Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Page 41

Bókasafnið - 01.06.2015, Page 41
41 Bókasafnið 39. árg. 2015 ustu. Megintilgangur samningsins er að efla notendaþjón- ustu við aðildarsöfn Sarps, bæta gæði skráningar í Sarp og auka aðgengi almennings að Sarpi í gegnum leitir.is. Fagstjóri Sarps er starfsmaður Rekstrarfélagsins og heldur utan um daglegan rekstur Sarps auk þess sem hann sinnir þjónustu við viðskiptavini. Framkvæmdastjóri Landskerfisins er jafnframt framkvæmdastjóri Rekstrarfélagsins, aðrir starfsmenn Lands- kerfisins koma einnig að vinnu fyrir Rekstrarfélagið og nemur vinnuframlag Landskerfisins alls 0,6 stöðugildum á ársgrunni. Rekstrarfélagið greiðir Landskerfinu mánaðarlegt þjónustu- gjald fyrir aðkeypta þjónustu og aðstöðu og stendur það gjald undir útlögðum kostnaði Landskerfisins vegna sam- starfsins. Um er að ræða tvö sjálfstæð félög með aðskilinn fjár- hag. Tilgangur félaganna Landskerfi bókasafna hf. er hlutafélag í eigu ríkis og sveitar- félaga sem var stofnað árið 2001 um rekstur sameiginlegs bókasafnakerfis, Gegnis. Síðan hafa önnur kerfi bæst við svo sem safnagáttin leitir.is og krækjukerfið SFX. Aðildarsöfn eru í dag í kringum 300 talsins. Á árinu 2011 var samþykktum Landskerfisins breytt til að gera félaginu kleift að þjónusta fleiri söfn en bókasöfn. Á þessum tímapunkti hafði safnagátt- in leitir.is litið dagsins ljós og var áhugi á að birta þar safnkost fleiri íslenskra safna en bókasafna. Endurskoðaðar samþykktir gerðu Landskerfinu kleift að ganga til samstarfs við Rekstrar- félagið er eftir því var leitað tveimur árum síðar. Tilgangur Rekstrarfélags Sarps er að annast rekstur og þró- un skráningarkerfisins Sarps, hafa eftirlit með skráningu og sinna kennslu og ráðgjöf um notkun kerfisins. Rekstrarfélagið var stofnað árið 2002 sem sameignarfélag en er nú almennt félag í eigu helstu aðildarsafna Sarps en aðild að Sarpi er tvenns konar, annars vegar eignaraðild og hins vegar sam- starfsaðild. Söfn sem geta verið aðilar að Rekstrarfélaginu og notað Sarp eru höfuðsöfn og viðurkennd söfn eins og þau eru skilgreind í safnalögum nr. 141/2011 ásamt söfnum og stofn- unum sem varðveita heimildasöfn. Einkum er um að ræða söfn í eigu ríkis og sveitarfélaga en einnig söfn sem eru í eigu stofnana eða einkaaðila. Aðildarsöfnin eru alls 53 talsins þeg- ar þessar línur eru ritaðar en stöðugt bætist í hópinn. Á meðal aðildarsafna eru Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, byggðasöfn um allt land, ýmis sérsöfn og listasöfn líkt og Listasafn ASÍ og Hafnarborg. Sarpur er stærsta einstaka sam- starfsverkefni íslenskra menningarminjasafna. Sá er helstur munur á Sarpi og Gegni að Sarp má kalla „heimasmíðað“ kerfi á meðan Gegnir er aðkeypt hugbúnað- arlausn sem hefur verið aðlöguð íslenskum þörfum. Sarpur er nú í útgáfu þrjú . Kerfið var smíðað af íslensku hugbúnaðar- fyrirtæki, Þekkingu hf., í samstarfi við Rekstrarfélagið sem sinnir jafnframt áframhaldandi þróun kerfisins og viðhaldi þess. Rekstur Sarps felur þannig í sér beina aðkomu