Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 38
38
Bókasafnið 39. árg. 2015
tveggja tommu upptökum sem þarf að bjarga frá glötun. Það
sem gæti skekkt þessar tölur lítillega er að sumt er búið að yfir-
færa á nýrra form og gæti sama myndefnið verið til á til dæmis
SP betu og DVC-pro.
niðurbrot/eyðilegging
Öll hljóð- og myndupptökugögn skemmast nokkuð hratt og
sum mjög hratt. Ástandið á hverju gagni og geymsla fer eftir
því á hvaða formi upptökurnar eru varðveittar. Lakkplötur
(e. lacquer discs) eru efnafræðilega óstöðugar. Þessar upptök-
ur þurfa að vera í lagi svo að það sé hægt að koma þeim á
stafrænt form. Það þýðir að við þurfum að geyma þær við rétt
skilyrði svo þær skemmist ekki. Helstu skemmdir sem gögn
geta orðið fyrir eru þessar: bönd geta orðið klístruð (e. sticky
shed syndrom), grónir hólkar (e. cylinder efflorescence),
sveppir, hamskipti (e. shedding), kristöllun (e. crystalline
residue), rangt hulstur eða illa lokað (e. tape pack problem),
súrefni (e. oxun), bönd geta krullast (e. curling), niðurbrot
bindiefna (e. binder breakdown), vandamál vegna hylkis
(e. shell mechanical problems) og fleira. Koma þarf í veg fyrir
þessar skemmdir ef það á að vera hægt að spila upptökuna í
eins miklum gæðum og mögulegt er (Casey, 2015). Hluti af
lakkplötusafni safnadeildar RÚV hefur að einhverju leyti verið
yfirfærður á geisladiska og upptökum af mörgum lakkplötum
verið bjargað áður en þær skemmdust. En geisladiskar eru líka
forgengilegur miðill og viðkvæmur. Til dæmis skilja nælon-
hulstur eftir far á geisladiskunum sem gerir það að verkum að
erfiðlega gengur að hlusta á þá.
Úrelding
Allar upptökur sem geymdar eru á áþreifanlegu formi eru að
úreldast þar sem tæknin til að lesa merkið (e. signal) sem býr til
hljóð og mynd af gagninu hefur færst frá því að lesa upptökur
af eldri formum yfir í að lesa stafrænar skrár (Casey, 2015). Nú
eru það tölvuforrit sem lesa þessar upptökur. Það verður sífellt
dýrara og erfiðara að finna afspilunarbúnað fyrir þessi eldri
form og mörg tækjanna eru að verða ófáanleg (Casey, 2015).
Það eru nokkur atriði sem Casey (2015) bendir á sem þarf að
hafa í huga í þessum efnum og þau eru:
• Lok framleiðslu (e. End of manufacturing)
• Framboð á markaði líður undir lok (e. End of availa-
bility in the commercial marketplace)
• Þekking tæknimanna deyr út (e. End bench technician
expertise)
• Tækin hverfa (e. End of bench technician tools)
• Notkun/afspilun banda ómöguleg (e. End of cali-
bration and alignments tapes)
• Varahlutir og birgðir klárast (e. End of part and supp-
lies)
• Framboð á markaði klárast (e. End of availabiltiy in the
used marketplace)
• Sérþekking til spilunar hverfur (e. End of playback
expertise) (Casey, 2015, s. 16).
Richard Wright, sem er sérfræðingur (á eftirlaunum) í varð-
veislu fjölmiðalefnis (e. media preservationist) hjá breska ríkis-
útvarpinu BBC (British Broadcasting Corporation) telur að yfir-
færslumál myndefnis (e. video) séu enn viðkvæmari en hljóð-
efnis og því brýnast að taka á þeim. Hann segir að 75% af því
myndefni (e. analogue video) sem var orðið til árið 2006 verði
glatað árið 2023 (Casey, 2015) en þá verði ekki lengur hægt að
bjarga eldri formum yfir á stafrænt.
Margir sérfræðingar benda á að hið ritaða mál er tekið fram
yfir hljóð og mynd við björgun menningarverðmæta. Þessi
geiri fær engan veginn næga athygli hjá yfirvöldum. Þetta er
einstök, fágæt og viðkvæm menningararfleifð sem er dýrt að
eiga við þar sem afspilun er jafnvel orðin ómöguleg (Lynch,
2011).
Casey (2015) bendir á að margir sérfræðingar telji að það sé
mjög skammur tími til stefnu. Eitt er víst að því nær sem dregur
lokadagsetningu þeim mun dýrara verður að bjarga þessum
verðmætum. Framleiðslu varahluta í afspilunarbúnað hefur
verið mikið til lögð niður eða verður hætt á næstu árum og oft
er í þeim efnum talað um árið 2023.
Hvað er að gerast í yfirfærslumálum?
Hjá Hljóð- og myndsafni frönsku þjóðarinnar (Institut national
de l´audiovisuel en France) er stefnt að því að hljóð- og mynd-
efni upp á eina og hálfa milljón klukkustunda, sem telst vera
menningararfleifð, verði komið á stafrænt form árið 2017
(Casey, 2015). Allt hljóð- og myndefni í safni RÚV telst vera
menningararfleifð enda er safnið hið eina sinnar tegundar á
Íslandi. Gamalt efni sem liggur á að koma á stafrænt form er að
glatast. Þá erum við ekki að tala um eingöngu vegna tækja-
búnaðar, tíma og sérfræðikunnáttu fólks. Það er heldur ekki
hentugt að gögnin liggi hreyfingarlaus í hillum. Þegar hluti af
þessum gögnum er notaður og þegar spólað er fram og til
baka atriðum sem vara í nokkrar mínútur eða skemur leiðir
það til slits í þeim tækjum sem notuð eru. Þá er heldur ekki
heppilegt að hreyfa þessi viðkvæmu gögn úr geymslu safns
þar sem það getur skemmt þau og ekki gott að flytja þau langa
leið án yfirfærslu. Stefnan síðustu misseri hjá safnadeild RÚV
hefur verið sú, að ef þarf að nota gagn úr geymslu er best að
yfirfæra það á stafrænt form og koma til varðveislu í Kistu.
Meginmarkmiðið með því að koma dagskrárefni RÚV á staf-
rænt form er tvíhliða. Að uppfylla skylduna um varðveislu dag-
skrárefnis til miðlunar og frekari notkunar annars vegar og
hins vegar til að geta varðveitt efni inn í framtíðina til frekari
aðgengis og yfirfærslu á nýrra form ef þörf krefur. Gabler
(2015) telur að sköpun sýndarmiðils (e. virtual media) sé í nafni
langtímavarðveislu og að um leið sé búið til aðgengi til fram-
tíðar og stuðlað að framtíðaryfirfærslu. Enda fleygir tækninni
ört fram og miðlar breytast og úreldast. Það þýðir að við þurf-
um alltaf að vera vakandi yfir því að geta geymt efnið á réttu
formi og vera viðbúin að uppfæra og yfirfæra.
Varðveislan
Fjöldi yfirfærslna hljóðs og mynda, dagskárefnis eins og safna-
deild RÚV varðveitir, og breytingin sem orðið hefur á þessu