Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 42
42
Bókasafnið 39. árg. 2015
þeim öllum og inniheldur upplýsingar um viðgerðar- og við-
haldsvinnu aðfanga. Aðfangategundirnar eru bækur (munir),
fornleifar, hús, jarðfundir, munir, myndir, myndlist/hönnun,
myntir, skjöl, teikningar, þjóðhættir og örnefnalýsingar. Hver
skráning eða aðfang í Sarpi er einstök, það er ekki um það að
ræða að til séu nokkur eintök af sama aðfanginu og þar liggur
einn helsti munurinn á skráningu í Sarp og Gegni. Mismikið er
skráð í hverja aðfangategund og það er einungis Þjóðminja-
safn Íslands sem hefur skráð allar tegundir af aðföngum. Flest
eru söfnin að skrá þrjár til fjórar aðfangategundir og listasöfn-
in sem dæmi oftast einungis listmuni. Stærsta einstaka að-
fangategundin er ljósmyndir og þar á Ljósmyndasafn Íslands
stærsta hluta skráninganna. Auk aðfangaskránna inniheldur
Sarpur þrjár stoðtöflur sem tengjast öllum skráningum, það
eru Nafnaskrá, Staðaskrá og Efnisorð. Nafnaskrá heldur meðal
annars utan um upplýsingar um alla einstaklinga, fyrirtæki og
félög. Hver færsla í stoðtöflum er einkvæm og geta mörg að-
föng verið tengd sama nafninu. Það sama gildir um staðsetn-
ingar í kerfinu en Sarpur þarf líka að halda utan um sögulegar
staðsetningar, til dæmis eldri sveitarfélög sem hafa verið sam-
einuð öðrum. Í efnisorðunum er síðan haldið utan um öll heiti
í Sarpi. Efnisorðin eru öll í eintölu, sem er frábrugðið Gegni, og
eru lykluð samkvæmt flokkunarkerfinu Outline (Outline of
cultural materials). Skráningaraðilar Sarps geta skráð bráða-
birgðaheiti sem eru háð eftirliti og samþykki fagstjóra Sarps.
Eitt af því sem einkennir Sarp er áðurnefndur fjölbreytileiki
gagnanna sem þar er að finna. Skemmtilegt dæmi um þetta
og tengingar á milli gagnanna er safn Nicoline Weywadt
(1848-1921) sem var fyrsta konan til að læra ljósmyndun á Ís-
landi. Á sarpur.is er nú aðgengilegur stór hluti ljósmynda
hennar, en það sem gerir leitina enn áhugaverðari í Sarpi er að
þar er einnig að finna ljósmyndabúnað, myndavélar og muni
úr stúdíói hennar. Þannig er hægt með sömu leitinni að fá upp
bæði ljósmyndir hennar og muni, en einnig er hægt að að-
greina eftir hvoru um sig. Sjá sem dæmi mynd 1 og 2 sem sýna
ljósmynd og mun frá Nicoline Weywadt og birtingu þeirra
annarsvegar á sarpur.is og leitir.is hinsvegar.
um leitir.is
Safnagáttin Leitir.is er vefur sem veitir upplýsingar um og að-
gang að margskonar vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni frá
íslenskum bóka-, ljósmynda-, lista- og minjasöfnum. Að auki
er rafrænn aðgangur að fjölda fræðigreina úr erlendum
gagnasöfnum í gegnum Landsaðgang að rafrænum gagna-
söfnum og tímaritum – hvar.is. Efnið er af fjölbreyttum toga,
allt frá bókum og tímaritsgreinum, myndefni og ljósmyndum
til þjóðhátta og örnefna svo nokkur dæmi séu tekin. Gögnin
koma víða að, meðal annars úr Gegni, og nú einnig úr Sarpi.
Sem dæmi má nefna að ef leitað er eftir „Nicoline Weywadt“ í
leitir.is birtast niðurstöður um bækur, lokaverkefni, ljósmyndir,
muni og tímaritsgreinar sem á einn eða annan hátt tengjast
leitarstrengnum.