að hug- búnaðarþróun sem er nýmæli í starfsemi Landskerfis bóka- safna. Hvað er Sarpur? Sarpur er heiti á skráningarkerfi sem aðildarsöfn Rekstrar- félagsins nota til að skrá og halda utan um safneign sína á sama hátt og bókasöfnin skrá sinn safnkost í Gegni. Skrán- ingar í Sarpi eru kölluð aðföng vegna þess að vinnulag menn- ingarminjasafna hefur verið á þá leið að allt sem þeim er falið að varðveita er skráð í aðfangabækur. Söfnin skrá aðföngin í einn samnefndan miðlægan gagnagrunn. Sama fyrirkomulag er við lýði varðandi Sarp og er í Gegni hvað eignarhald gagna varðar en öll gögn sem skráð eru í miðlægan gagnagrunn Sarps og birt eru á ytri vef eru í eigu og á ábyrgð safnanna sjálfra. Skráning aðfanga er að einhverju leyti skemmra á veg kom- in hjá menningarsögulegum söfnum en hjá bókasöfnunum sem búa við ríka hefð í þessum efnum. Þó er almennt viður- kennt að skráning er grunnforsenda söfnunar, vel skipulagður gagnagrunnur hjálpar til við mótun safnkosts og söfnunar- stefnu. Án vitneskju um það hvað er að fylla geymslurnar er mjög erfitt að gera sér í hugarlund hvað vantar. Með Sarpi sem er sameiginlegur gagnagrunnur aðildarsafnanna og með samræmdri skráningu verður til samvinnugrundvöllur sem ýtir undir millisafnalán, samræmdar söfnunarstefnur og samstarf og söfnin fara að ganga í takt. Enn er nokkuð í land með að samræmi og gæði skráningar í Sarp hafi verið tryggð en ein megináhersla í starfseminni nú er vinna að umbótum í þessum efnum. Hér horfir Rekstrarfélagið meðal annars til fyrirkomulags gæðamála hjá Landskerfinu, einkum með tilliti til skjölunar og skráningarráðs Gegnis. Sarpur og sarpur.is Sarpur skiptist í tvo tengda vefi, innri og ytri. Í grunninn er innri vefurinn vinnutæki aðildarsafnanna, það stjórntæki sem söfnin nota til þess að skrá sínar safneignir til að öðlast yfirsýn yfir hvað þau varðveita. Þar er mögulegt að skrá hvert aðfang ítarlega með upplýsingum um til dæmis heiti, sögu, stærð, gerð og varðveislustaði og allt þar á milli. Það eru í raun upp- lýsingarnar sem fylgja hverju aðfangi sem gera það verðmætt. Ytri vefurinn er síðan sá hluti Sarps sem er aðgengilegur al- menningi á slóðinni sarpur.is og sá vettvangur sem aðildar- söfnin nota til að miðla upplýsingum um skráð aðföng, í heild eða að hluta. Almenningi gefst einnig kostur á því í gegnum hinn svokallaða „veistu meira“ hnapp að hafa áhrif á skrán- inguna og miðla upplýsingum til safnanna. Betur sjá augu en auga og með þessu móti verður gagnasafnið enn verðmæt- ara eftir því sem frekari upplýsingum er bætt inn og eldri skráningar yfirfarnar. Með þessu opnast tækifæri fyrir söfnin til að tengjast sínu nærsamfélagi enn frekar. Aðildarsöfnin eru komin mislangt á veg með sínar skráningar í Sarp en nú eru skráð aðföng rúmlega 1.4 milljónir talsins og er meirihluti þeirra aðgengilegur öllum á sarpur.is. Tegundir aðfanga Gögnin í Sarpi eru afar fjölbreytt en kerfið heldur utan um tólf ólíkar aðfangategundir auk forvörsluskrár sem getur tengst

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.