Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 49
49
Skýrsla um 80. þing IFLA í Lyon, Frakklandi 2014
Anna María Sverrisdóttir, MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði og starfsmaður á Landsbókasafni
Íslands-Háskólabókasafni frá 1999.
Dagana 16.-22. ágúst 2014 sótti ég IFLA ráðstefnu sem var
haldin í Lyon, Frakklandi. Þema ráðstefnunnar var „Libraries,
Citizens, Societies: Confluence for Knowledge“.
Ráðstefnugestir voru í kringum 4.000, þar af 14 Íslendingar.
Ég var ein af tveimur sem fór frá Landsbókasafni Íslands –
Háskólabókasafni (Lbs.-Hbs.). Ráðstefnudagar voru fimm, frá
sunnudegi til fimmtudags, en föstudagur og laugardagur
voru helgaðir bókasafnsheimsóknum og skoðunarferðum.
Samkvæmt venju var boðið upp á fundi fastanefnda og
fagráða fyrir ráðstefnuna. Ég lét mér nægja að sækja fyrirlestra
frá og með sunnudeginum.
Ráðstefnan var haldin í Cité Internationale í Lyon sem er mitt
á milli árinnar Rhône og almenningsgarðsins Parc de la Tête
d’Or. Þetta er hin glæsilegasta ráðstefnumiðstöð með 26 ráð-
stefnusölum í nokkrum byggingum. Mitt á milli bygginganna
eru yfirbyggðir veitingastaðir, kaffihús og önnur þjónusta sem
nýtist ráðstefnugestum. Það var tilvalið að fara í garðinn
hinum megin við götuna til að rétta úr sér eftir alla fræðsluna,
borða nesti og spjalla við kollega. Nokkrar úr vinkonuhópnum
gengu daglega meðfram ánni Rhône úr miðbænum (þar sem
við gistum) til miðstöðvarinnar, en ég gekk einu sinni. Lyon
sem er í mið-austur Frakklandi er afskaplega falleg borg, sem
hefur margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn, ekki síst sælkera,
en Lyon er þekkt fyrir góðan mat og eðalvín. Í námunda við
Lyon er hið margrómaða vínræktarhérað Beaujolais.
Dagskrá IFLA var fjölbreytt að vanda og þéttskipuð frá
morgni til kvölds. Á hverjum degi var boðið upp á fyrirlestra-
raðir (e. session) þar sem fjallað var um ákveðið efni. Stundum
var erfitt að velja á milli þar sem tímarnir sköruðust á þeim
fyrirlestrum sem ég hafði áhuga á.
Sunnudagur 17. ágúst
Ég mætti ásamt fleirum frá Íslandi á opnunarhátíðina sem fór
fram kl. 10.30 í gríðarstórum ráðstefnusal (l‘Ampithéatre).
Hátíðin var sett með hefðbundnum ávörpum; borgarstjórans í
Lyon, forstöðumanns franska þjóðbókasafnsins (Bibliothèque
nationale de France), menntamálaráðherra og menningar-
málaráðherra Frakklands og helstu ábyrgðar- og nefndar-
manna IFLA þingsins. Að þeim loknum var boðið upp á
skemmtilega danssýningu þar sem hópur ungra manna dans-
aði skrykkdans (e. breakdance).
Eftir hádegishlé fór ég á Session 72: Library standards:
confluence with world trends – Committee on Standards. Síðasta
erindið fannst mér áhugavert, en það var flutt af David
McMenemy frá Strathclyde háskólanum í Glasgow. Hann tal-
aði um mikilvægi þess að móta stefnu og reglur um notkun á
tölvubúnaði og löglega netnotkun (Acceptable use policies,
AUPs) á almenningsbókasöfnum. Slíkar reglur ættu að hvetja
notendur til að nota upplýsingar (af Netinu) rétt og á löglegan
og ábyrgan máta. McMenemy velti því fyrir sér hvort starfsfólk
bókasafna gæti ábyrgst að notendur skyldu þessar notkunar-
reglur og vissu hvað fælist í þeim. Hvernig má gera þessar
reglur aðgengilegri og skiljanlegri til að þjóna notendum sem
best, en tryggja um leið öryggi bókasafnsins?
Mánudagur 18. ágúst
Ég lagði áherslu á Session 86 vegna þess að ég vinn við skrán-
ingu efnis af ýmsu tagi og nýrra nafnmynda stofnana. Það er
margt að gerast á þessu sviði, einsog innleiðing nýrra skrán-
ingareglna RDA (Resource Description and Access). Fyrirlestra-