Tenging sarpur.is inn í leitir.is
Síðla árs 2014 hófst verkefni sem gekk út á að hlaða þeim
færslum úr Sarpi sem birtar eru á sarpur.is inn í safnagáttina
leitir.is. Þá bættust við upplýsingar um gögn í ljósmynda-,
lista- og minjasöfnum landsins inn í leitir.is. Verkefnið var
unnið í nánu samstarfi sérfræðinga Rekstrarfélags Sarps,
Landskerfis bókasafna og Þekkingar.
Fyrsta skrefið var að finna leið til að ná gögnunum úr Sarpi
og koma þeim á form sem leitir.is styður, en til þess var nauð-
synlegt að gera kerfislegar breytingar á Sarpi. Eftir það þurfti
að skilgreina gagnavörpun fyrir allar aðfangategundir í Sarpi
yfir á fyrirfram skilgreint form (Dublin Core XML) sem leitir.is
getur unnið úr. Vegna lagalegrar óvissu um höfundarrétt var
ákveðið að birta ekki listmuni að svo stöddu. Þegar kerfislegri
uppsetningu í leitir.is var lokið var Sarpsgögnunum hlaðið inn
í leitir.is. Stór hluti vinnunnar fólst í að sannreyna að gögnin
væru jafn rétt í leitir.is og á sarpur.is, vinna með birtingu
gagnanna til að gera þau vel skiljanleg, skilgreina hvaða svið
ættu að vera leitarbær og hvaða atriði ættu að birtast í flokk-
unum til að geta þrengt leitarniðurstöðurnar. Mörg sviðanna í
Sarpsgögnunum féllu ekki undir hefðbundnar fyrirsagnir í
fullri færslu sem fyrir voru í leitir.is og því þurfti að skilgreina
sérstakar fyrirsagnir fyrir þau. Hægt er meðal annars að
þrengja leit við gagnasafnið Sarp í heild sinni, tegund aðfangs
og efnisorð. Ef tengill í ljósmynd fylgir færslunni úr Sarpi birt-
ist hún sem smámynd í niðurstöðulistanum í leitir.is og í öllum
færslunum er tengill yfir í færsluna á sarpur.is þar sem nánari
upplýsingar um aðfangið er að finna.
Gögnin sem birt eru á sarpur.is voru gerð aðgengileg á sér-
stöku skráasvæði sem leitir.is getur sótt þau á. Eftir að gögn-
unum úr sarpur.is hafði verið hlaðið inn í leitir.is var komið á
vöktun á breytingum á Sarpsgögnunum. Allar breytingar skila
sér yfir í leitir.is einu sinni á sólarhring. Breytingar á gögnum
geta falið í sér breytingu á skráðu aðfangi, skráningu á nýju
aðfangi og einnig getur aðfangi verið eytt eða það tekið úr
birtingu á sarpur.is.
Á nýstofnaðri Youtube-rás Landskerfisins og Rekstrarfélags-
ins: www.youtube.com/landskerfiogsarpur má finna ýmis
myndbönd um notkun á Gegni, leitir.is og sarpur.is.
Lokaorð
Þjónustusamningurinn sem gerður var á milli Landskerfis
bókasafna og Rekstrarfélags Sarps árið 2013 gildir til 1. sept-
ember 2015. Stjórnir beggja félaga hafa lýst yfir áhuga á að
framlengja samninginn og því einsýnt að samstarfinu verður
haldið áfram, enda hefur reynslan af því verið góð og sam-
starfið gagnlegt fyrir báða aðila. Þverfaglegt starf víkkar sjón-
deildarhring þeirra sem að koma og brýtur niður múra í starfi.
Samtenging sarpur.is við leitir.is er gott dæmi um ávinning af
samstarfi Landskerfisins og Rekstrarfélagsins. Hægt er að sjá
fyrir sér frekari nytsemi af þverfaglegri samvinnu félaganna,
svo sem á vettvangi samræmdrar skráningar og efnisorða-
gjafar, en í dag er stuðst við ólíka efnisorðagjöf og meðhöndl-
un nafna í Gegni og Sarpi og raunar víðar ef út í það er farið.