Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Side 46

Bókasafnið - 01.06.2015, Side 46
46 ARLIS/norden ARLIS/Norden eru samtök norrænna listabókasafna sem flest listbókasöfn á Norðurlöndum eiga aðild að. Það eru bókasöfn á sviði myndlistar, listiðnaðar, hönnunar, byggingarlistar, ljós- myndunar og fleiri skyldra greina. Samtökin voru stofnuð 1986 og eru aðili að IFLA Section of Art Libraries. Tilgangur ARLIS/Norden er að efla fagkunnáttu í norrænum listbókasöfnum með endurmenntun, námskeiðahaldi, rann- sóknum og útgáfustarfsemi á faglegum grunni. Í samtökun- um eru bókasöfn á sviði myndlistar, listiðnaðar, hönnunar, byggingarlistar, ljósmyndunar og skyldra greina. Norðurlöndin fimm sjá til skiptis um ársfund og ráðstefnu samtakanna sem stendur venjulega í 2-3 daga og er ákveðið efni tekið til umfjöllunar hverju sinni. Auk ársfundanna starfar hver landshópur fyrir sig og hittist reglulega. Þar eru rædd ýmis mál sem varða ARLIS/Norden samtökin í heild sinni, sam- starfsverkefni og mál sem snerta íslensk listbókasöfn sérstak- lega. Það sem mannshöndin snertir – fegurðin í efninu Síðasta ráðstefna samtakanna var haldin hér í Reykjavík dagana 12.-14. júní 2014. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Það sem mannshöndin snertir – fegurðin í efninu“. Fjallað var um notkun efnis í listsköpun en færst hefur í vöxt að bókasöfn lista- og handverksskóla hafi sérstakar safndeildir þar sem safnað er saman ýmiss konar efnum sem nemendur og lista- menn geta rannsakað og handfjatlað en það er oftar en ekki nauðsynleg hvatning til nýsköpunar í listum. Þessar safn- deildir höfum við valið að kalla hér efnissöfn og hafa að geyma safn sýnishorna hinna ýmsu efnistegunda. Hvað er efnissafn? Hugtakið efni í víðum skilningi getur haft bæði áþreifanlega og huglæga merkingu. Hugtakið efnissafn getur því átt við skipulögð söfn áþreifanlegra hluta, myndasöfn sem er hægt að skoða rafrænt og hluti sem safnast upp með tímanum innan einstakra fyrirtækja. Í umfjölluninni hér er átt við söfn sem falla undir skilgreiningu Martling Palmgren og Schmidt Gunnhildur Björnsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur, stjórnsýslufræðingur MPA og forstöðumaður bókasafns Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Ingibjörg Rögnvaldsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur, stjórnsýslufræðingur MPA og forstöðumaður bókasafns og upplýsingamiðstöðvar Tækniskólans Sigrún Sveinsdóttir, upplýsingafræðingur við Listaháskóla Íslands Svanfríður Franklinsdóttir, deildarstjóri útgáfudeildar og skjalasafns Listasafns Íslands

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.