Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Side 39

Bókasafnið - 01.06.2015, Side 39
39 Bókasafnið 39. árg. 2015 sviði, þar sem efni er upprunalega stafrænt, þýðir að söfnin þurfa að nýta sér upplýsingatæknina og varðveislulausnir hennar. Margt þarf að hafa í huga er lýtur að yfirfærslu hljóðs og myndar á stafrænan miðil þegar kemur að mati á efni og varðveislu þess. Þrátt fyrir aðgengi og lýsigögn þurfa lýsandi upplýsingar að vera í samhengi og í takt við tíðarandann og það þarf að vera hægt að skiptast á og nota fjölbreytt athuga- semdakerfi með þátttöku notenda til að bæta þær. Jafnframt er nauðsynlegt að geta fylgst með endurnotkun efnis, geta notað tólin sem bjóðast til að varðveita efnið og fylgjast með að réttindi séu virt (Addis o. fl., 2010). Stafræn varðveisla tryggir aðgang að menningararfinum en slíku aðgengi er ógnað af stöðugum breytingum og framför- um á sviði tækni og skipulags. Einmitt vegna þessara stöðugu framfara (til dæmis tæknilegrar úreldingar) þarf að horfa á stafræna varðveislu sem stöðugt verkefni. Það þarf að hafa í huga að stafrænn miðill er ekki endanleg lausn sem tryggir ei- líft aðgengi að efni þar sem hann er mjög viðkvæmur. Evens og Hauttekeete (2011) nefna tvær ástæður fyrir því. Annars vegar takamarkað æviskeið eða stutt geymsluþol og hins vegar tæki og hugbúnað sem úreldist hratt. Stafræn varðveisla í eitt skipti er ekki endanleg lausn. Staf- ræn varðveisla krefst þess að stöðugt sé fylgst með aðferðum, innviðum og venjum við verndun stafrænna gagna. Yfirfærsla (e. migration) og endurgerð (e. emulation) eru tveir megin- þættir í langtímavarðveislu stafrænna gagna. Stafræn yfir- færsla felst í að flytja innihald (skrár) grunns frá einum vélbún- aði og hugbúnaði til annarra kynslóða vélbúnaðar og hugbún- aðar sem byggja á núverandi eða framtíðarkerfi í stafræna endurgerðarferlinu (Evan og Hauttekkete, 2011). Það þarf að tryggja að stafrænar geymslur séu aðgengilegar safni fyrir langtímavarðveislu hljóðs. Söfn sem eru með staf- ræna varðveislugrunna (geymslukerfi, safnagrunna) verða að vera fjárhagslega stöðug og fylgja bestu aðferðum til að stýra gögnum hverju sinni. Slík söfn hagnast á að taka þátt í þróun, starfi, og vera hluti af kerfi sem snýr að varðveislu stafrænna gagna. Best er að móta stefnu um varðveislukerfi (grunns) stafrænna gagna og kanna þörfina fyrir varðveisluhætti nýrra miðla sem eru eingöngu til sem stafrænt efni og þess efnis sem er yfirfært af eldri formum. Koma þarf á fót stafrænum útibúum (e. consortial digital repositories) og samvinnu stofnana og þróa líkön fyrir ný verk- efni. Með því er hægt að spara tíma og fjármuni. Þróa þarf að- ferðir, gera prófanir og gefa út leiðbeiningar fyrir millifærslu (e. interchange) stafræns hljóðs á milli geymslna, stofnana og kerfa. Slík verkaskipting og gagnkvæm millifærsla fæli í sér blöndu af umbúðum stafræns efnis, siðareglum fyrir yfirfærslu (e. transfer) og skilvirkum samskiptum milli sendanda og mót- takanda. Þessi skipting eða víxlun á innihaldi er mikilvæg vegna þess að efnið verður mögulega ekki í ævarandi umsjá stofnunar og varðveislugrunns þar sem þær starfa hugsanlega ekki að eilífu. Líkan þessa lífshlaups (e. life cycle model) staf- rænna gagna verður að fela í sér möguleikann á að færa staf- rænt gagn (skrá) úr einu safni eða safnakerfi í annað til áfram- haldandi varðveislu og notkunar (Council on library and in- formation resources and Library of Congress, 2012). Það þarf að hefja markvissa vinnu við yfirfærslu af eldri formum hljóðs og myndar á safni RÚV sem og annars staðar þar sem þess er þörf. Líklega er það rétt að þessi miðill, hljóð og mynd, hefur ekki hlotið sömu athygli og önnur menning- arverðmæti þótt svo hann eigi ekki síður rétt á og tilkall til hennar. Nú þegar eru til frumrit stafrænna skráa hljóðs og myndar á RÚV og því er komin reynsla á framleiðslu, skrán- ingu og varðveislu slíkra gagna og því ekkert að vanbúnaði. Mikilvægt er að hafa ávallt þessa yfirfærsluhugsun í huga svo að geyma megi þessi menningarverðmæti til framtíðar því að enginn miðill er forgengilegur. Að lokum má velta því fyrir sér hvernig best sé að varðveita stafrænar skrár; á hörðum disk- um, stafrænum böndum, blu-ray diskum, í skýinu eða annars staðar. Abstract: This article discusses audio-visual digitization. Digitizing materials is a race against time in order to save the cultural heritage which is preserved on tape, band or other mortal forms. The current situation in RUV, the Icelandic National Broadcasting Service, and the main topics of discussion on the matter will be explained in the article. The main risk factors will be addressed, such as time, obsolescence, large numbers of materials, degradation and preservation of digital records. Heimildir Addis, M., Allasia, W., Bailer, W., Boch, L., Gallo, F. og Wright, R. (2010). 100 million hours of audiovisual content: digital preservation and access in the PrestoPRIME Project. Sótt af http://eprints.soton.ac.uk/271071/1/AddisDPIF2010.pdf. Casey, M. (2015). Why media preservation can´t wait: The gathering storm. IASA-Journal, 44, 14-22. Council on library and information resources and Library of Congress. (2012). The Library of Congress national recording preservation plan. sótt af http://www.loc.gov/today/pr/2013/files/pub156.pdf Evens, T. og Hauttekeete, L. (2011). Challenges of digital preservation for cultural heritage institutions. Journal of Librarianship and Information Science, 1–9. Gabler, S. (2015). Virtual media in an OAIS-enabled enviroment. IASA Journal, 44, 74-84. Kummer, J., Kuhnle, P., Gabler, S. (2015). Broadcast archives: Between productivity and preservation. IASA-Journal, 44, 29-40. Lynch, C. (2011). Aligning national approaches to digital preservation. Atlanta: Educopia Institute Publications, 309-320. Sótt af http://www.cni. org/wp-content/uploads/2014/07/Aligning_National_Approaches_to_ Digital_Preservation.pdf. Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr.23/2013. Lög um skylduskil nr. 20/2002. RÚV. (2014). Ársskýrsla Safnadeildar RÚV.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.