Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 36

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 36
36 Í greininni verður farið yfir stöðuna í yfirfærslu hljóð- og myndefnis (e. AV, audiovisual). Þetta verður skoðað út frá reynslu höfundar í starfi safnastjóra safnadeildar RÚV (Ríkisút- varpsins) og heimildum úr fræðunum. Safnið hefur oft ratað í fjölmiðla vegna þess hve mikilvæg gögn eru varðveitt þar enda er menningararfleifð geymd í þessari gullkistu. Gullkist- an er yfirheiti á gögnunum sem eru varðveitt í safni RÚV. Al- mennt er talið að gögn sem ekki hafa verið yfirfærð nú þegar geti legið undir skemmdum, meðal annars vegna kapphlaups um ný tæki og tól. Mörg þeirra eru að úreldast og varahlutir í afspilunarbúnað að hverfa af markaði. Einnig fara þeir starfs- menn sem hafa sérfræðiþekkingu, sem nýtist við yfirfærslu gagna, á eftirlaun á næstu árum, gögnin sjálf eru að eldast og jafnvel að skemmast. Stóra spurningin er hvort við séum að tapa kapphlaupinu um björgun þeirra menningarverðmæta sem hljóð- og myndasafn RÚV hefur að geyma. Erum við örugg með varð- veislu þessara gagna á stafrænu formi? Safnefni RÚV Samkvæmt útvarpslögum (Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013) skal RÚV varðveita hljóðritanir, filmur, myndefni og aðrar sögulegar minjar, sem ætla má að hafi menningarlegt og sögulegt gildi fyrir íslensku þjóðina og heyra ekki sérstaklega undir lög um skylduskil safna. Allt dag- skrárefni RÚV er því varðveitt til frambúðar í heild sinni og tryggja þarf aðgengi að því. Hlutverk safnadeildar er að varð- Björgun og varðveisla menningarverðmæta – hljóð og mynd veita dagskrárefnið og gera það aðgengilegt til frekari dag- skrárgerðar og rannsókna. Þannig varðveitum við jafnframt þjóðarsöguna eins og hún endurspeglast í dagskránni. Safn- adeildin er þjónustudeild fyrir starfsemi RÚV og er safnið einnig opið almenningi. Meginverkefni deildarinnar er að varðveita eldra efni, afla nýrra gagna og skipuleggja og miðla efni og upplýsingum. Lögð er áhersla á að skráning efnis sé rétt frá byrjun en skráningarferlið hefst hjá dagskrárgerðar- fólki (RÚV, 2014). Það er lagaleg skylda RÚV að geyma eigin dagskrá. RÚV er ekki skylt að geyma varanlega aðsent efni eins og til dæmis erlenda þætti, þætti sem RÚV kaupir sýningarrétt á og því um líkt. Samkvæmt lögum um skylduskil safna (Lög um skylduskil nr. 20/2002) skal Ríkisútvarpið skila útsendri dagskrá bæði hljóðvarps og sjónvarps. Lykilhlutverk safnadeildar RÚV er að varðveita og skrá efnið (RÚV, 2014). Með því er verið að opna fyrir framtíðarnotkun á efninu og tryggja fyrst og fremst að það sé finnanlegt. Því er gríðarlega mikilvægt að lýsigögn (e. metadata) fylgi með strax frá byrjun. Allar upplýsingar komi strax með hverju gagni sem skilað er á safnið. Starfsfólk Safnadeildar RÚV hefur unnið upplýsingar upp úr gagnagrunnum safnsins um hvað er til af gögnum í geymslum þess og í Kvikmyndasafni Íslands. Út frá gögnum var reiknað- ur meðalafspilunartími hvers forms. Eldra dagskrárefni á safni er eingöngu til í einu eintaki (sjá töflu 1). Hljóðvarp er varð- veitt á lakkplötum, böndum og geisladiskum. Sjónvarp er varðveitt á filmum, tommum, betu og DVC-pro. RÚV á einnig Margrét Sigurgeirsdóttir er safnastjóri RÚV. Áður var hún forstöðumaður Lindasafns og verkefnastjóri á Bókasafni Kópavogs. Margrét er með BA-próf frá Háskóla Íslands í bókasafns- og upplýsingafræði með viðskiptafræði sem aukagrein, próf í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík og MS-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.