslands er áréttað að svo sé einnig þar. Hvað varðar
útgáfu íslenskra tímarita verður að sjálfsögðu að gæta varúð-
ar, en fram hefur komið að staðan á Íslandi er síður en svo
lakari hvað varðar aðgang en annars staðar í hinum vestræna
heimi, eins og fram kemur í ofannefndri grein Ians Watson og
Guðmundar A. Þórissonar.
Sumir hafa áhyggjur af því að faglegar kröfur séu minni og
ritrýni ekki eins vönduð í tímaritum sem gefin eru út í opnum
aðgangi. Tímarit eru að sjálfsögðu misjöfn að gæðum hvort
sem þau eru í opnum aðgangi eða ekki. Í könnun sem gerð var
af Thomson Scientific 2004 kom fram að á hverju fræðasviði
væri að minnsta kosti eitt tímarit í opnum aðgangi sem væri
mjög framarlega í lista yfir áhrifamestu tímarit á því sviði.iii
Að sögn Peters Suber, forstöðumanns Harvard Office for Schol-
arly Communication, hefur fjöldi tímarita í opnum aðgangi
með háan áhrifastuðul aukist talsvert síðan könnunin var
gerð.ix
Kostnaður sem fylgir birtingu í opnum aðgangi getur vissu-
lega verið hindrun. Mörg gæðatímarit krefja höfunda sína um
gjald fyrir birtingu í opnum aðgangi. Flest ritrýnd tímarit sem
gefin eru út í opnum aðgangi fara samt ekki fram á slík gjöld
og samkvæmt upplýsingum á vef DOAJ eru þau nú 65% allra
OA tímarita. Þó getur kostað háa upphæð að birta grein í
tímariti í opnum aðgangi sem tekur gjald fyrir, til dæmis kost-
ar hver grein sem birt er í PLOS tímariti $1350-$2900.x Dæmi
eru um að birtingargjöld séu jafnvel enn hærri. Þess vegna
skal það ítrekað að birting í varðveislusafni er algengasta leið
flestra háskóla til að fullnægja kröfunni um opinn aðgang og
um leið sú ódýrasta. Hún kostar akademíska höfunda ekkert
og rannsóknarstofnanir borga einungis kostnað við rekstur
safnsins. Sá kostnaður er hverfandi miðað við birtingargjöld.
Í apríl 2013 voru drögin kynnt á háskólaþingi. Elín Soffía
Ólafsdóttir gerði grein fyrir störfum starfshópsins. Í umræðum
eftir kynninguna tóku margir til máls og höfðu flestir jákvæða
afstöðu gagnvart stefnudrögunum. Flestir voru þó sammála
því að huga þyrfti að góðri kynningu á drögunum og að taka
sem og samningagerð við útgefendur og að háskólinn yrði að
sjá til þess að mönnum yrði veitt tilhlýðileg ráðgjöf varðandi
birtingarleyfi. Bent var á að afkomu íslenskra tímarita gæti
verið ógnað ef höfundar birtu greinar í opnum aðgangi í varð-
veislusafni svo sem Skemmunni og að mikilvægt væri að eiga
gott samstarf við íslenska útgefendur og leyfa birtingartöf í
samráði við þá. Ennfremur var bent á að semja þyrfti sérstakar
reglur um skil lokaritgerða nemenda við háskólann.
Þegar starfshópurinn skilaði drögunum af sér var lögð
áhersla á ítarlega kynningu stefnunnar fyrir starfsmenn há-
skólans. Það gekk því miður ekki eftir og var kynning meðal
akademískra starfsmanna til að byrja með í mýflugumynd.
Drögin voru ekki birt almennt innan háskólasamfélagsins en
haustið 2012 voru þau send víða til umsagnar, meðal annars
til allra fræðasviða, Kennslumálanefndar, Gæðanefndar, Stúd-
entaráðs, Vísindanefndar, Háskólaútgáfunnar og Landsbóka-
safns Íslands – Háskólabókasafns.
Í mars 2013 fékk starfshópurinn síðan senda samantekt um-
sagnanna ásamt umsögnunum sjálfum. Í samantektinni kom
fram að flestir umsagnaraðilar væru í meginatriðum sammála
drögunum og töldu þau almennt vönduð og vel unnin. Flestir
töldu samt að ræða þyrfti stefnuna frekar áður en hún yrði
endanlega samþykkt og að þörf væri á betri kynningu um
stefnuna og opinn aðgang almennt. Helstu áhyggjuefni um-
sagnaraðila má flokka í eftirfarandi yfirlit:
1. Skerðing á rannsóknarfrelsi.
2. Léleg ritrýni sem ógnað gæti gæðum
rannsóknarniðurstaða
3. Áhrif á íslenska útgáfu
4. Bókaútgáfa og opinn aðgangur
5. Fjármögnun opins aðgangs
Hvað varðar skerðingu á rannsóknarfrelsi þá höfðu um-
sagnaraðilar áhyggjur af því að birtingarfrelsi akademískra
starfsmanna yrði skert, að þeir gætu ekki lengur valið það
tímarit sem þeir vildu birta greinar sínar í og þess vegna yrði
ekki ávallt unnt að birta í tímaritum með háum áhrifastuðli.
Það yrði að heimila birtingu á þeim vettvangi þar sem mestar
kröfur eru gerðar, svo sem í sumum tímaritum sem Elsevier
gefur út, en Elsevier styður ekki opinn aðgang nema að litlu
leyti.
Gæðanefnd taldi nauðsynlegt að tryggja að stefnan yrði
ekki til þess að draga úr gæðum faglegrar ritrýni.
Nokkrir umsagnaraðilar nefndu útgáfu á bókum og bent
var á að fjárhagslegar forsendur til útgáfu bæði íslenskra bóka
og tímarita væru brostnar ef gerð yrði krafa um birtingu í
opnum aðgangi.
Áhyggjur af fjármögnun birtingar í opnum aðgangi voru
talsverðar og komu fram hjá flestum umsagnaraðilum. Aka-
demískir starfsmenn háskólans höfðu áhyggjur af því að
kostnaðurinn myndi leggjast á þá persónulega, skerða rann-
sóknarfé þeirra eða hafa í för með sér skert ritakaup.
Það var gleðiefni að umsagnaraðilar skyldu almennt hafa
jákvæða afstöðu til stefnudraganna. Allar ábendingar sem